Bob Dylan

bob dylanAð mínu mati er Bob Dylan merkilegasti listamaður síðustu aldar ásamt Charlie Chaplin. Ég veit ekki hvort  það þarf að rökstyðja það nokkuð nánar. Smekkur á list er eitthvað sem ekki þarf að rífast um. Ef þið viljið sjá myndbönd með Dylan þá eru nokkur góð hérna; Dylan videos Youtube.com

Senor

Senor, senor, do you know where we're headin'?
Lincoln County Road or Armageddon?
Seems like I been down this way before.
Is there any truth in that, senor?

Senor, senor, do you know where she is hidin'?
How long are we gonna be ridin'?
How long must I keep my eyes glued to the door?
Will there be any comfort there, senor?

There's a wicked wind still blowin' on that upper deck,
There's an iron cross still hanging down from around her neck.
There's a marchin' band still playin' in that vacant lot
Where she held me in her arms and said, "Forget me not."

Senor, senor, I can see that painted wagon,
I can smell the tail of the dragon.
Can't stand the suspense anymore.
Can you tell me who to contact here, senor?

Well the last thing I remember before I stripped and kneeled
Was that trainload of fools bogged down in a magnetic field.
A gypsy with a broken flag and a flashing ring
Said, "Son, this ain't a dream no more, it's the real thing."

Senor, senor, you know their hearts here is as hard as leather.
Well, give me a minute, let me get it together.
I just gotta pick myself up off the floor.
I'm ready when you are, senor.

Senor, senor, let's overturn these tables,
Disconnect these cables.
This place don't make sense to me no more.
Can you tell me what we're waiting for, senor?
-Bob Dylan-

Vantar löggur...

Ég horfði á sjónvarpsfréttir núna áðan en verð að viðurkenna að það geri ég ekki mjög oft. Þar birtist frétt um að erfitt væri að fá fólk til að gerast löggur vegna lágra launa. Þetta finnst mér hið versta mál. Það er í raun skömm að því að þær manneskjur sem eiga að vernda okkur, bæði okkur sjálf og eigur okkar skuli ekki hafa mannsæmandi laun. Sú ábyrgð sem hvílir á löggum er enginn smá ábyrgð. Hugsið ykkur umferð þarsem örfáar löggur eru til eftirlits, hugsið ykkur ef að það væri brotist inn til ykkar og þegar þið hringduð á lögguna yrðuð þið númer 845 í röðinni, hugsið ykkur ef að eiturlyfjasalar væru við skólalóðina og þið vilduð gera eitthvað í málunum væri það ekki hægt vegna þess að engar löggur væru á vakt. Slæmt er ástandið í miðbæ Reykjavíkur um helgar, hvernig yrði það ef löggum fækkaði um helming? Nú er einnig mikil umræða um heimilisofbeldi og ef lúbarið konugrey kæmist kanski í símann yrði svarið sem hún fengi, vegna manneklu er ekki opið á kvöldin eða um helgar, vinsamlegast reyndu aftur eftir helgi, Í neyðartilfellum má hringja í lögregluna á Kópaskeri!!! Auðvitað hringja ekki menn í lögguna nema í neyðartilfellum. Mér finnst skömm að þessu. Það er til feikinóg af peningum í þessu landi og ef að við höfum ekki efni á að borga fyrir að öryggi þá er komið í óefni. Það verður eitthvað að gera í launamálum lögreglumanna og það ekki seinna en núna. Ég legg til að strax á morgun verði launin tvöfölduð og síðan hækki þau um einhverja upphæð á ársfresti. Og einnig að ráðnir verði fleiri lögreglumenn til starfa, ekki bara hérna á höfuðborgarsvæðinu heldur allsstaðar þarsem þörfin er. Dreymdi ekki alla stráka einusinni um að verða löggur? Og sumar stelpur líka? Látum þá drauma rætast og borgum þeim vel fyrir það. Undir árvekni lögreglu er okkur betur borgið.

Kvæði

Af og til hef ég hugsað að birta hér kvæði sem yðar einlægur hefur bögglað saman. Hér er það fyrsta:

Það er vottur af fegurð sem flögrar hér um
fallnar konur og menn á kreiki
í glösum er glóð sem eitt sinn var hlý
og gamlir draugar enn á reiki.

Hér er eitthvað sem er mér algjörlega nýtt
en alltaf þó var hér til staðar
dagurinn er til,ég man það á morgun
og mínútur líða æ hraðar.

Ég skynja það með skammtafræðinni
og skemmti mér á meðan
ég get aldrei farið héðan

Ég get ekki gleymt því, nei það var aldrei til
né get ég á heilum mér tekið
sjáöldur og bárur þær sátu um mig
og stjórnlaust þær hafa mig rekið.


Ég skynja það með skammtafræðinni
og skemmti mér á meðan
ég get aldrei farið héðan.


Ég get ekki heilsað, kvatt né komið á ný
ég kannast við engan og alla
ég get ekki hangið né hríslast hér um
né hoppað til þess eins að falla.


Ég skynja það með skammtafræðinni
og skemmti mér á meðan
ég get aldrei farið héðan.



Loksins!

Það hefur tekið mig tímana tvo eða þrjá jafnvel fjóra að byrja að blogga. Ég hét því einhverntímann á síðustu öld að blogga aldrei. En margir hafa komið að máli við mig og beðið mig um að hugsa mig tvisvar um....Er þetta ekki dálítið einsog pólítíkusar, eða þeir sem vilja verða pólítíkusar komast gjarnan að orði. En í dag er semsagt dagurinn, fimmtudagurinn 30.júlí. Klukkan er hálf sjö að kveldi. Og ég sem er að fara á samkomu hjá Samhjálp. Þannig að lítill tími er fyrir fyrsta bloggið, ekki sleppi ég samkomu ef ég mögulega get. Það er ekkert, eða fátt jafn gott og að hitta frábært fólk en af því er nóg hjá Samhjálp. Og að lofa Guð og heyra hina frábæru tónlist sem þar er viðhöfð er engu líkt. En að blogginu; ekki hef ég hug á að dvelja við tölvuna daglega og pikka klukkan hvað ég vaknaði, hvenær ég tannburstaði, hvað ég snæddi né neitt í þá áttina. Heldur að fjalla um hluti sem skipta mig máli og þeir geta verið margir. Og ekki er víst að öllum líki, það kemur í ljós. Nú er Bjarni Fel vinur minn að lýsa leikjum á Rás 2 sem er besta útvarpsstöð landsins og þó víða væri leitað og tími til að koma sér af stað á Samkomu. Það er margt sem ég hefði viljað segja frá akkúrat núna en það bíður betri tíma. Í Guðs friði

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband