Siggi Sigg

Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fannst í hafsins slýi
með hausinn fullann af köldu blýi.

Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er sendur var hann seint í rúmið
og sólin hvarf í dökka húmið.

Elsku Siggi þú ert sætur
sér í lagi um dimmar nætur
ég hef á þér miklar mætur
má ég glenna í sundur fætur?

Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fékk sér fyrst í nös
frosinn útá ystu snös.

Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
erann kýldi einn til dauða
aðeins fyrir blóðið rauða.

Vertu þægur engar þrætur
þú átt engar minnstu bætur
Siggi er ekki lengur sætur
sama hversu mikið grætur.

Siggi Sigg varð ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fannst í hafsins slýi
með hausinn fullann af köldu blýi.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þessi er bara góð, er þetta siggi minn sem þú skrifar um. Við töluðum annars um þig í kvöld hérna heima hjá mér, ég , gunni, siggi og sigyn og vorum sammála um að þú værir dásamlegur !

hlökkum til að fá þig hingað

AlheimsLjós til besta vinar míns

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já eitt sem við töluðum líka um var að þú varst að gera grín af Lappa, ég fyrirgef þér bara af því að þú ert vinur minn. en að kalla hannTappa, og hjæja svo að því hversu vitlaus hann er að þekkja ekki mun á Lappa og Tappa, þú verður að athuga að hann skilur bara dönsku!

knús s 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SEisei Guðni gamli, þetta er nú meiri barningsromsan hjá þér, en blessaður láttu einhvern gítargutlaran semja lag við þetta ef þú gerir það þá ekki sjálfur í anda Leadbelly bróður þíns, annað eins verra hefur nú heyrst!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Steina....ég gerði ekki grín að Lappa litla, ég var bara að athuga hvort að hann væri með lesblindu! Og þi eruð ennþá dásamlegri.. nei ekki um Sigga þinn, hann er mikill og góður drengur og hans bíður ekkert nema björt framtíð. Gott að Sigyn er kominn út og vonandi er hún búin að fá fína húsið sitt...Guðs friður til ykkar..

Magnús Geir... svona getur lífið stundum verið hryssingslegt og dauðinn þess borgun. Kanski les einhver lagviss maður þetta hérna og geri hann svo vel....

Guðni Már Henningsson, 9.9.2007 kl. 03:27

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ja hérna hér. Mikið er nú allt fólkið dásamlegt....

Ertu semsagt skáld? Býð þér hér með í súpu næst þegar þú sendir út frá Ísafirði. Vann lengi vel á Rúv stofnuninni þar og veit allt um ágæti kokksins hjá ykkur. Fékk rétt dagsins alltaf í tölvupósti þegar ég sötraði bleksvarta kaffið og át rommstaur úr GamlaBakaríinu!

Ylfa Mist Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 12:34

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Já, það hefur verið góð lesning! En hvað er rommstaur?

Guðni Már Henningsson, 9.9.2007 kl. 15:06

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Æi... það' er einhver sú ógðeðslegasta fæða sem völ er á. Minnir að til sé alveg eins, bara kúlulaga, sem heitir kókoskúlur. Og er afgangur af brauði og kökum límt saman með rommdropum og smjörlíki og velt upp úr kókos. Viðbjóður.

Ylfa Mist Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband