Loksins!

Kaffistofa_1Loksins hefur tekist að finna húsnæði undir kaffistofu Samhjálpar. En ég þori ekki að fagana strax vegna þess að það á eftir að bera þetta undir íbúa í götunni. þegar það er búið leyfi ég mér að fagna...eða.... Á heimasíðu Samhjálpar má lesa eftirfarandi um kaffistofuna: Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1982 og var fyrsta starfsemi Samhjálpar á þessum stað. Eftir að Samhjálp keypti húseignina við Hverfisgötu 44 árið 1997 var kaffistofan færð í bakhúsið. Sú ráðstöfun bætti úr brýnni þörf þar sem húsnæði kaffistofunnar var orðið allt of lítið.

Kaffistofa Samhjálpar er fyrir utangarðsfólk og aðra aðstöðulausa. Að jafnaði eru heimsóknir um 70 hvern dag sem kaffistofan er opin. Afgreiðslutími hennar er á milli kl. 10 og 16 alla virka daga. Frá 1. nóvember 2001 hefur kaffistofan einnig verið opin um helgar en áður hafði einnig verið opið á stórhátíðum. Þá er opið á milli klukkan 11 og 16. Flestir hafa komið 110 manns á kaffistofuna á einum degi. Fá þeir kaffisopa að vild og meðlæti, í viðbót við félagsskap og hlýju í kroppinn. Dagblöð og ýmis rit liggja frammi á kaffistofunni. Gera má ráð fyrir því að yfir 100.000 kaffibollar séu bornir þar fram á ári hverju.

 
Á hverjum eftirmiðdegi tekur einstaklinga að drífa að kaffistofunni, innan frá Hlemmi og neðan af Lækjartorgi. Þeir eru svangir og eiga von á heitri súpu að vild og smurðu brauði án endurgjalds, eða heitum málsverði ef því er að skipta. Klukkan þrjú þegar heit súpa eða matur er borinn fram, er oftast komin biðröð við afgreiðsluborðið í kaffistofunni, einföld röð sem stundum endar með því að yfir 60 manns hafa þegið heita máltíð. 20 lítrar af súpu og 100 samlokur fara á dögum þegar mest er að gera. Samkvæmt meðaltali eru bornir fram 2500 lítrar af súpu á ári og 12500 samlokur. Hver maður fær að vild sinni.

Nokkur fyrirtæki hafa orðið til þess að gefa matvöru í kaffistofu Samhjálpar reglulega og eða styrkt starfið með öðrum hætti. Hefir framlag þeirra verið til mikillar hjálpar, jafnvel skipt sköpum að hægt væri að halda úti starfseminni. Þó erfitt sé að nefna eitt fyrirtæki umfram önnur þá hafa eftirfarandi fyrirtæki verið afar virk í stuðningi við starfsemina: Aðföng, Bananar ehf., Björnsbakarí við Skúlagötu, Bónus, Danól, Hagkaup Kringlunni, H.S. kleinur, Íslensk Ameríska, Kaffi Kosý, Sölufélag Garðyrkjumanna, Ora, VR, o.fl., sjá nánar hér. Þá hafa fjölmargir einstaklingar styrkt starf kaffistofunnar með fjárframlögum. Velferðarsvið Reykjavíkur stendur undir 53% af kostnaði við rekstur kaffistofunnar og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hefur árlega veitt 500 þúsund til rekstursins. Þrátt fyrir mikinn velvilja, m.a. Leiguíbúða ehf., sem hafa ekki krafið okkur um leigu fyrir húsnæðið var hallinn á árinu 2005 rétt um 5 milljónir og ljóst að samtök eins og Samhjálp geta ekki borið slíkan halla til lengdar.

Bjargar mannslífum!

Síðustu árin hafa heimsóknir á kaffistofuna verið allt að 25 þúsund á ári og hefur heimsóknum fjölgað jafnt og þétt en þessar heimsóknir voru á árinu 2000 rúmlega 20 þúsund. Heldur dró úr fjölda heimsókna á milli áranna 2004 og 2005. Hins vegar fjölgaði heimsóknum lítillega á milli árann 2005 og 2006. Þó sóttu mun fleiri einstaklingar kaffistofuna á árinu 2006 og nam fjölgunin 22%. Á árinu 2005 voru 1019 einstaklingar á bakvið heimsóknirnar, 932 karlar og 87 konur. hins vegar brá svo við að á árinu 2006 voru karlar 1036 og konur 207 eða samtals 1243 einstaklingar. Það er því ljóst að starfsemin er afar mikilvæg, enda hafa margir talað um að kaffistofan hafi bjargað lífi þeirra.

Umsjónarmaður kaffistofunnar er Vilhjálmur S. Jóhannsson, s. 561-1000.


mbl.is Húsnæði fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég vona þeir fái inni á góðum stað. Ég bjó í mörg ár nálagt kaffistofunni og varð ekki fyrir nokkru ónæði þeirra vegna.

Kristján Kristjánsson, 11.9.2007 kl. 19:19

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

alveg er þetta dásamlegt framtak, það er svo gott að heyra um næst kærlighed þá trúi ég á að við náum hinu eina lífi.

ást til þín vinur minn , það er sæt myndin af þér þarna uppi í horninu með hendurnar hennar katrínar um hálsinn á pabba sínum !

Ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Kiddi, gott að heyra. Þetta er nefnilega kaffistofa en ekki partystaður. þarna fá hungraðir að snæða og hittast og spjalla saman.

Steina mín elskuleg...Samhjálp er ekkert nema kærleikur..

Guðni Már Henningsson, 11.9.2007 kl. 21:11

4 identicon

Mikið er gott að heyra þetta og vonandi að allir sammþykki en verð að viðurkenna að ekki vissi ég að það væri svona mikill fjöldi fólks sem notaðir sér þessa aðstöðu yndislegt að vita af því að fólk geti yljað og mettað sig á svona góðum stað með góðu fólki

Brynja (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:51

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk fyrir þessa færslu Guðni hún segir góða sögu af óeigingjörnustarfi manna sem skilja vilja Guðs,þann er þyrstir hann komi til mín og það og þú gjörir mínum minnsta bróður gjörir þú mér.

Að vera Kristinn maður er ekki bara að trúa á Jesú heldur gera vilja hann og guð vinnur auðvitað í gegnum fólk fólk eins og starfað hefur fyrir samhjálp um árabil þeim sem minna mega sín vanmetið starf.Megi guð þér fylgja í öllum þínum verkum Guðni kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 11.9.2007 kl. 23:13

6 Smámynd: Ragnar Páll Ólafsson

Góður penni, Guðni Már. Skemmtilegt og fræðandi að lesa pistlana þína.

Ragnar Páll Ólafsson, 12.9.2007 kl. 02:22

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Brynja, já því miður er þetta stór hópur. Alltof stór og Úlfar, það er rétt sem þú segir, það að gera vilja Jesú er eitthvað sem á að koma, og kemur er menn taka trú. Allt  sem þér gerið mínum minnsta bróður..... Raggi palli, þú ert nú ekki sem verstur sjálfur!

Guðni Már Henningsson, 12.9.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband