Myndband.

voninVil benda fólki á magnað myndband hjá bloggaranum vonin. Slóðina er að finna í bloggvinahóp mínum

Í dag er alþjóðadagur grasrótarhreyfinga gegn stóriðju.

þórunn umhverfisráðherra.Þó að það sé rigning og hávaðarok er baráttudagur grasrótarhreyfingar gegn stóriðju. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að þessar hreyfingar ættu alþjóðadag sameiginlegan. Ég gleðst yfir því að til skuli vera fólk sem ber hag náttúrunnar fyrir brjósti. Tveir fulltrúar Saving Iceland gengu á fund umhverfisráðherra. Meira um þetta á mbl.is
mbl.is Fulltrúar Saving Iceland afhentu umhverfisráðherra áskorun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Remember the night með David Gilmour kemur út á mánudag.

david gilmourÞá er búið að staðfesta útgáfudag á upptökum frá tónleikum sem David Gilmour hélt í Royal Albert Hall í fyrra. Remember the night verður nafnið á pakkanum sem kemur út 17. september í Evrópu og þann 18. í Bandaríkjunum. Upphaflega áttu mynddiskarnir, sem eru tveir að koma út 27. mars síðastliðinn. Mun fyrri diskurinn innihalda efni frá þeim þrennum tónleikum sem Gilmour hélt í Royal Albert Hall en seinni diskurinn samanstendur af alskonar efni og verður sá yfir 100 mínútur að lengd. Einn af hápunktum tónleikanna var þegar David Bowie söng með Gilmour lag Syd Barrets Arnold Layne


Loksins!

Kaffistofa_1Loksins hefur tekist að finna húsnæði undir kaffistofu Samhjálpar. En ég þori ekki að fagana strax vegna þess að það á eftir að bera þetta undir íbúa í götunni. þegar það er búið leyfi ég mér að fagna...eða.... Á heimasíðu Samhjálpar má lesa eftirfarandi um kaffistofuna: Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1982 og var fyrsta starfsemi Samhjálpar á þessum stað. Eftir að Samhjálp keypti húseignina við Hverfisgötu 44 árið 1997 var kaffistofan færð í bakhúsið. Sú ráðstöfun bætti úr brýnni þörf þar sem húsnæði kaffistofunnar var orðið allt of lítið.

Kaffistofa Samhjálpar er fyrir utangarðsfólk og aðra aðstöðulausa. Að jafnaði eru heimsóknir um 70 hvern dag sem kaffistofan er opin. Afgreiðslutími hennar er á milli kl. 10 og 16 alla virka daga. Frá 1. nóvember 2001 hefur kaffistofan einnig verið opin um helgar en áður hafði einnig verið opið á stórhátíðum. Þá er opið á milli klukkan 11 og 16. Flestir hafa komið 110 manns á kaffistofuna á einum degi. Fá þeir kaffisopa að vild og meðlæti, í viðbót við félagsskap og hlýju í kroppinn. Dagblöð og ýmis rit liggja frammi á kaffistofunni. Gera má ráð fyrir því að yfir 100.000 kaffibollar séu bornir þar fram á ári hverju.

 
Á hverjum eftirmiðdegi tekur einstaklinga að drífa að kaffistofunni, innan frá Hlemmi og neðan af Lækjartorgi. Þeir eru svangir og eiga von á heitri súpu að vild og smurðu brauði án endurgjalds, eða heitum málsverði ef því er að skipta. Klukkan þrjú þegar heit súpa eða matur er borinn fram, er oftast komin biðröð við afgreiðsluborðið í kaffistofunni, einföld röð sem stundum endar með því að yfir 60 manns hafa þegið heita máltíð. 20 lítrar af súpu og 100 samlokur fara á dögum þegar mest er að gera. Samkvæmt meðaltali eru bornir fram 2500 lítrar af súpu á ári og 12500 samlokur. Hver maður fær að vild sinni.

Nokkur fyrirtæki hafa orðið til þess að gefa matvöru í kaffistofu Samhjálpar reglulega og eða styrkt starfið með öðrum hætti. Hefir framlag þeirra verið til mikillar hjálpar, jafnvel skipt sköpum að hægt væri að halda úti starfseminni. Þó erfitt sé að nefna eitt fyrirtæki umfram önnur þá hafa eftirfarandi fyrirtæki verið afar virk í stuðningi við starfsemina: Aðföng, Bananar ehf., Björnsbakarí við Skúlagötu, Bónus, Danól, Hagkaup Kringlunni, H.S. kleinur, Íslensk Ameríska, Kaffi Kosý, Sölufélag Garðyrkjumanna, Ora, VR, o.fl., sjá nánar hér. Þá hafa fjölmargir einstaklingar styrkt starf kaffistofunnar með fjárframlögum. Velferðarsvið Reykjavíkur stendur undir 53% af kostnaði við rekstur kaffistofunnar og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hefur árlega veitt 500 þúsund til rekstursins. Þrátt fyrir mikinn velvilja, m.a. Leiguíbúða ehf., sem hafa ekki krafið okkur um leigu fyrir húsnæðið var hallinn á árinu 2005 rétt um 5 milljónir og ljóst að samtök eins og Samhjálp geta ekki borið slíkan halla til lengdar.

Bjargar mannslífum!

Síðustu árin hafa heimsóknir á kaffistofuna verið allt að 25 þúsund á ári og hefur heimsóknum fjölgað jafnt og þétt en þessar heimsóknir voru á árinu 2000 rúmlega 20 þúsund. Heldur dró úr fjölda heimsókna á milli áranna 2004 og 2005. Hins vegar fjölgaði heimsóknum lítillega á milli árann 2005 og 2006. Þó sóttu mun fleiri einstaklingar kaffistofuna á árinu 2006 og nam fjölgunin 22%. Á árinu 2005 voru 1019 einstaklingar á bakvið heimsóknirnar, 932 karlar og 87 konur. hins vegar brá svo við að á árinu 2006 voru karlar 1036 og konur 207 eða samtals 1243 einstaklingar. Það er því ljóst að starfsemin er afar mikilvæg, enda hafa margir talað um að kaffistofan hafi bjargað lífi þeirra.

Umsjónarmaður kaffistofunnar er Vilhjálmur S. Jóhannsson, s. 561-1000.


mbl.is Húsnæði fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Let´s impeach the President

Lag og ljóð Neil Young

neil young 2

Let's impeach the president for lying
And leading our country into war
Abusing all the power that we gave him
And shipping all our money out the door

He's the man who hired all the criminals
The White House shadows who hide behind closed doors
And bend the facts to fit with their new stories
Of why we have to send our men to war

Let's impeach the president for spying
On citizens inside their own homes
Breaking every law in the country
By tapping our computers and telephones

What if Al Qaeda blew up the levees
Would New Orleans have been safer that way
Sheltered by our government's protection
Or was someone just not home that day?

Let's impeach the president
For hijacking our religion and using it to get elected
Dividing our country into colors
And still leaving black people neglected

Thank god he's cracking down on steroids
Since he sold his old baseball team
There's lot of people looking at big trouble
But of course the president is clean

Thank God


Bókmenntahátíð hafin.

booksMikið gleðiefni að hátíðin sé gengin í garð. Bókin deyr aldrei! Marg oft hefur verið spáð dauða Bókarinnar en hún hefur staðið af sér allar flensur og allar atlögur. Skora á alla bókaunnendur að kynna sér dagskrá hátíðarinnar. Lesum meira!
mbl.is Gleðilega bókmenntahátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver hissa á þessu?

stop bushEr einhver hissa? Bjuggust menn við því að innrásin gerði eitthvað fyrir þessa þjóð? Einhverjir aðrir en Bush og hans legátar? Ég veit ekki hversu margir hafa verið drepnir í Írak, væntanlega veit engin þá tölu. Eitt er víst að alltof mörgum hefur verið fórnað. Og miklu fleiri eiga eftir að liggja í valnum. Þú skalt ekki morð fremja stendur í hinni miklu bók, samt segist Bandaríkjaforseti vera kristinn!! Hann felur sig á bakvið það sem mörgum er heilagt. Guð vill ekki stríð, hvorki olíustríð né neitt annað. Ég neita að trúa á sama guð og Bush tilheyrir. Minn Guð er Guð kærleikans og ástarinnar. Jesú sagði: Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.Einnig stendur í ritningunni; ,,Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast,`` og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: ,,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.``
mbl.is Meirihluti Íraka telur aðgerðir Bandaríkjanna í Írak hafa mistekst skv. könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plötur vikunnar á Rás 2

villi naglbíturÞað er venja hjá okkur á Rás 2 að velja plötur vikunnar. Eina íslenska og eina erlenda. Ég vil vekja athygli á þeim plötum sem eru núna, VilHelm (Naglbítur) var að senda frá sér magnaða plötu sem heitir The Midnight Circus og er hans fyrsta sólóplata....fín tónlist og Villi er að segja skemmtilegar sögur. Vegna hingaðkomu Jethro Tull er þeirra nýjasta plata erlenda plata vikunnar. Sú nefnist Best of Acoustic og er einsog nafnið gefur til kynna órafmögnuð. Flott plata. Hvet alla til að leggja eyrun við viðtækið og hlusta á þessar plötur ásamt öðru gæðaefni sem Rás 2 útvarpar.

Kris Kristofferson

kris kristoffersonKris Kristofferson er einn af þessum stóru...samt er hann vanmetinn. Í fyrra sendi hann frá sér alveg frábærann disk sem heitir This old road. Hér er magnaður texti sem heitir In the news. Kynnið ykkur þessa plötu. Þegar ég síðast vissi var hún til í Smekkleysu.

Read about the sorry way he done somebody's daughter
Chained her to a heavy thing and threw her in the water
And she sank into the darkness with their baby son inside her
A little piece of truth and beauty died

Burning up the atmosphere and cutting down the trees
The billion dollar bombing of a nation on it's knees
Anyone not marching to their tune they call it treason
Everyone says God is on his side

See the lightning, hear the cries
Of the wounded in a world in Holy war
Mortal thunder from the skies
Killing everything they say they're fighting for

Broken babies, broken homes
Broken-hearted people dying everyday
How'd this happen, what went wrong
Don't blame God, I swear to God I heard him say

Chorus
"Not in my name, not on my ground
I want nothing but the ending of the war
No more killing, or it's over
And the mystery won't matter anymore"

Broken dreamers, broken rules
Broken-hearted people just like me and you
We are children of the stars
Don't blame God, I swear to God he's crying too


Sunnudagskvöld

kvöldljósSunnudagskvöld og helgin að baki. það er orðið dimmt en ljósin í Hafnarfirði eru falleg. Einnig ljósin í Ljósheimum. Mér finnst það fallegasta götunafn á Íslandi. Ljósheimar. Ljósin eru falleg. Stundum þarf ekki nema eitt lítið ljós til að lýsa upp tilveruna. Eitt kerti, einn vinur, eitt bros. Það er gott þegar manni finnst einsog það sé ljós í hjartanu. Ef maður hugsar til baka þá eru það bestu minningarnar, ljósin í tilverunni. Ef maður einsetur sér að sjá ljós þá sér maður ljós. Það er hægt að venja sig á það alveg einsog það er hægt að einbeita sér að myrkrinu. Sumum líður best þegar þeim líður verst! Hrós er betra en aðfinnslur, bros er betra en gretta. Ég er ekki að tala um að það eigi að taka öllu sem að ber með brosi. En að gefa bros er gott. Fólk er fallegt þegar það brosir. Ég var að eignast ljós inn í mitt líf. Fallegt ljós sem lýsir upp líf mitt og gerir það betra. Þegar maður er nálægt einhverju fallegu og leyfir sér að njóta þess verður maður ósjálfrátt betri manneskja. Fyrir nokkrum árum eignaðist ég annað ljós. Það ljós bjargaði lífi mínu. Það var ljós heimsins, vegurinn sannleikurinn og lífið. Sjálfur Guðssonur, Jesús Kristur. Það er ljós sem stendur öllum til boða.En, til eru þeir sem sjá aldrei ljós og er ég þá ekki að tala um blinda því þeir geta séð ljós. Innra með sér. Ég er að tala um þá sem lifa í myrkri fíknar, eða þunglyndis eða einhvers annars. Sendum þeim ljós með bænum okkur, lýsum upp veröldina. Ég hlakka til að vakna á morgun. Góða nótt..

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband