Ég veit

 

 Hvert sem ég lít

Hvert sem ég lít sé ég lesti

og lánlausar konur og menn

allt sem ég sé eru stjörnur

sem skinu og flökta víst enn.

 

Og ég veit einn daginn muntu sigra

og ég  veit einn daginn sérðu sól

og ég veit einn daginn muntu vinna

og ég veit einn daginn ferðu burt

 

Allsstaðar er sama amstrið

efalaust allt saman farið

það eina sem þú kannt er að spyrja

í öruggri vissu um svarið.

 

og ég veit einn daginn færðu frelsið

og ég veit einn daginn sérðu ljós

og ég veit einn daginn ertá kletti

og ég veit einn daginn færðu frið.

 

Þú veist að þú ert ósköp lítill

einsog sandkorn í fjallanna mergð.

Í augum Guðs ertu risi

og einstakur að allri gerð.

 

og ég veit einn daginn muntu fagna

og ég veit einn daginn sérðu allt

og ég veit einn daginn muntu sigra

og ég veit einn daginn ferðu heim

og ég veit einn daginn muntu sigra

og ég  veit einn daginn sérðu allt

og ég veit einn daginn muntu vinna

og ég veit einn daginn ferðu heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil og stór loforð í þessu ljóði, ekki óraunhæf, heldur með fullvissu um hið betra.  Langt síðan ég hef commentað hjá þér minn kæri Guðni.  Gangi þér og þínum allt í haginn og Guð geymi.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband