8.9.2007 | 21:08
Siggi Sigg
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fannst í hafsins slýi
með hausinn fullann af köldu blýi.
Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er sendur var hann seint í rúmið
og sólin hvarf í dökka húmið.
Elsku Siggi þú ert sætur
sér í lagi um dimmar nætur
ég hef á þér miklar mætur
má ég glenna í sundur fætur?
Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fékk sér fyrst í nös
frosinn útá ystu snös.
Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
erann kýldi einn til dauða
aðeins fyrir blóðið rauða.
Vertu þægur engar þrætur
þú átt engar minnstu bætur
Siggi er ekki lengur sætur
sama hversu mikið grætur.
Siggi Sigg varð ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fannst í hafsins slýi
með hausinn fullann af köldu blýi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.9.2007 | 10:29
Eru kettir fíklar?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.9.2007 | 22:01
Kaffistofu Samhjálpar lokað

![]() |
Kaffistofu Samhjálpar lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.9.2007 | 19:21
Þakklæti
Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi
ég er þakklátur fyrir að hafa vinnu sem gefur mér mikið
ég er þakklátur fyrir að eiga yndislegt barn
ég er þakklátur fyrir að hafa þak yfir höfuðið
ég er þakklátur fyrir að eiga rúm til að sofa í
ég er þakklátur fyrir alla tónlistina í heiminum
ég er þakklátur fyrir að eiga góða vini
ég er þakklátur fyrir að geta klætt mig og fætt
ég er þakklátur fyrir að eiga bíl
ég er þakklátur fyrir að eiga sjónvarp og útvarp
ég er þakklátur fyrir að eiga hljómflutningstæki
ég er þakklátur fyrir að eiga tónlist á geisladiskum
ég er þakklátur fyrir að eiga tölvu
ég er þakklátur fyrir að eig góða vinnufélaga
ég er þakklátur fyrir að geta tekið mér frí
ég er þakklátur Guði fyrir gjafmildi hans
ég er þakklátur fyrir að eiga góða heilsu
ég er þakklátur fyrir þá ást sem er til í heiminum
ég er þakklátur skáldum sem skrifa bækur
ég er þakklátur málurum sem mála myndir
ég er þakklátur málurum sem mála hús
ég er þakklátur mönnum sem gera við þvottavélar
ég er þakklátur fólki sem vinnur í Bónus
ég er þakklátur bifvélavirkjum
ég er þakklátur yfir að eiga ryksugu
ég er þakklátur fyrir að eiga gólf til að ryksuga
ég er þakklátur þeim sem búa til blýanta, penna og pensla
ég er þakklátur fyrir rafmagnið og ljósið
ég er þakklátur Kristi fyrir það sem hann gerði fyrir okkur
ég er þakklátur þeim sem stjórna flugvélum, skipum og bílum
ég er þakklátur öllum þeim sem geta gert hluti sem ég get ekki
ég er þakklátur fyrir ástvini mína
ég er þakklátur fyrir það að skilja að ég er þakklátur
ég er þakklátur fyrir svo ótal margt.
ég þakka ykkur öllum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.9.2007 | 17:03
Spegilmynd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 23:40
Hermenn

Bloggar | Breytt 6.9.2007 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2007 | 20:53
Bloggið hennar Steinu

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 20:34
HK/VÍKINGUR Í ÚRVALSDEILD
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 10:30
Ég er orðinn þreyttur á þessu.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.9.2007 | 16:26
Getsemane
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)