Ekki lýgur hann...

forseti ÍransLíklegast er það næstum því rétt hjá forseta Írans að engir samkynhneigðir séu til í Íran. Þeir vinna jafnt og þétt í því að útrýma þeim þar sem það er dauðasök að vera samkynhneigður. Amnesty International segir að um það bil 200 manns hefðu verið teknir af lífi í Íran það sem af er þessu ári, þeirra á meðal fólk sem dæmt hafi verið fyrir samkynhneigð. En bandaríkjamenn sjálfir eru langt í frá alsaklausir;„Þið hafið dauðarefsingar í Bandaríkjunum, er það ekki,” sagði forseti Írans. „Þið hafið þær líka. Já, við höfum dauðarefsingar í Íran." Ég hef einhversstaðar lesið að það sé ekki mjög þægilegt að vera samkynhneigður í Bandaríkjunum. Fordómarnir séu miklir. Efalaust er skárra að vera hommi eða lesbía í New York heldur en í suðurríkjunum en væntanlega samt enginn dans á rósum. Og það eru ekki mjög mörg ár síðan Hörður Torfa þurfti að flýja Íslandið góða, frjálsa og fría. Hann gat ekki verið hér því hann fékk margar morðhótanir og var oft barinn. En málið er kanski þetta; berjumst á móti fordómum í hverju sem þeir birtast og mótmælum dauðarefsingum í Íran, Bandaríkjunum og hvar sem þeim er beitt.
mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mótmælum fordómum í hvaða mynd sem er !!! sammála.

elska þig vinur minn guðni

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.9.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband