Siggi Sigg

Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fannst í hafsins slýi
með hausinn fullann af köldu blýi.

Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er sendur var hann seint í rúmið
og sólin hvarf í dökka húmið.

Elsku Siggi þú ert sætur
sér í lagi um dimmar nætur
ég hef á þér miklar mætur
má ég glenna í sundur fætur?

Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fékk sér fyrst í nös
frosinn útá ystu snös.

Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
erann kýldi einn til dauða
aðeins fyrir blóðið rauða.

Vertu þægur engar þrætur
þú átt engar minnstu bætur
Siggi er ekki lengur sætur
sama hversu mikið grætur.

Siggi Sigg varð ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fannst í hafsins slýi
með hausinn fullann af köldu blýi.



Eru kettir fíklar?

fullur kötturEinn vinur minn sem bjó lengi útí Danmörku sagði mér sögu núna áðan. Eittsinn er hann leit út um gluggann sinn sá hann kött nagrannans stíga villtan stríðsdans. Aftur á bak sté hann, tók léttar syrpur til hliðanna, einstaka kollhnís tók hann og hagaði sér mjög undarlega. Hann , þeas vinur minn, fór út og athugaði köttinn og kom þá í ljós að hann hafði étið eitraða sveppi sem uxu í garðinum. Kötturinn var á trippi! Einnig sagði hann mér, og hafði það eftir dönskum vini sínum að kettir væru sólgnir í hassreyk! Annar vinur minn sem átti kött í gamla daga sagði mér endurfyrir löngu að sinn köttur hefði verið sólginn í séniver! Þeir drukku saman tíðum um helgar! Aðra sögu heyrði ég um þrjá snjótittlinga sem höfðu étið gamla vatnsmelónu sem farin var að gerjast. Hann sá þá útum gluggann sinn þarsem þeir veltust um algjörlega ósjálfbjarga og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Nema að hann sá gamla vatnsmelónu sem var farin að lykta einsog gamall landi. Fuglarnir komust í þessa melónu og urðu ofurölvi. Hann tók þá inn til sín og sleppti þeim eftir að af þeim rann. Ég spurði hann hvort hann hefði ekki gefið þeim vatn með magnyl muldu saman við áður en hann sleppti þeim en því miður hafði hann gleymt því. Enda sjálfur mjög sjaldan þunnur.

Kaffistofu Samhjálpar lokað

samhjálp kaffistofaEina kaffistofa landsins sem var opin alla daga og þar sem enginn viðskiptavinur þurfti að borga er lokuð. Samhjálp hefur rekið þessa kaffistofu í mörg ár og ég fullyrði að hún hefur bjargað mörgum mannslífum. Það er skömm að því að borgaryfirvöld hafi ekki aðstoðað Samhjálp við að finna viðeigandi húsnæði. Það fólk sem oftast kom hafði ekki í önnur hús að venda. Slík var neyð þeirra. Og nú er hún enn meiri. Á morgun verða borgaryfirvöld að gera ellt sem hægt er til að finna nýtt húsnæði fyrir kaffistofuna. Reyndar var fyrirséð fyrir löngu síðan að finna þyrfti nýtt húsnæði þannig að þessi staða átti ALDREI að koma upp. Brettið nú upp ermarnar og hefjið leit að húsnæði. Okkar minnstu meðborgarar bíða. Af stað!
mbl.is Kaffistofu Samhjálpar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakklæti

 hendur og jörð

Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi

ég er þakklátur fyrir að hafa vinnu sem gefur mér mikið

ég er þakklátur fyrir að eiga yndislegt barn

ég er þakklátur fyrir að hafa þak yfir höfuðið

ég er þakklátur fyrir að eiga rúm til að sofa í

ég er þakklátur fyrir alla tónlistina í heiminum

ég er þakklátur fyrir að eiga góða vini

ég er þakklátur fyrir að geta klætt mig og fætt

ég er þakklátur fyrir að eiga bíl

ég er þakklátur fyrir að eiga sjónvarp og útvarp

ég er þakklátur fyrir að eiga hljómflutningstæki

ég er þakklátur fyrir að eiga tónlist á geisladiskum

ég er þakklátur fyrir að eiga tölvu

ég er þakklátur fyrir að eig góða vinnufélaga

ég er þakklátur fyrir að geta tekið mér frí

ég er þakklátur Guði fyrir gjafmildi hans

ég er þakklátur fyrir að eiga góða heilsu

ég er þakklátur fyrir þá ást sem er til í heiminum

ég er þakklátur skáldum sem skrifa bækur

ég er þakklátur málurum sem mála myndir

ég er þakklátur málurum sem mála hús

ég er þakklátur mönnum sem gera við þvottavélar

ég er þakklátur fólki sem vinnur í Bónus

ég er þakklátur bifvélavirkjum

ég er þakklátur yfir að eiga ryksugu

ég er þakklátur fyrir að eiga gólf til að ryksuga

ég er þakklátur þeim sem búa til blýanta, penna og pensla

ég er þakklátur fyrir rafmagnið og ljósið

ég er þakklátur Kristi fyrir það sem hann gerði fyrir okkur

ég er þakklátur þeim sem stjórna flugvélum, skipum og bílum

ég er þakklátur öllum þeim sem geta gert hluti sem ég get ekki

ég er þakklátur fyrir ástvini mína

ég er þakklátur fyrir það að skilja að ég er þakklátur

ég er þakklátur fyrir svo ótal margt.

ég þakka ykkur öllum.


Spegilmynd

spegill

Það var
hvítt
og blátt

og speglaðist í
drullupollinum
þangað fer ég.


Hermenn

stríðsþyrlaSkelfing var eymdarlegt að sjá einhverja íslenska kalla sem vilja vera hermenn, í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Georg landhelgisstjóri var uppí Hvalfirði ásamt einhverjum útlenskum dátum að leika sér með fjarstýrðan bíl sem þeir kölluðu sprengjutínara eða eitthvað álíka. Ekki nóg með það, heldur höfðu þeir gleymt að láta sveitarstjórann vita að þeir væru að koma með hertól allskonar að leika sér í hlaðinu hjá honum. Hvurslags eiginlega framkoma er þetta? Eftir að hernámsliðið bandaríska gafst upp á hraglandanum á Miðnesheiði hafa íslenskir tindátar vart á heilum sér tekið..hér verður að hafa her eða í það minnsta herlögreglu. Og þeim fannst einnig afskaplega kúl að senda nokkra menn til Afganistans. Þar munað minnstu að illa færi er teppabúð var sprengd í loft upp. Einusinni gekk ég um götur Reykjavíkur og hrópaði Ísland úr Nato og herinn burt. Nú er herinn farinn, það er bara eftir að koma sér úr Nató...sem einusinni var kallað "varnarbandalag"! Þeir eru búnir að dreifa her sínum um austurlönd einsog þeir væru engisprettufaraldur.... þeir eru bara enn hættulegri en pöddurnar þær. Hvað eru þeir að verja? Verjast menn ekki á heimaslóðum, á sínum leikhelmingi? Er ekki Nato orðið sóknarlið? Án þess að vita í raun eftir hverju þeir eru að sækjast. Kanski olíu? Nóg er af henni í austurlöndum. Ég hvet alla sem ekki hafa séð mynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11 að skoða hana. Og við hin sem erum búin að skoða hana, gerum það aftur!

Bloggið hennar Steinu

Ég vil benda öllum á Heart að lesa nýjustu færsluna hennar Steinu..... hún er frábær og fjallar um nágranna hennar og Ísrael...

HK/VÍKINGUR Í ÚRVALSDEILD

Kvennalið HK/Víkings vann í kvöld Hött frá Egilsstöðum 5-1 í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni. Loksins gat mitt aldna Víkingshjarta glaðst, ekki hafa gleðistundirnar verið of margar í sumar ef ég hugsa til karlaboltans. Því miður hef ég ekki komist á nema einn leik og verð að segja að það var flottur leikur hjá mínum mönnum. Ég sá þá vinna KR í Frostaskjólinu 2-1. En stelpurnar eru búnar að standa sig einsog hetjur... hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins gert þrjú jafntefli. Frábær frammistaða hjá þeim. Ég gleðst og sendi þeim hamingjuóskir.

Ég er orðinn þreyttur á þessu.

ÉG var 70 mínútur í vinnuna í morgun. Ég bý ekki á Þingvöllum né á Laugarvatni. Ekki heldur á Hellu né Kópaskeri. Ég bý í Hafnarfirði. Þaðan sem ég bý eru 10.4 km að Efstaleitishæðum og Útvarpshúsi. Þetta er ekki hægt! Og þó, þetta var hægt, löturhægt. Keflavíkurvegurinn, Hafnarfjarðarvegurinn, Kringlumýrarbrautin, allt stiflað. Ég var svo heppinn að geta beygt inná Bústaðaveginn rétt áður en ég  missti mig. Ég var því ekki í góðu skapi þegar ég ruddist inn í Útvarpshúsið, en hún Dóra sem vinnur í móttökunni er með svo yndislegt bros og fallega framkomu að ég hætti við að brjóta nokkrar rúður. Það verður að finna lausn á þessu máli. Að vísu var þetta með versta móti í morgun en stíflur eru á hverjum morgni. Og ekki bara á Hafnarfjarðarveginum, það er líka erfitt að komast úr Mosfellsbænum. Gísli Marteinn, ætlaðir þú ekki að redda þessu?trabant

Getsemane

Trén bar við himininn
það var höfgi
yfir garðinum
og blómin ilmuðu
sem í kveðjuskini

hann vökvaði þau
með blóði sínu
og þau ilmuðu
sem aldrei fyrr

hann féll á kné
á ilmandi jurtirnar
í dauðans angist

svo kom félagi hans
tók utan um hann
og kyssti hann.

klukka

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband