Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2008 | 21:30
Ónýt tölva
Tölvan mín er verri en ónýtur Trabant. Ég var að skrifa níð um hana hérna rétt áðan...og þá slökkti hún bara á sér, gúddbæ.. Ég var búinn með mikla og svakalega ritgerð um það hversu fáfengilegt þetta apparat væri, hvernig hún hefur reynt á þolinmæði mína og eiginlega hagað sér sem hinn versti durgur, þá slekkur gerpið á sér! Það er ekki nóg með að ég sé í vondu skapi útaf Svíaleiknum áðan, heldur bætir þetta gargan gráu oná svart með því að þykjast vera eitthvað. En ég vil semsagt koma því hér að að þetta greppitrýni er ónýtt ónýtt og aftur ónýtt!!! Þess vegna hef ég lítið getað bloggað undanfarið, þori ekki að gera það lengur í vinnutímanum, á víst að vera að lesa aftan á geisladiska þar. Svona getur lífið stundum verið harkalegt við mann, að eiga ónýta tölvu er ekkert skemmtilegt skal ég segja ykkur, þetta dauðyfli hefur aldeilis reynt á taugarnar. Það tekur svona umþaðbil tíu mínútur að kveikja á henni, kortér að opna síður og svo er hún full af vitleysu...sem ég á kanski einhvern þátt í að hafa komið inn hjá henni, ok viðurkenni það. En nú ætla ég bráðum að farga þessu illfygli og ekki skal hún fá virðulega útför, aldeilis ekki. Það verður ekki sagt um hana í minningargrein að hún hafi verið húsbóndaholl, hvað þá að hún hafi búið eiganda sínum fallegt og notalegt heimili, aldeilis ekki. Hún hefur fengið mig, sannkristinn manninn til að næstum því blóta..það heyrðist stöku sinnum ansvítans..eða næstum því. Það er verst að eiga ekki fyrir almennilegri, húsbóndahollri tölvu sem væri einsog hugur manns, skrifaði jafnvel fyrir mann kvæði eða tvö! Og nú þori ég ekki lengur að skrifa meira því meindýrið gæti tekið upp á því að slökkva á sér..,
ps ef þið viljið selja mér tölvu á því sem næstum ekkert þá megið þið gjarnan láta mig vita... áður en ég missi glóruna og glætuna...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.1.2008 | 10:46
King of America
Declan Mcmanus fæddist 25. Ágúst 1954 í London en ólst upp í Liverpool. Faðir hans var frægur tónlistarmaður að nafni Ross McManus. Declan, sem síðar tók upp nafnið Elvis Costello, kom fyrst fram í sviðsljósið á pönktímabilinu 1977. Þessi fyrrum tölvuforritari fékk samning við Stiff records og gaf út nokkrar smáskífur sem vöktu litla athygli, þó í dag séu þessi lög talin sígild, nægir að nefna lögin Less than zero og Alison. Fyrsta stóra platan hans My aim is true vakti aftur á móti verulega athygli. Undirleikarar hans á þeirri plötu voru meðlimir amerískrar hljómsveitar sem nefndu sig Clover og þar var söngvarinn Huey Lewis. Fyrsta hittið hans var lag í undurfallegum léttum reggaetakti og fjallaði um barðar eiginkonur. Lagið heitir Watching the detectives. Einsog tjallinn segir, the rest is history. Eftir að hafa gefið út fjöldann allan af fínum plötum, stoppum við á árinu 1986. Þá kom út platan King of America. Elvis hafði ferðast vítt og breitt um heiminn nokkur misseri og verið með einleikstónleika. Á vissum parti kom þó fram með honum T bone Burnett og fluttu þeir nokkur lög og kölluðu sig þá Coward brothers en það er í raun önnur saga. Á þessum ferðalögum gafst Cossstello mikill tími til lagasmíða. Og öll þau lög samdi hann á kassagítar og hafði hugsað sér að flytja þau sem slík, með sem fæstum rafmagnshljóðfærum. Og T bone var fenginn til að stjórna upptökum
Elvis fékk til liðs við sig nokkra fræga session spilara, ameríska. Sá frægasti er kanski James Burton sem lengi spilaði með nafna Costellos, sjálfum Elvis Presley. Þó að það komi margir við sögu þessarar plötu er í raun hægt að kalla hana sólóplötu, með dyggri aðstoð frá T bone Burnett. Um svipað leyti tók Costello upp plötu The Pogues, Rum sodomy and the Lash sem einnig var að miklu leiti órafmögnuð.
Our little angel er fallegt lag og einn af hápúnktum plötunnar.
Næsta lag er ekki eftir Costello. Það heitir Don't let me be misunderstood og það hafa margir spreytt sig á því. Tilaðmynda Nina Simone og The Animals. Og Costello fór í smiðju þeirrar ágætu sveitar þegar útsetningin var gerð. Þetta lag var smá hittari fyrir Costello, því það var gefið út á smáskífu.
Glitter gulch er næsta lag plötunnar og þar eru amerísku áhrifin greinileg. Það er ekkert undarlegt við það þarsem allir undirleikarar eru jú bandarískir og Costello finnst sveitatónlist ekki leiðinleg.
Næst kemur lag sem heitir Indoor fireworks og er eitthvert magnaðasta lag sem Costello hefur samið. Hann syngur einsog engill texta sem er langt fyrir ofan venjulega popptexta. Reyndar er Costello frábær textasmiður og það kemur bersýnilega í ljós í þessu frábæra lagi.
Næstu þrjú lög eru í rólegri kantinum og ljúfar lagasmíðar og fínar. Þau nefnast Little palaces I´ll were it proudly og American without tears.
Tónlistartímaritið New musical express setti þessa plötu í áttugasta ogáttunda sæti yfir bestu plötur allra tíma. Q magazine gaf henni fimm stjörnur af fimm mögulegum. Kallar hana frábæra með amerískum áhrifum og rokk og ról í bland við gullfallegar melódíur. Þessi umsögn Q er frá árinu 1995 er platan var endurútgefin og jafnframt segir blaðið að enn sé hún ómótstæðileg. Næsta lag er blús sem nefnist Eisenhower blues og er eftir J.B Lenoir.
Thom York söngvari Radiohead hefur þetta að segja um King of America.- Það var raunverulegt sjokk þegar ég heyrði þessa plötu fyrst. Ég var ekki mikill aðdáandi Costellos, en þá heyrði ég King of America. Sérhvert lag er um miklar mannlegar tilfinningar, sem hræra upp í manni. En mér líður betur eftir að hafa hlustað á plötuna. Þetta er hin fullkomna uppbygging fyrir lagasmíðar. Svo mörg voru orð Thom Yorke.
Síðasta lag plötunnar er ein mögnuð lagasmíð í viðbót við allar hinar. Sleep of the just nefnist þetta frábæra lag og er góður endapúnktur á plötu sem svo sannarlega hefur staðist hinn fræga góm tímans.
Þegar King of America kom út 1986 var þetta lokalagið. En þegar hún var endurútgefin fyrir nokkrum árum var bætt við aukalögum sem Coward brothers höfðu gefið út á smáskífu ásamt óútgefnu efni. Þar fyrir utan fylgdi hljómleikaplata einnig með. En einsog kom fram hér áður eru Coward Brothers þeir Elvis Costello og T bone Burnett sem stýrði einmitt upptökum á King of America.
Það fylgdi einnig aukadiskur með endurútgáfunni 1995. Það er tónleikaplata sem tekin var upp á Broadway 1986. Þar er að finnaa sex lög, ýmist eftir Costello eða aðra höfunda. That's how you got killed before, The big Light, It tears me up, The only Daddy that´ll walk the line, your mind is on vacation og your funeral my trial nefnast lögin. Meðal hljóðfæraleikara má nefna James Burton gítarleikara, Jim Keltner trommara,og að sjálfsögðu T bone Burnett.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2008 | 10:13
Meira Kinks!
Vegna færslu hér fyrir neðan ætla ég að birta einn frábæran texta eftir Ray Davies.
Everybody's a dreamer and everybody's a star,
And everybody's in movies, it doesn't matter who you are.
There are stars in every city,
In every house and on every street,
And if you walk down Hollywood Boulevard
Their names are written in concrete!
Don't step on Greta Garbo as you walk down the Boulevard,
She looks so weak and fragile that's why she tried to be so hard
But they turned her into a princess
And they sat her on a throne,
But she turned her back on stardom,
Because she wanted to be alone.
You can see all the stars as you walk down Hollywood Boulevard,
Some that you recognise, some that you've hardly even heard of,
People who worked and suffered and struggled for fame,
Some who succeeded and some who suffered in vain.
Rudolph Valentino, looks very much alive,
And he looks up ladies' dresses as they sadly pass him by.
Avoid stepping on Bela Lugosi
'Cos he's liable to turn and bite,
But stand close by Bette Davis
Because hers was such a lonely life.
If you covered him with garbage,
George Sanders would still have style,
And if you stamped on Mickey Rooney
He would still turn round and smile,
But please don't tread on dearest Marilyn
'Cos she's not very tough,
She should have been made of iron or steel,
But she was only made of flesh and blood.
You can see all the stars as you walk down Hollywood Boulevard,
Some that you recognise, some that you've hardly even heard of.
People who worked and suffered and struggled for fame,
Some who succeeded and some who suffered in vain.
Everybody's a dreamer and everybody's a star
And everybody's in show biz, it doesn't matter who you are.
And those who are successful,
Be always on your guard,
Success walks hand in hand with failure
Along Hollywood Boulevard.
I wish my life was a non-stop Hollywood movie show,
A fantasy world of celluloid villains and heroes,
Because celluloid heroes never feel any pain
And celluloid heroes never really die.
You can see all the stars as you walk along Hollywood Boulevard,
Some that you recognise, some that you've hardly even heard of,
People who worked and suffered and struggled for fame,
Some who succeeded and some who suffered in vain.
Oh celluloid heroes never feel any pain
Oh celluloid heroes never really die.
I wish my life was a non-stop Hollywood movie show,
A fantasy world of celluloid villains and heroes,
Because celluloid heroes never feel any pain
And celluloid heroes never really die
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2008 | 15:59
Vanmetnasta hljómsveit sögunnar..
Kinks eru vanmetnasta hljómsveit sem uppi hefur verið. Ray Davies er snillingur, svo einfalt er það. Að vísu hafa sögusagnir um upprisu Kinks séð dagsljós með reglulegu millibili frá árinu 1996 er þeir luku við síðasta tónleikatúrinn. En hver veit, vonandi að af þessu verði. Kinks er mín uppáhaldshljómsveit...
Kinks saman á ný? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.1.2008 | 11:59
New Year´s day
All is quiet on New Year's Day.
A world in white gets underway.
I want to be with you, be with you night and day.
Nothing changes on New Year's Day.
On New Year's Day.
I... will be with you again.
I... will be with you again.
Under a blood-red sky
A crowd has gathered in black and white
Arms entwined, the chosen few
The newspaper says, says
Say it's true, it's true...
And we can break through
Though torn in two
We can be one.
I... I will begin again
I... I will begin again.
Oh, oh. Oh, oh. Oh, oh.
Oh, maybe the time is right.
Oh, maybe tonight.
I will be with you again.
I will be with you again.
And so we are told this is the golden age
And gold is the reason for the wars we wage
Though I want to be with you
Be with you night and day
Nothing changes
On New Year's Day
On New Year's Day
On New Year's Day
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2008 | 17:04
Til hamingju.
Óska orðuþegum til hamingju með veitinguna en lýsi jafnframt yfir gífurlegum vonbrigðum yfir því að enn hefur orðuveitinganefnd og forseti vor gengið framhjá Ladda. Þetta er reginhneyksli. Þessi maður hefur kallað fram fleiri bros á andlitum landsmanna en nokkur annar Íslendingur. Ég efa það ekki að Laddi hefur bjargað mörgum mannslífum með gleði sinni og glettni. Ég lýsi yfir frati á orðu nefnd og segi þeim að skammast sín. Jóla hvað!!!!
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.1.2008 | 16:58
Gleðilegt ár!
Gleðilegt ár hvar sem þið eruð í heiminum, hvort sem ég þekki ykkur eða ekki. Megi góður Guð vera ykkur öllum nálægur á þessu nýbyrjaða ári, hvort sem þið trúið á hann eða ekki. Áramótin mín voru frábær. Var í góðu matarboði með þeim sem mér þykir vænt um. Góður matur, gott kaffi, góður ís, gott nammi! Og gott fólk. Er hægt að hugsa sér það betra? Ég held ekki. Að vísu blés vindurinn og það hefði verið hægt að láta það fara í taugarnar á sér. En. nei. Ég var frekar þakklátur yfir því að geta haldið uppá áramótin í friði og spekt, á heimili þar sem ástin ræður ríkjum. Hugsið ykkur alla þá sem eru vanir öðruvísi sprengjum en við erum vön á áramótum Biðjum fyrir öllum þeim sem geta ekki um frjálst höfuð strokið, þarsem sprengjuregnið er banvænt og Guð kemst ekki nálægt. Að sjálfsögðu strengdi ég áramótaheit og það meiraðsegja þrjú! Ég ætla ekki að segja ykkur frá þeim núna en lofa því jafnframt að gera þau ljós á næstu áramótum..... ég endurtek óskir mínar um gleðilegt ár, friðsælt og fullt af blessunum almættisins. Njótið lífsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2007 | 01:07
Dire Straits
Fyrsta plata Dire Straits kom út 1978 og ber einfaldlega nafn hljómsveitarinnar. Frá byrjun má segja að Dire Straits hafi verið sígilt dæmi um vitlausan tíma og vitlausan stað. Um sumarið 1977 logaði Bretland af uppreisn og reiði pönksins. Það var ekki liðið ár frá útkomu plötu Sex Pistols, Anarchy in the UK, þegar kennarinn og gítarleikarinn Mark Knopfler, David Knopfler, yngri bróðir Marks og félagsfræðisstúdentinn og bassaleikarinn John Illsley hófu að æfa saman lög Mark Knopflers. Þeir þrír bjuggu saman í Deptford í Suður Lundúnum. Fljótlega bættist trommarinn Pick Withers í hópinn. Fyrsta nafn hljómsveitarinnar var Café Racers. Lög Mark Knopflers og hljómur þeirra var einsog útúr kú á þessum tíma. Þau voru þaulhugsuð og fullkomin, sögur úr hans eigin lífi með bakgrunn í listagalleríum, kaffibörum og jassböndum römmuð inn með fullkomnum gítarleik og hvert og eitt með sinn stíl. Þetta var ekki þetta sem tónlistin snérist um á þeim tíma. Þá var það pönkið, hrátt og reitt sem var yfir og allt um kring. Fyrsta opinbera spilamenska Dire Straits var samtsem áður á pönk hljómleikum, þeir hituðu upp fyrir Squeeze og komu fram undir nafninu Café Racers. Vinur Pick trommara fannst einsog fjárráð þeirra væru ekki nógu góð og lagði til nafnið Dire Straits. Sem þýðir eitthvað í áttina við það að vera í öngstrætum, vera í alvarlegum fjárhagskröggum. Það átti eftir að breytast.
Þeir félagarnir ekki alltof mikið af peningum. Samt sem áður gátu þeir skrapað 120 pundum tilað taka upp prufuupptökur af lögum Mark Knopflers. Þeir fóru með þessar upptökur til þáttagerðarmanns á BBC sem heitir Charlie Gillett og hann spilaði þetta í þáttum sínum. Menn í tónlistarbransanum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið er þeir heyrðu þessar upptökur. Þetta var á skjá og skjön við allt sem var að gerast. Samt sem áður hafði Johnny nokkur Stainze, þá nýbyrjaður hjá Phonogram útgáfunni trú á Dire Straits. Hann fékk forstjórana til að samþykkja samning við þá fjórmenninga, nægilega góðan tilað þeir gætu hætt annari launaðri vinnu og einbeitt sér að upptökum á þeirra fyrstu plötu. Stainze fékk Muff Winwood, fyrrum meðlim Spencer Davis Group og bróður Steve Winwood til að stjórna upptökum á fyrstu plötunni og gerði hann það með sóma og sann.
Þegar platan var gefin út 1978 vissu samstarfsaðilar Phonogram um víða veröld ekki hvað þeir ættu að gera við gripinn. Þeir biðu með útgáfu í þeirra heimalöndum til að sjá hvað platan gerði á Englandi. Þar voru menn ekkert upprifnir í byrjun og BBC radio one spilaði ekki fyrstu smáskífuna, Sultans of swing. Menn litu í aðrar áttir.
Þegar platan var gefin út í Hollandi gerðist nokkuð óvænt. Útvarpsstöðvar þar hófu að spila Sultans of swing og tónlistarblöð þarlend hrósuðu plötunni í hástert. Sultans of swing fór hátt uppá vinældarlistann hollenska og gagnrýnendur héldu vart vatni vegna snilli Mark Knopflers. Líktu honum við snillinga á borð við Ry Cooder, J.J. Cale og Bob Dylan. Á sama tíma voru flutt inn til Þýskalands frá Hollandi nokkur tonn af plötunni og það varð að lokum til þess að hið þýska Phonogram ákvað loks að gefa plötuna út. Platan, þegar upp var staðið er ein mesta selda plata Þýskalands til dagsins í dag.
Eftir ævintýrin í Hollandi og Þýskalandi gerðist svipuð saga annarsstaðar. Platan fór að vekja athygli og seljast einsog heitar lummur. Í Bandaríkjunum var platan gefin út, en ekki miklu til kostað. Auglýsingar í lágmarki og menn þar vildu gera nýja plötu. Dire Straits hófu að hljóðrita efni sem síðar varð að Communique. Á meðan, þrátt fyrir að Warner Brothers sem gáfu hana út í Ameríku gerðu lítið sem ekkert fyrir plötuna, náði hún þar inná topp tíu. Fór reyndar í annað sætið og Sultans of swing í það fjórða. Hún var einnig mest spilaða platan í bandarísku útvarpi árið 1979. Og þá tóku bretar loksins við sér. Platan fór uppí fimmta sæti breska listans og Sultans of swing var endurútgefið og náði því áttunda.
Gerð þessarar plötu var ekki dýr. 1200 pund kostaði að gera hana og þá er allt meðtalið, gerð plötuhulsturs þar á meðal. Þannig að gróðinn hefur verið einhver. Þessi plata var tekin upp í Basing street studioinu í London í febrúar 1978. Stuttu eftir útkomu plötunnar í Bandaríkjunum voru Dire Straits þar á tónleikaferðalagi. Í Los Angeles var sjálfur Bob Dylan á tónleikiunum og hann hreifst svo mikið af hljómsveitinni að hann bað þá Mark Knopfler gítarleikara og Pick Withers að spila með sér á næstu plötu sinni sem var Slow train coming.
Einsog kom fram í upphafi átti dagskrárgerðarmaðurinn Charlie Gillett hjá BBC stóran þátt í því að vekja athygli á Dire Straits í byrjun. Gefum honum orðið: þegar Dire Straits hófu feril sinn 1977 lenda þeir einhvernveginn milli skers og báru, þeir pössuðu hvergi inní. Þeir höfðu ekki uppreisnargirni pönksins eða nýbylgjuna sem bransinn var að leita að. Þeir voru ekki einusinni pubbrökkarar einsog Dr. Feelgood. Mark Knopfler bað meira að segja tæknimenn um að lækka í hljómsveitinni svo áheyrendur gætu talað saman. Enginn bresk topphljómsveit hefur reynt að vera jafn mikið utan sviðsljóssins en jafnframt farið með tónlistina eins víða og Dire Straits. Þeir einfaldlega spila þá tónlist sem þeir elska. Þegar ég spilaði demoið þeirra í þættinum mínum hringdu menn í mig frá hinum og þessum plötuútgáfum alla vikuna og vildu vita hvaða band væri hér á ferðinni; þú veist þetta sem hljómar einsog amerískt band. Þó að flestir þeirra fíluðu tónlistina voru þeir einnig nokkuð vissir um að almenningur myndi ekki gera það.
Það er óskýranlegt, nánast, af hverju sumir tónlistarmenn halda velli í mörg ár þegar aðrir hverfa útí buskann eftir skamma veru í sviðsljósinu. Mark Knopfler hefur alltaf eitthvað að segja, flestir hans textar eru um eitthvert afmarkað efni og hann hefur þann hæfileika að sjá hlutina frá öðrum sjónarhóli en við sauðsvartur almúginn. Hlustendur þurfa að grufla í textunum til að leita að raunverulegri meiningu þeirra, hann slettir þeim ekki framan í fólk. Oftast er leitin þess verð að vera gerð.
Þetta voru orð Charlie Gillett, þeim sem spilaði Dire Straits fyrstur manna í útvarpi.
Þó þessi plata hafi fengið dræmar undirtektir í byrjun fór svo að lokum að hún seldist mjög vel og náði til hlustenda. Þessi tónlistarstefna þeirra í upphafi ferils er byggð á bandarískri tónlist, folk og country. Þetta varð til þess að opna augu margra fyrir listamönnum einsog J.J. Cale og Ry Cooder. Einnig áttu þeir sporgöngumenn og nægir að nefna hljómsveitina Aztec Camera. Einnig urðu tónlistarmenn einsog Phil Collins, Eric Clapton og Sheryl Crow fyrir miklum áhrifum frá tónlist Mark Knopflers og Dire Straits.
Næstu ár eftir útkomu þessarar plötu voru Dire Straits gjöful. Þeir sendu frá sér meistarstykki einsog Making Movies, Love Over Gold og metsöluplötuna Brothers in Arms. En það er allt önnur saga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.12.2007 | 11:18
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
18.12.2007 | 12:23
Það styttist....
....það er styttra til jóla í dag en í gær. það munar einsog einum degi. En um hvern dag sem styttist er einsog tveir hafi liðið. Manni finnst alltaf einsog það eigi eftir að gera svo margt. Kaupa jólatré, senda jólakort og finna heimilisföng, mála barnaherbergin, ná í gosið, öskra aðeins. Það er í mér og mörgum einhverskonar eyðslugen sem brýst fram í dagsljósið í desember, kaupa, kaupa. Og kaupa meira. Mér varð ráfað inn í Blómaval um daginn og hugðist fjárfesta í gervijólatré. Mér fundust þau of dýr þannig að ekki var straujað í það skiptið. En það sem vakti einna mest athygli mína var biðröð fyrir framan kassana sem samanstóð eingöngu af karlmönnum. Hver þeirra með jólatré í striga og ekkert þeirra undir þremur metrum á hæð. Mér sýndist það hæsta vera á sjötta metra. Ekki veit ég hvað slík tré kosta né hvað það kostar að skreyta slíkan skóg. Ég var meira hissa en hneykslaður. Fór svo að spá í hvað væri hátt til lofts heima hjá þessum velstæðu mönnum. Það þarf dálitla lofthæð til að fimm metra jólatré komist fyrir. Og áltröppu til að koma öllum ljósunum fyrir sem og skrautinu. En eftir að hafa upplifað þónokkuð mörg jól hef ég komist að því að ég kaupi ekki hinn sanna jólafrið. Hann felst ekki í risafuru né fjarstýrðum Range Rover né flatskjá uppá fimmhundruð þúsund. Kanski hef ég samt rangt fyrir mér, kanski finnst friður í sálinni við það að gera einmitt svona. Ég bara veit það ekki því ég hef hvorki áhuga né fjárhagslega getu til að haga mér svona. En það gerir mig ekki að betri manni né verri. Það sem ég vil finna á jólum og geri hbvað ég get til að svo verði, er að finna fögnuðinn vegna fæðingu frelsarans, frelsarans sem getur gefið mér frið og sátt. Um leið og ég fyllist þakklæti til Jesú Krists verð ég betri maður. það er ekki mér að þakka heldur litla jólabarninu sem fæddist í Betlehem fyrir tvö þúsund árum síðan. Óhjákvæmilega verður andrúmsloftið á heimilinu betra, þolinmæðin eykst og ástin vex. Og það er ekki slæmt get ég sagt ykkur. Og jólin koma, það eitt er öruggt. En ég á samt eftir að kaupa gervijólatré sem á vonandi eftir að duga mér í mörg ár. Ég ætla að finna eitt sem er ekki mjög hátt né mjög dýrt. Ég á ekki áltröppu og er að auki lofthræddur. Samt finnst mér einsog ég eigi eftir að gera svo margt!!!
Börn fá Range Rover í jólagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)