Eru kettir fíklar?

fullur kötturEinn vinur minn sem bjó lengi útí Danmörku sagði mér sögu núna áðan. Eittsinn er hann leit út um gluggann sinn sá hann kött nagrannans stíga villtan stríðsdans. Aftur á bak sté hann, tók léttar syrpur til hliðanna, einstaka kollhnís tók hann og hagaði sér mjög undarlega. Hann , þeas vinur minn, fór út og athugaði köttinn og kom þá í ljós að hann hafði étið eitraða sveppi sem uxu í garðinum. Kötturinn var á trippi! Einnig sagði hann mér, og hafði það eftir dönskum vini sínum að kettir væru sólgnir í hassreyk! Annar vinur minn sem átti kött í gamla daga sagði mér endurfyrir löngu að sinn köttur hefði verið sólginn í séniver! Þeir drukku saman tíðum um helgar! Aðra sögu heyrði ég um þrjá snjótittlinga sem höfðu étið gamla vatnsmelónu sem farin var að gerjast. Hann sá þá útum gluggann sinn þarsem þeir veltust um algjörlega ósjálfbjarga og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Nema að hann sá gamla vatnsmelónu sem var farin að lykta einsog gamall landi. Fuglarnir komust í þessa melónu og urðu ofurölvi. Hann tók þá inn til sín og sleppti þeim eftir að af þeim rann. Ég spurði hann hvort hann hefði ekki gefið þeim vatn með magnyl muldu saman við áður en hann sleppti þeim en því miður hafði hann gleymt því. Enda sjálfur mjög sjaldan þunnur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mínir kettir í gegnum tíðina hafa þá ekki haft þessi Fíknargen í sér svo mikið er víst því þeir hafa hvorki þola Sígarettu reyk né áfengislykt hvað þá viljað borða sveppi ja hérna mikið hef ég verið heppin En samt sem áður brosti ég við þessa lesningu

Brynja (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

   góðar sögur hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.9.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekki með ketti, en fuglar þ.e. þrestir eru defentli fíklar, á haustin eftir frost, þegar berin eru orðin gerjuð, þá fara þeir að fljúga eins og verstu stráklingar, hraðflug yfir allt.  Það er alveg rosalegt stundum, þegar þeir stefna á mann á fullum hraða.  Sennilega ungarnir frá því í sumar, uppfullir af áfengum berjum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 01:48

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður höfðingi og velkomin í bloggheima!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 02:39

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk Magnús Geir...en þetta eru dálítið undarlegir heimar!!!

Guðni Már Henningsson, 8.9.2007 kl. 02:40

6 Smámynd: Linda

Þetta var skemmtilega lesning, ég á eina kisu og hún virðist ekki vera neinn sérstakur fíkil hmm ætli þetta sé bara í DK.  Góðar stundir.

Linda, 8.9.2007 kl. 03:22

7 identicon

Jahá, það er aldeilis. Mínir kettir láta bjórinn minn alveg eiga sig en þeir eru hins vegar sólgnir í harðfisk og annar þeirra elskar poppkorn en þá er nú ekki beint hægt að tala um fíkn en þau fara reyndar út með mér að reykja, kannski þau séu háð reyknum?

Ragga (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 11:54

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já Guðni minn, eiginlega klikkaðir heimar þar sem allt getur gerst, en hér er líka rokkað og blúsað út í eitt, sem við báðir kunnum svo ósköp vel að meta!

Ragga!

Ekki drepa litlu kisurnar úr óbeinum reykjingum, þá áttu ekki skilið að njóta óendanlegs rokkunaðar með Dictators!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband