Remember the night með David Gilmour kemur út á mánudag.

david gilmourÞá er búið að staðfesta útgáfudag á upptökum frá tónleikum sem David Gilmour hélt í Royal Albert Hall í fyrra. Remember the night verður nafnið á pakkanum sem kemur út 17. september í Evrópu og þann 18. í Bandaríkjunum. Upphaflega áttu mynddiskarnir, sem eru tveir að koma út 27. mars síðastliðinn. Mun fyrri diskurinn innihalda efni frá þeim þrennum tónleikum sem Gilmour hélt í Royal Albert Hall en seinni diskurinn samanstendur af alskonar efni og verður sá yfir 100 mínútur að lengd. Einn af hápunktum tónleikanna var þegar David Bowie söng með Gilmour lag Syd Barrets Arnold Layne


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég hélt rosalega mikið upp á Pink Floyd á sjöunda áratugnum of framan af áttunda áratugnum.  1977 tók pönkið yfir.  Fyrir áratug eða svo keypti ég plötu með Paul McCartney.  Hún heitir Run Devil Run (í höfuð á samnefndri heilsubúð).  þar fer gamli Pink Floyd kappinn,  David Gilmour,  á kostum. Í stað teygðu gítartónanna þá tekur hann hraða spretti út og suður.  Er alvöru rokk og ról.    

Jens Guð, 13.9.2007 kl. 02:42

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég er ekki hrifinn af paul McCartney en þessi plata Run devil run er fín.. David Gilmour er ekkert annað en snillingur..sem og þú!

Guðni Már Henningsson, 13.9.2007 kl. 09:10

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég varð fyrir vondbrygðum með síðasta disk Gilmour. Steril með eindæmum en það verður ekki sagt að hann hafi verið illa unnin. Fagmenskan í upptökum og hjóðfæraleik alger. Ratar hann sjaldan undir geyslan.

Þessi ný diskur verður hinnsvegar keyptu í það minnsta til að vera í safninu.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 16.9.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband