Astral weeks með Van Morrison

astral weeks 

Astral Weeks með Van Morrison er einhver mest lofaða plata rokksögunnar. Van Morrison er fæddur í Belfast, Norður Írlandi 31. Ágúst 1945. Ellefu ára gamall var hann orðinn vel spilandi á gítar, saxófón og munnhörpu og búinn að stofna sína fyrstu hljómsveit. Fimmtán ára ferðaðist hann um Þýskaland sem meðlimur hljómsveitarinnar The Monarchs og skemmti á bandarískum herstöðvum. Þegar hann kom heim til Irlands aftur gekk hann til liðs við hljómsveitina Them og þá var ryþmablús aldan að rísa á Bretlandseyjum. Them sendi frá sér tvær stórar plötur og nokkrar smáskífur og kanski er húsgangurinn um stúlkuna Gloríu langlífasta   lag Them. Allavega um tíma kunni hvert bílskúrsband að spila þetta lag. Eftir að Van Morrison hætti í Them fluttist hann búferlum til Bandaríkjanna að tilstuðlan Bert nokkurs Berns sem hafði stofnað plötuútgáfuna Bang records og vildi gera Morrison að stórstjörnu. Bert Berns hafði einmitt samið eitt vinsælasta lag Them, Here Comes the Night. Eitt vinælasta lag Van Morrison, Brown eyed girl,  kom út á Bang Records stuttu eftir að hann fluttist til Bandaríkjanna. Van Morrison hætti fljótlega að starfa fyrir Bert Berns og komu þar margar ástæður til sem ekki verða ræddar nú. Fyrsta eiginlega stóra plata Van Morrison kom út í nóvember mánuði 1968 hjá Warner bræðrum og hlaut hún nafnið Astral weeks. Í titillaginu má strax heyra í textanum þá heimspeki sem hefur fylgt Van Morrison æ síðan. Sú trú  að ást milli manns og konu geti verið ódauðleg og að það sé jafnvel hægt að upplifa himnaríki á jörðu þegar slík ást sé fyrir hendi. Trúlofun tilfinninga og tilbeiðslu er eitthvað sem Van Morrison líkar alveg ágætlega. Þessi plata var hljóðrituð á tveimur dögum og til voru kölluð stór menni úr jassi og öðrum tónlistarstefnum. Bassaleikarinn frábæri Richard Davis sem hafði spilað með jassbandi Miles Davis og trommarinn úr Modern Jazz Quartet, Connie Key voru ryþmaparið, hinn stórkostlegi gítarleikari Jay Berliner lét sitt ekki eftir liggja og tók mörg meistaragripin, John Payne spilaði á flautu og sjálfur spilaði Van Morrison á gítar saxófón og hljómborð. Svo voru strengir einnig til staðar.Annað lag plötunnar er Beside you. Þarna endurtekur Morrison setningar æ ofan í æ einsog hann hefur löngum gert síðan. Aðeins setningin -I stand beside you- er hrein og bein einsog annað skipti ekki máli. Næsta lag, Sweet thing er dagdraumur þarsem við skulum og við ættum og gott væri er ekki til staðar.

Þá er komið að einu frægasta lagi Morrisons, Cyprus Avenue. Textinn fjallar í stuttu máli um mann sem sér fjórtán ára stúlku á heimleið úr skóla. Hann verður eða er ástfanginn af þessu stúlkubarni. Hann veit að þessi ást getur aldrei gengið upp. Maðurinn, sem situr inn í bíl er hjálparlaus, hann skelfur hálf sturlaður, Náttúran, með stórum staf er að leika sér að tilfinningum hans. Þetta er ekki abnormal löngun fullorðins manns til stúlkubarns, heldur ást. Og það er jafnvel verra. Lagið er að sjálfsögðu blús.

Fyrri hluti plötunnar hét á gömlu vinylplötunni In the Beginning. Seinni hliðin nefndist Afterwards. Lagið, eða textinn við Cypress Hill er dapur söngur um ást sem aldrei gat orðið að veruleika. Í næsta lagi The way young lovers do er ástin orðin að alvöru. Elskendur rölta um kyssast og allt virðist einsog það á að vera. Samt er undirleikurinn aggresívur, næstum ofbeldiskenndur. Bassaleikur Richard Davis er hreint út sagt magnaður.

Þá er komið að hápúnkti Astral Weeks, laginu Madam George. Margar lærðar greinar hafa verið skrifaðar um þetta lag Van Morrisons. Enn er  sögusviðið Cypress Avenue. Enn rignir og enn er hráslagalegt. Madam George röltir eftir götunni íklædd háhæla skóm angandi af ilmvatni. En Madam George er karlmaður og á ekki sjö dagana sæla. Ungir  strákar ganga eftir sömu götu og Madam George efnir til veislu. Frítt áfengi og fríar sígarettur og Madam George fær sitt í staðinn.  Þegar allar dásemdirnar eru uppurnar er lítið annað að gera en að hrækja á Madam George, þakka fyrir sig og fara. Úti er sem fyrr segir, hráslagalegt, ekki bara rok og rigning, heldur einnig hagl, slydda og snjókoma. Að lokum flýr sögumaður, vill ekki sjá meira, getur ekki séð meira. Munið, að á þessum tíma sungu aðrir All you need is love og  Tie a Yellow ribbon.

Síðasta lagið heitir Slim Slo Rider. Í þessu lagi er útsetningin einföld. Morrison spilar á kassagítar, Richard Davis er á bassanum og John Payne á saxófón. Sögumaður kemst að því að ástkona hans er að yfirgefa hann fyrir sér ríkari mann. En svo segir í textanum, ég veit að þú ert að deyja og ég veit að þú veist það líka. Hvort sá dauði er líking ein fáum við aldrei að vita, enda skiptir það ekki máli. Síðustu nótur Astral Weeks eru kakófónía. Van Morrison slær á kassann á gítarnum sínum, Richard Davis plokkar kontrabassann og John Payne blæs ljótar nótur. Platan leysist upp í ryk og salla.

Astral Weeks var tekin upp á tæpum tveimur dögum á því herrans ári 1968. Síðan þá hefur hún verið talin með mestu meistaraverkunum rokksögunnar.


Söngur fyrir þig.

  ský

Mig langar að

syngja þér söng 

því þú ert hér

 

við líðum saman

út fjörðinn

inn í dalinn

upp á fjallsbrún

 

þaðan förum

með skýjunum

heim aftur

 

þannig verður söngurinn minn


Elvis og gospelið

elvis p 

Svo undarlega sem það kann að hljóma fékk Elvis Presley einungis þrenn Grammy verðlaun og þau fyrir gospeltónlist. Ekki að það sé undarlegt að hann skyldi hljóta þau fyrir gospel heldur hitt að rokkið skyldi verða útundan. Þessar staðreyndir heyrði ég fyrst í prédikun sem Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar hélt. Einhvernveginn var ég ekki alveg að kaupa þetta en um síðustu jól fékk ég þetta endanlega staðfest, því þá kom út diskur með úrvali af gospellögum Elvis, Ultimate gospel. Og í bæklingi sem fylgdi diskinum var að finna fleiri ótrúlegar staðreyndir. Árið 1957 þegar Elvis rokkaði sem mest og hægrisinnaðir últrakristnir ameríkanar kölluðu rokktónlist hans músik Satans, gaf hann út smáskífu með laginu Peace in the valley sem seldist í hálfri milljón eintaka. Þremur árum síðar kom út stór plata sem heitir His hands in mine, og seldist hún jafnvel betur en ferskar heitar lummur. Töfrarnir í tónlist Elvis eru ótrúlegir og vandútskýrðir, rödd hans er að vísu einstök, en það eitt og sér dugar ekki til. Hann braut niður allar landamæragirðingar í tónlistinni, hvort sem þær voru landfræðilegar ellegar kynþáttabundnar. The Statesman quartett og Golden Gate kvartettinn voru hans uppáhaldsflytjendur í gospelinu og einmitt á His hand in mine vottar hann þeim virðingu sína. Stóra platan How great thou art, önnur gospelplata Elvisar kom út 1966 og fyrir þá þriðju sem kom út 1972 og heitir He touched me hlaut hann semsagt Grammyverðlaunin. Þrjár styttur auk tveggja annara útnefninga. Þeir sem úthluta grammyinu fyrir gospel geta verið stoltir, en hinir sem deila út rokkverðlaununum mega hengja haus. Áður en þetta nýja gospelsafn kom út höfðu selst hvorki fleirri né færri en 250 milljón eintök af gospelplötum Elvis. Lítið annað hægt að segja í lokin en eitt einfalt amen við því.


Gleym mér ei.

gleym mér ei 

Hálfir dagar

heilsuðu sólarhringum saman

brunuðu á burt

á vetrarbraut

útí buskann

 

týndust

töpuðust

 

síðan tók Guð

mig í fangið

og merkti mig

líktog forðum

er ég festi blómið

gleym mér ei

á peysuna þína.


Dauðinn er ekki endirinn

Hér er texti eftir Bob Dylan sem ég held mikið upp á.

bob dylan 3  

DEATH IS NOT THE END

(Words and Music by Bob Dylan)

1988 Special Rider Music

 

When youre sad and when youre lonely and you havent got a friend

Just remember that death is not the end

And all that youve held sacred, falls down and does not mend

Just remember that death is no the end

Not the end, not the end

Just remember that death is not the end

 

When youre standing at the crossroads that you cannot comprehend

Just remember that death is not the end

And all your dreams have vanished and you dont know whats up the bend

Just remember that death is not the end

Not the end, not the end

Just remember that death is not the end

 

When the storm clouds gather round you, and heavy rains descend

Just remember that death is not the end

And theres no one there to comfort you, with a helpin hand to lend

Just remember that death is not the end

Not the end, not the end

Just remember that death is not the end

 

Oh, the tree of life is growing

Where the spirit never dies

And the bright light of salvation shines

In dark and empty skies

 

When the cities are on fire with the burning flesh of men

Just remember that death is not the end

And you search in vain to find just one law abiding citizen

Just remember that death is not the end

Not the end, not the end

Just remember that death is not the end

 

 


Faðir hér er ég

Ég er svo óskaplega feginn að eiga mér föður á himni. Því einsog Megas segir, Þótt þú gleymir Guði þá gleymir Guð ekki þér. Ég gleymdi Guði æði oft, en þó var hann alltaf til staðar, ég þurfti bara að kalla einusinni og þá var hann við hlið mér.

Faðir vor

Ég leitaði meðal blóma

meðal mislitra steina

leit upp til stjarna

horfði á hafið ólmast

eldinn kalla

sá ekkert heyrði ekkert;

Faðir hér er ég.

 

Ég leitaði meðal vatna

meðal ókunnra stíga

leit inn í mitt hjarta

horfði á stjörnur hrapa

tunglið hrópa

sá ekkert heyrði ekkert;

Faðir hér er ég.

 

Ég leitaði til himins

meðal lifandi orða

leit á þinn kross

horfði á þjáningu þína

náðina kalla

sá allt heyrði allt;

Faðir hér er ég.

 

 

 


Ég held að sé bara spurning hvenær...

munkur með gasgrímu...að þessi herforingjastjórn leggi upp laupana. Munkarnir sýna mikið hugrekki og það sem þarf að gera núna er að styðja þá á allan mögulegan máta. Alþjóðaumhverfið hefur í alltof langan tíma horft framhjá þessu ógnarástandi sem þarna hefur ríkt. Gæti það verið að það sé vegna þess að enginn olía fyrirfinnst í landinu? Bandaríkjastjórn sem lítur á sig sem lögreglu heimsins hefur hingað til gert minna en ekkert. Hvers vegna? Bush er að vísu eitthvað byrjaður að gagga núna en hefði mátt rísa upp á afturfæturnar fyrr. Ekki er ég að mæla með innrás, þvert á móti. En það hefði verið hægt að gera meira, tildæmis á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna, beita viðskiptaþvingunum og öðru álíka. Hvernig er með íslenska ráðamenn? Nú erum við með utanríkisráðherra sem telur sig jafnaðarmann..hvað hefur hún sagt og gert? Hvað hefur íslenska stjórnin gert? Alþingi? Í frétt Morgunblaðsins má lesa eftirfarandi:

Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur fordæmt víðtæk mannréttindabrot í Burma og sakar herstjórnina þar í landi um að valda þúsundum manna mikilli þjáningu með aðgerðum sínum. Skilaboðin eru óvenjuleg því Rauði krossinn reynir yfirleitt að gæta hlutleysis í afstöðu sinni til átaka. Samtökin telja að yfirvöld noti fanga sem burðarmenn fyrir herinn, svelti þá og myrði og fari einnig illa með fólk sem býr við taílensku landamærin.

Það er kominn tími til að íslenskir jafnt sem erlendir ráðamenn láti í sér heyra.


mbl.is Ráðist á munka í Yangon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lýgur hann...

forseti ÍransLíklegast er það næstum því rétt hjá forseta Írans að engir samkynhneigðir séu til í Íran. Þeir vinna jafnt og þétt í því að útrýma þeim þar sem það er dauðasök að vera samkynhneigður. Amnesty International segir að um það bil 200 manns hefðu verið teknir af lífi í Íran það sem af er þessu ári, þeirra á meðal fólk sem dæmt hafi verið fyrir samkynhneigð. En bandaríkjamenn sjálfir eru langt í frá alsaklausir;„Þið hafið dauðarefsingar í Bandaríkjunum, er það ekki,” sagði forseti Írans. „Þið hafið þær líka. Já, við höfum dauðarefsingar í Íran." Ég hef einhversstaðar lesið að það sé ekki mjög þægilegt að vera samkynhneigður í Bandaríkjunum. Fordómarnir séu miklir. Efalaust er skárra að vera hommi eða lesbía í New York heldur en í suðurríkjunum en væntanlega samt enginn dans á rósum. Og það eru ekki mjög mörg ár síðan Hörður Torfa þurfti að flýja Íslandið góða, frjálsa og fría. Hann gat ekki verið hér því hann fékk margar morðhótanir og var oft barinn. En málið er kanski þetta; berjumst á móti fordómum í hverju sem þeir birtast og mótmælum dauðarefsingum í Íran, Bandaríkjunum og hvar sem þeim er beitt.
mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af því að ég er aldrei heima hjá mér...

...set ég enn eitt litið kvæði inn... 

newton_strip

Sjáðu gjafirnar sem Guð minn gaf

sjáðu fjöllin blómin opið haf

sjáðu allt þetta er sprottið af

visku hans og náð.

 

Sjáðu sólina og mánann blá

sjáðu dalina og björgin há

sjáðu læki sjáðu lygna á

ásamt ást og náð.

 

Sjáðu mennina og börnin smá

sjáðu akur sjáðu öxin há

sjáðu himininn sem Guð minn á

ásamt ást og náð.

 

Sjáðu jökla sjáðu sandana

sjáðu sóley sjáðu fíflana

sjáðu vatn og sjáðu klakana

sjáðu ást og náð.

 

Sjáðu trén og sjáðu birtuna

sjáðu grjótið sjáðu steinana

sjáðu orð hins hæsta lifanda

eru ást og náð.

 


Ég er ekki..

týndurAf því að það er sunnudagskvöld og ég á leið í svefninn set ég hér lítið kvæði í staðinn fyrir orðin tóm!!!

Ég er ekki....

Ég er ekki týndur
ég er ennþá til
ég er enn að bíða
eftir svari sem ég skil.
Allt er hljótt í heimi
og húmið dottið á
stjörnur strjálu ljósi
skima til og frá.

Væntingar og vonir
mér vísir gáfu menn
þögnin samt hún þreytir
ég þarfnast einhvers enn.
Sendu mér í svefni
sólarljós og frið
elsku þína alla
og eilíft sjónarmið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband