22.10.2007 | 10:54
Árás?
Þó að ég sé yfirleitt ekki hlynntur þungum refsingum vil ég að eitthvað sé gert í þessum málum. það gengur ekki lengur að svifta fulla ökumenn prófi í einhverja mánuði og seilast í veskið þeirra. Það þarf meira að koma til. Í meðferð með alla sem teknir eru undir áhrifum eiturlyfja, löglegra sem ólöglegra, allir ættu að tala við og hitta fórnarlömb slysa og í samfélagsþjónustu með þá alla þá sem teknir eru. Það er ekki forsvaranlegt að menn geti keyrt aftur og aftur undir áhrifum og að saklausir vegfarendur séu í stöðugri hættu. Ég lít svo á að það að aka undir áhrifum sé ekkert annað en ofbeldi og ofbeldi á ekki að líða.
![]() |
Hvítt ský barst frá bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 08:47
Hvílík skelfing..

![]() |
Braut flösku framan við lögreglubíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.10.2007 | 19:14
Vögguvísa.
Af því að kvöldið er komið og nóttin á næsta leiti er hér ein lítil vögguvísa sem þið megið raula yfir barninu ykkar, maka eða ykkur sjálfum. Guð geymi ykkur.
Hann vakir okkur yfir
og verndar hverja stund
Hann sendir sína engla
er sólin fær sér blund.
Stjörnur strjúka vangann
og stundin, hún er blíð
ég veit að Jesús Kristur
er hjá þér alla tíð.
Blessa þú nú barnið
því búið er því ból
í nótt þá muntu eiga
hjá englaföður skjól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2007 | 17:32
Gestur
Hér er ég gestur um alllangan tíma
og óþreyjufullur stundum ég verð.
Lífið er oft svo ótrúleg glíma
og erfið hún reynist mér þessi ferð.
Hér á jörðu á eilífðin að byrja
en oftsinnis grípa menn eitur og sverð
Finnst nokkrum skrítið þó skuli ég spyrja
skyldi´ hún ekki enda, brátt þessi ferð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2007 | 14:23
Ég reikna með...
.... að það verði framhald á sölu skyldra vara. Þótti ekki einusinni afar fínt að eiga muni úr þessari verslun? Ég er ekki viss um að það þyki lengur fínt á sumum heimilum. Að eiga dót sem selt er með slikk í Kolaportinu....Kíkið í Góða hirðinn eftir nokkrar vikur!!!
![]() |
Munir úr verslunarþrotabúi seldir í Kolaporti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 03:10
Ég veit
Hvert sem ég lít sé ég lesti
og lánlausar konur og menn
allt sem ég sé eru stjörnur
sem skinu og flökta víst enn.
Og ég veit einn daginn muntu sigra
og ég veit einn daginn sérðu sól
og ég veit einn daginn muntu vinna
og ég veit einn daginn ferðu burt
Allsstaðar er sama amstrið
efalaust allt saman farið
það eina sem þú kannt er að spyrja
í öruggri vissu um svarið.
og ég veit einn daginn færðu frelsið
og ég veit einn daginn sérðu ljós
og ég veit einn daginn ertá kletti
og ég veit einn daginn færðu frið.
Þú veist að þú ert ósköp lítill
einsog sandkorn í fjallanna mergð.
Í augum Guðs ertu risi
og einstakur að allri gerð.
og ég veit einn daginn muntu fagna
og ég veit einn daginn sérðu allt
og ég veit einn daginn muntu sigra
og ég veit einn daginn ferðu heim
og ég veit einn daginn muntu sigra
og ég veit einn daginn sérðu allt
og ég veit einn daginn muntu vinna
og ég veit einn daginn ferðu heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2007 | 21:52
Og svo heyrði ég í útvarpinu...
...að þetta væri allt saman Íslendingum að kenna. Ég náði því ekki að vísu hvernig við áttum að hafa farið að því að eitra fyrir nossurunum...en einhvernveginn tókst okkur það. En er þetta ekki frekar harkalegt, að eitra fyrir þá þjóð sem kom okkur Íslendingum á kortið? Stranglers gáfu út plötu sem heitir Rattus Norvegicus og er skírð í höfuðið á rottu sem eftir því sem ég best veit er ein stærsta rotta veraldar. Og eru ekki rottur smitberar? Svo leyfa þeir sér að kenna okkur um það að átta manns sýkjast!!! Sendum þeim penisillín. Þeir eru nefnilega ágætir þessir forfeður okkar...
![]() |
Grunur um að átta hafi fengið sýkingu úr norsku vatni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 14:53
Týnt

Hvort sem það týndist eða togaðist út
eða tók einhver ófrjálsri hendi
þá hef ég það hér í sorg minni og sút
og sit þartil á himnum ég lendi.
Ég leit undir mosann, undir mélaða steina
og miklaðist drjúgur á slitnum bókum
allt gufaði upp, þú veist hvað ég meina
og ég var í því sem burtu við tókum.
Týnt var það næstum úr tilveru minni
en tengt þó með þræði inní hjartað mitt
það tifaði í tilvistarkreppunni sinni
í takti við allt sem ég hélt þitt.
Það skiptir ekki máli rétt sem snöggvast
en síst myndi ég stöðva á fjölförnum vegi
nú er ég hér við náðina að höggvast
sem ný skal vera á sérhverjum degi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 12:18
Nú verður rifist!!
Ég skal veðja öllum skónum mínum.... það verður rifist í blöðum, kirkjum og kaffihúsum og hvar sem hægt er að rífast! Litlu kristnu samfélögin eiga eftir að láta heyra í sér... þessi þýðing er ekki nógu góð.... það er verið að snúa út úr Guðsorði...ill öfl á ferð....og fleira til mun heyrast.. sannið til! Og þýðendur munu svara því til að loksins sé komin rétt þýðing...
![]() |
Íslenska þjóðin fær eintak af nýrri íslenskri Biblíuþýðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2007 | 19:01
Öll dýrin í skóginum.....

![]() |
Geir H. Haarde mætti á fund Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)