Þetta er magnað!!!!

Ég sá þessa frétt í Sjónvarpinu fyrr í kvöld. Þar var sagt að flytja ætti heilt þorp og kirkjuna með!! Ég þurfti að bíða í smá tíma til að fá að vita af hverju ætti að flytja heila klabbið..það kom svo í ljós að það var væn hrúga af brúnkolum undir þorpinu. Þá náttúrulega gat ég ekki annað en hallmælt kapítalistunum sem fengu það í gegn að flytja heilt þorp og alla þorpsbúa hreppaflutningum til að geta mokað undan þeim...en hjarta mitt fékk síðan ró er Útvarpsstjóri kær upplýsti að jarðvegurinn væri eldfimur!!! Það gæti hreinlega kviknað í jörðinni! En samt........ Líklegast var löggustöðin og dómshúsið skilið eftir...en fengu íbúar nýtt þorp eða var þeim plantað niður í eitthvert nágrannaþorp?


mbl.is 660 tonna steinkirkja flutt í heilu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó að það sé allt annað mál Guðni þá hefur mig lengi langað að spyrja þig hver séu bestu Dylan kóverin að þínum dómi, það er að segja Dylanlög í flutningi annara. Ég er að byrja að feta mig eftir Dylan stígnum þó ég sé orðinn 48 áraog það kennir margra fallegra grasa þar eins og þú veist. Lengi vel vildi ég bara heyra aðra flytja lög kallsins en ég hef tekið hann í sátt sjálfan sem söngvara eða eigum við að segja túlkanda og hann er engum líkur. Síðastliðin tvö ár hef ég fengið mér 17 eða 18 diska með kappanum auk þess sem ég fékk mér bók með textunum 1962 - 2001 sem kemur sér vel.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Sæll Björn.. Gott að þú ert að taka kallinn í sátt...það er enginn líkur honum. Að vísu er All along the watchtower með Hendrix yfirleitt valið sem besta coverið en eftir að sándtrakkið úr masked and anonymous kom út hef ég haldið mest uppá Senor með Jerry Garcia bandinu..það er mögnuð útgáfa. Mér finnst einnig This wheels on fire með Julie Driscoll flott og svo ég nefni eitt í viðbót... Tomorrow´s a long time með Elvis Presley. En ég gæti efalaust haldið lengi áfram...

Guðni Már Henningsson, 23.10.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband