Fékk að fara heim?

Fékk hann heitt kakó með rjóma til að ná úr sér mesta hrollinum? Áfallahjálp hjá færustu sálfræðingum? Huggun hjá sínum nánustu? Klapp á bakið hjá ökumanninun sem kom úr gagnstæðri átt? Fékk hann lánaða öxl hjá löggunni til að gráta á? Hvenær er komið nóg? Ég er að verða foxillur yfir fréttum af þessum  stríðsvettvangi sem götur borgarinnar eru að verða. Það þarf að taka svona ökumenn úr sambandi og það er spurning hvort yfirleitt eigi að hleypa þeim oftar upp í bíla, allavega ekki þeim megin sem stýrið er. Hjól gætu líka reynst drápstæki í höndum slíkra ofbeldismanna. Veit ekki hvort þeir eru hæfir sem farþegar í strætó fyrr en eftir endurhæfingu. Nú þurfum við að snúa bökum saman og stoppa þennan viðbjóð. Munið að fjölskyldur okkar og við sjálf erum á ferðinni daglega á götum borgarinnar og víðar. Ef við sjáum slíkan akstur, tökum niður númer og hringjum í lögguna, það er komið nóg af slíkum glæpum á götunum.
mbl.is Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað er það ólíðandi að menn geti hagað sér svona, en honum hlýtur að vera refsað meira.  Menn eru sviptir ökuleyfi á staðnum, ef brot er alvarlegt, síðan fá menn ákæru.  Það væri með ólíkindum ef slík yrði ekki lögð fram í kjölfarið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2007 kl. 09:02

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það þarf að koma í veg fyrir að svona akstur eigi sér stað.  það þarf að koma upp einhverskonar meðferðarstöð fyrir menn sem geta ekki hagað sér vel í umferðinni. Götur borgarinnar eiga ekki að vera vígvöllur. Takk fyrir innlitið Ásthildur.

Guðni Már Henningsson, 24.10.2007 kl. 09:11

3 identicon

Refsum meira! Já, refsum og refsum og þá verða allir stilltir og góðir að lokum! 

 Ég held nú ekki að lausnin sé að refsa fólki fyrir ofsaakstur, þarf ekki frekar að stunda forvarnir?  Og kannski hafa lögregluna sýnilega úti á götu?  Ég er búin að vera í Reykjavík í 10 daga núna og ég hef aldrei séð lögregluna í umferðinni. 

Erna (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:17

4 Smámynd: Gulli litli

Ég held að íslendingar þurfi bara almennt að hægja á. Hraðinn á þjóðfélaginu kristallast í meðal annars þessu. Það þarf að gera það töff að lifa á venjulegum hraða.

Gulli litli, 24.10.2007 kl. 09:24

5 identicon

Ég ætla nú bara rétt að vona að nánustu ættingar níðingsins séu þroskaðri en það að hafa veitt honum einhverja huggun eftir þetta glæpsamlega athæfi. Freka að þeir skammi hann eins og hann á skilið. Hann hafði verið sviptur áður og hlýtur að eiga fyrir höndum langa fangellsisvist. Hver átti annars bílinn ? og fróðlegt væri að finna ökukennara viðkomandi og spyrja hann út í ökuleyfið. 

Stefán (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:24

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Tek undir þetta með þér, mér blöskrar oft þessi glannaakstur. Það  væri ráð að skikka alla sem taka bílpróf til að vinna í mánuð á GRENSÁS eða annarri endurhæfingarstöð, fólk  myndi  þá  kannski hugsa sig tvisvar um áður en það stígur  bensínið í botn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.10.2007 kl. 09:28

7 identicon

Þarna er nýr meðferðarpakki. Ekkert annað í stöðunni. Nokkur hópur þarf greinilega hjálp.  Þetta fólk er gjörsamlega kengruglað að haga sér svona. Hefði hann veifað sveðjum, orf og ljá eða hlaðinni haglabyssu niður Laugaveginn.  Hefði hann fengið að fara heim strax eftir ábendingu Lögreglunnar? Þetta er algjörlega sambærilegt en viðkomandi greinilega of ruglaðir til að vita það sjálfir.

Valdimar Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:50

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Erna, ef þú vilt ekki refsa fyrir slíkan akstur, sem telja má til ofbeldis, viltu þá líka láta refsilaust að ganga niður laugaveginn með sveðju og höggva rúður og bíla og einn og einn mann? Eigum við bara að stunda forvarnir gegn slíkum atburðum? Það er ekki verið að tala um dauðarefsingu né æfilangt fangelsi, það þarf meðferðarúrræði og það þarf að dæma fólk í slíkt. Sýna þeim fram á afleiðingar slíks aksturs, einnig ölvunaraksturs, hvaða afleiðingar þetta getur haft og kostnaðinn af slíku fyrir þjóðfélagið.

Guðni Már Henningsson, 24.10.2007 kl. 12:23

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ævilöng svifting ökuleyfis!  Hann er ekki bara að setja sig í hættu, heldur fullt af vegfarendum. AAAArrgg!    Lögreglan þarf að vera sýnilegri ekki spurning, ég veit hvaða grettistaki þeir lyftu Blönduóslögreglumenn með því að vera vel sýnilegir í umferðinni og harðir í að taka fyrir of hraðan akstur á hringveginum í gegnum Húnavatnsssýslur, slysum stórfækkaði og hraðinn datt niður.

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.10.2007 kl. 16:52

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

rosalega færðu margar heimsóknir gamli vinur, ertu frægur á íslandi, ég er algjörlega ófræg bæði þar og hér

Alhei sLjós til þín vinur minn

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 17:08

11 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Steina mín....ertu komin heim frá NYC?

Guðni Már Henningsson, 24.10.2007 kl. 17:37

12 identicon

Guðni minn !

Verð að senda þér þetta,þó að það komi málinu ekki við.

Kv.Óli Haukur

Fox Theatre
St. Louis, Missouri
October 22, 2007

First Encore:
Tears Of Rage

Elvis Costello and Bob on acoustic guitars and shared vocals, no other band members present.
This marks the first time in four years that Bob has played acoustic guitar in concert. It is the first time in 25 years he has performed a duet with any performer without a band.

http://rapidshare.com/files/64820575/Tears_Of_Rage.mp3

Ólafur Haukur (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:42

13 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég er nú svo vitlaus Óli vinur að ég kann ekki á svona lagað, en mikið væri gaman að heyra þetta? Hvenær verður fundur hjá Dylanmafíunni?

Guðni Már Henningsson, 24.10.2007 kl. 23:21

14 Smámynd: Grétar Ómarsson

Ég er 100% sammála þér Guðni Már.

Grétar Ómarsson, 26.10.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband