18.10.2007 | 13:04
Til hvers?
Til hvers eru fangelsi? Refsing? Betrunarhús? Útungunarstöð fyrir harðsvíraða glæpamenn? Það er ekkert fengið með þyngri dómum. það hefur margoft sýnt sig. Dauðadómar í Kína og Sádí Arabíu virðast ekki einusinni stoppa glæpi. Það sem þarf er fræðsla meðal fanga, vímuefnameðferð, og ekki að planta ungum ógæfumönnum inn í sama fangelsi og "fastagestir" gista iðulega. Það þarf meiri sálfræðiaðstoð, félagslegar úrbætur fyrir fanga þegar þeir losna og ekki síður þurfa aðstandendur fræðslu. Auðvitað geta menn bætt ráð sitt en varla einsog aðstæður eru í dag. Það þarf fleiri og betri úrræði.
![]() |
Meirihluti Íslendinga vill lengri dóma skv. könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 11:35
Með - ferð

Það var einsog eitthvað skorti á skartið
skörðóttur máninn í lágflugi var
það var ekki dimmt, þó dögunin fjarri
og dálítill súgur spáði´ í eyðurnar.
Einusinni enn fyrir Jesús sagð´ann og brosti
einusinni enn að minnsta kosti.
Það glitraði á silfrið þó svart væri í köntum
og sólarljós gamalt í glösunum var.
Hátt var til himins þó dropaði úr lofti
og hérumbil allt var til skemmtunar.
Einusinni enn fyrir Jesús sagð´ann og brosti
einusinni enn að minnsta kosti.
Gatan var greið þó skaflar við húsvegg
og gróandi mikill en ekkert um blóm
lognið á hraðferð og hávaðinn mikill
svo heyrðist vart í dimmum karlaróm.
Einusinni enn fyrir Jesús sagð´ann og brosti
einusinni enn að minnsta kosti.
Fjallið er hátt og láglendið mikið
og lyngið í breiðum en berin víst súr
-hér verð ég enn þartil eitthvað er búið
og óvíst hvort klárist glösunum úr.
Einusinni enn fyrir Jesús sagð´ann og brosti
einusinni enn að minnsta kosti.
-Hér skal ég upp þó vonina vanti
og vandratað sé í birtunnar kvöld
hér skal ég upp, einhverntímann aftur
þegar ég ekki er sjálfur við völd.
Einusinni enn fyrir Jesús sagð´ann og brosti
einusinni enn að minnsta kosti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 10:34
Blues on Blonde on main street!

Hljómplötuútgáfan bandaríska Telarc sendi fyrir nokkrum misserum síðan frá sér tvær forvitnilegar blúsplötur. Báðar eru þær endurgerðir af frægum rokkplötum frá því í kringum 1970. Um er að ræða einhverjar bestu plötur rokksögunnar, Nefnilega Blonde on Blonde Bob Dylans og Exile on main street Rolling Stones. Nefnast þær í meðförum blúsarana Blues on blonde on blonde og Exile on Blues street.
Það er ekki undarlegt að blúsarar taki fyrir Bob Dylan og Rolling Stones. Rætur beggja liggja í blúsnum. Dylan og Stones hafa samið mörg fín blúslög sem þesskonar listamenn hafa óspart hampað, og einnig hafa þeir tekið gömul blúslög og gert að sínum. Sem dæmi má nefna að á plötu Dylans, Love and Theft er einhver magnaðasti blús sem Dylan hefur hljóðritað, Lonesome day blues. Það sem er áhugavert við þessar útgáfur Telarc er að þarna fáum við heilar plötur meistaranna í bláum tónum.
Sweet Virginia er til dæmis í flutningi Jeff Lange, meðal annara flytjenda á þessari plötu má nefna Lucky Peterson, Otis Taylor og Joe Louis Walker.
Af Blues on Blonde on Blonde er Just like a Woman með Eric Bibb og meðal annara flytjenda á Blues on Blonde on Blonde má nefna Brian Stoltz, Sean Costello og Cyril Neville.
Báðar þessar plötur, Exile on Blues street og Blues on Blonde on Blonde eru mjög forvitnilegar, hvort sem er fyrir aðdáendur Rolling Stones og Bob Dylan eða þá sem ánetjaðir eru blúsnum. Oftast fer þetta reyndar saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.10.2007 | 09:42
Skelfingar heimska

![]() |
Þrjú umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007 | 12:29
Dark Side of the Moon

Það eru liðin þrjátíu og eitthvað ár frá því að þessi plata kom út. Og hvílík plata.Hún kom öllum á óvart og einnig hljómsveitarmeðlimum sjálfum. Þeir höfðu áður gefið út sex stórar plötur.. Engin þeirra hafði selst í meira en tvö hundruð og fimmtíu þúsund eintökum. Dark side of the moon hefur selst í á fjórða tug milljóna og er áætlað að um milljón eintök seljist Á HVERJU ÁRI. Platan var meira en 740 vikur á bandaríska billboard listanum en það eru ríflega fjórtán ár. Samt var hún einungis eina viku í toppsætinu og náði ekki nema öðru sæti á þeim enska.
Pink Floyd hófu gerð Dark side of the moon árið 1971. Platan þar á undan heitir Meddle og á henni var langt og mikið verk sem heitir Echoes. það var eitthvað sem þá langaði til að þróa nánar, electronisk rokktónlist, svuntuþeysar og segulbandsklipp og melodisikt fallegt drungarokk. ekki þungarokk, drungarokk. Þeir byrjuðu á því að leita í segulbandasafni sínu að einhverju sem þeir höfðu ekki fullklárað eða notað áður. Hljómborðsleikarinn Richard Whrigt kom til dæmis með Great gig in the Sky, lag sem átti að vera í bíómyndinni Zabriskies Point en var hafnað..Og síðan kom hvert lagið á fætur öðru. Þeir tóku einnig viðtöl við rótara sína og aðra sem leið áttu um hljóðverið eða ganga þess. Klipptu allt til og Roger Waters kom með þá snilldar hugmynd að tengja öll lögin, annað hvort með bútum úr þessum viðtölum eða einhverjum undarlegum hljóðum. Textarnir sem urðu til við gerð plötunnar fjölluðu um vanlíðan , geðveiki, stríð og annað jafn dásamlegt. Einhver hefði nú haldið að þetta yrði ekki mjög söluvænlegt eða líklegt til vinsælda. En allt rann þetta saman í eina fyrirtaks symfóníu. Nú, mörgum árum síðar, hljómar platan, eða geisladiskurinn jafn ferskur og fínn. Það er búið að endurútgefa Dark side of the moon mörgum sinnum og einnig sem DVD. Á honum má sjá brot úr hljóðveri er Pink Floyd unnu að Dark side of the moon, viðtöl við alla meðlimi bandsins auk nýrra hljóðritana með Roger Waters og David Gilmour. Og að sjálfsögðu má heyra alla plötuna. Þetta sannar enn og aftur að Dark side of the moon er eitt allra besta tónverk sem samið hefur verið, og þá er ég ekki eingöngu að tala um rokk eða popp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.10.2007 | 09:46
Mikið um að vera hjá Villa vini mínum.

Nýlega sendi VilHelm frá sér plötuna The Midnight Circus. Platan gengur vel og er að fá fína dóma. Steini og Heimir, voru að klára myndband við lagið Your Dancing Song, hægt að sjá það hér: www.myspace.com/revwhitedog. Þetta er fyrsta myndband við lag á plötunni. Þeir eru dansararnir í því, þó að lagið hafi verið samið fyrir Þórdísi, konuna hans Villa svo hún gæti a.m.k.dansað við eitt lag á plötunni.
Núna er Airwaves að bresta á og VilHelm er að spila á festivalinu. Fyrra giggið er í Skífunni á Laugavegi núna á miðvikudaginn kl. 17:30 - platan verður á tilboði. Pétur Ben og Hjaltalín spila líka.
Síðan er það Lídó á laugardagskvöldið kl. 22:00 og sama kvöld verða m.a. Leaves, Jeff Who, Védís Hervör og Radio Luxemburg að spila... það verður þrusu stuð. Villi var svo vænn í gær þegar við popplendingar vorum að senda út frá Blóðbankanun að mæta og spila í beinni. Góður drengur VilHelm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 09:24
Þetta er nú ekkert...

![]() |
Árslaun Kristjáns eru helmingi lægri en vikulaun Johns Terrys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 16:38
GUNNU LEIÐ.
Eitt lítið ljóð um konu eina merka sem átti í erfiðu hjónabandi!
Þú sem átt frelsið allsstaðar falið
og flísar líklega úr heilögum runna
þú sem átt góðvild og gæsku í trogum
og gráðuga unga með síopna munna
stattu nú sterk
með stöðugan verk
og hlýddu nú þeim sem alls ekkert kunna.
Þú sem átt ekkert nema allt gott skilið
og eilíft þú ljómar einsog stálsleginn tunna
þú sem ert hátt yfir raunirnar hafin
hættu að lifa einsog beinaber nunna
stattu svo sterk
með stöðugan verk
og hlýddu á þá sem alls ekkert kunna.
Nú skaltu hugsa því kallið hér kemur
kallinn hann þambar upp þína brunna
reistu þig við og reimaðu skóna
þú Ragnheiður Ingibjörg Valgerður Gunna
stattu nú sterk
með stöðugan verk
og hlýddu ekki á þá sem alls ekkert kunna.
Rífðu þig upp og rústberðu líkið
og reyndu að losna við þennan klunna
hentonum út helst í Mið Atlantshafið
og hérmeð þú ljómar einsog máni og sunna.
stattu svo sterk
stöðug og merk
og hlýdd´ ekki þeim sem alls ekkert kunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 09:50
Blóðbankinn
Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir . Ef þú ert á aldrinum 18 - 60 ára, yfir 50 kg., heilsuhraust/ur og lyfjalaus getur þú gerst blóðgjafi. Virkir blóðgjafar geta gefið blóð til 65 ára aldurs.
Í hvert skipti sem þú kemur til að gefa blóð þarftu að framvísa persónuskilríkjum með mynd. Þú þarft að fylla út heilsufarsskýrslu sem þú undirskrifar og samþykkir þar með að allar upplýsingarnar sem þú gefur upp séu réttar. Jafnframt samþykkir þú að gefa blóð.
Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufarsskýrsluna með þér og mælir blóðþrýsting og púls. Heilsufarsskýrslan er mikilvægur liður í öryggisneti Blóðbankans og á að tryggja öryggi bæði blóðgjafa og blóðþega. Starfsfólk Blóðbankans er bundið þagnarskyldu svo farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þér er velkomið að spyrja starfsfólk Blóðbankans spurninga hvenær sem er í blóðgjafarferlinu.
Þú gefur ekki blóð við fyrstu komu í Blóðbankann, þá er einungis tekið blóðsýni.
Karlmenn mega gefa blóð á 3 mánaða fresti, konur á 4 mánaða fresti.
Blóðsöfnunardeildin fer reglulega í blóðsöfnunarferðir til að auðvelda blóðgjöfum að gefa blóð. Til að fá Blóðbankabílinn á þinn vinnustað eða í þitt sveitfélag sendið tölvupóst á blood@lsh.is og tiltakið nafn vinnustaðarins og fjölda starfsmanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2007 | 01:06
Guð hins háa himins....

Ó Guð hins háa himins
ó Guð hins bjarta dags
vernda mig um daga, dimmar nætur
frá dögun nýrri til sólarlags.
Ó Guð bæði skins og skúra
stjarnanna hers og mánans blá.
Stýrðu okkur er við siglum
í sólarátt burtu myrkri frá.
Ó Guð bæði himins og jarðar
ó Guð faðir frelsarans
ó Guð hins heilaga anda
ó Guð allrar miskunnar.
Ó Guð bæði skins og skúra
stjarnanna, sólar og mánans blá.
Stýrðu okkur er við siglum
í sólarátt burtu myrkri frá.
í sólarátt burtu myrkri frá.
í sólarátt burtu myrkri frá.
í sólarátt burtu myrkri frá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)