Fćrsluflokkur: Bloggar
14.2.2008 | 12:38
Zooropa
Áriđ 1993 ćtluđu U2 ađ taka upp svokallađa ep. plötu fyrir Evrópu legg tónleikaferđarinnar Zoo tv. Fljótlega óx ţessi smáskífa upp í fullorđinsstćrđ og varđ ađ stóru plötunni Zooropa. Ţeir héldu áfram ţarsem Achtung baby sleppti og ţeir ţróuđu áfram tilraunatónlist sína međ danstakti fyrir klúbba. Titillag plötunnar sver sig ţó í ćtt viđ Joshua tree og ljúfu ballöđurnar ţar. Mest allur afgangurinn af Zooropa er ţó meira ögrandi en sú annars ágćta plata Joshua tree. Ţetta gćtti ţýtt í raun ađ platan sé ekki í fókus og einhverskonar kakófónía en sú er ekki raunin. Ţarna er ađ finna stórkostleg augnablik og nefni ég lög einsog Daddys gonna pay for your chrashed car, geimdiskósmellinn Lemon, möntruna Numb ţarsem The Edge fer á kostum og hiđ stórkostlega lag Stay, faraway so close sem er einn alfallegasti ástarsöngur U2. Lokalagiđ syngur svo Johnny Cash. Ţegar lok plötunnar nálgast er menn sannfćrđir um ađ ţarna er ein almagnađasta plata U2.
U2 voru sjálfir viđ stjórnvölin ásamt Brian ENO og Daniel Lanois var ekki langt undan. Ţessi blanda hefur sýnt sig vera einhver sú albesta sem menn hafa fundiđ upp. Zooropa var sjötta platan frá Macphisto og félögum og kom út í júlí mánuđi 1993 og fór í efsta sćti beggja vegna atlantsála.
Selectt sagđi um plötuna,- Ţetta er raunverulega fyrsta skrýtna platan ţeirra. U2 virđast vera í einhverju rugli, en samt sem áđur er Zooropa eitt stórt kynćsandi spurningamerki
Netfyrirtćkiđ All music guide gaf henni fjórar stjörnur og kallar hana kraftmikla, skemmtilega, gáskafulla, leikhúslega, fágađa, stíliserađa ásamt ýmsum öđrum lýsingarorđum. Q magasin bćtir viđ- lögin numb og Lemon fara međ hljómsveitina á einhvern nýjan áfangastađ.
Lemon má međ góđu móti kalla geimaldar ţýskt diskó.
Stay, faraway so close er hreint afbragđ og jafnframt einn alfallegasti ástarsöngur sem drengirnir hafa látiđ frá sér fara.
The Times segir um Zooropa. Ţessi plata hefur sent tónlist U2 inn í ađra vídd. Ţessi plata er mjög snjöll og ef U2 verđa einhverntímann stćrri en ţetta, munu ţeir springa. Svo mörg voru ţau orđ.
Síđasta lag plötunnar er dálítiđ sérstakt. Bono sagđi um ţetta lag, ţetta er eitthvert albesta lag sem U2 hefur sent frá sér og ég syng ţađ ekki einusinni. Sú aldna hetja Johnny Cash syngur lagiđ The wanderer međ U2.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
11.2.2008 | 13:02
Slowhand!!!
Eric Clapton ásamt hljómsveit mun koma fram á tónleikum á Íslandi í sumar. Tónleikarnir á Íslandi eru liđur í Evróputónleikaferđ Claptons í kjölfar útgáfu tvöföldu safnskífunnar Complete Clapton.
Tónleikarnir á Íslandi fara fram í Egilshöll föstudagskveldiđ 8. ágúst.
Eric Clapton er án efa eitt af stćrstu nöfnunum í tónlistarheiminum.
Clapton hefur einn manna veriđ vígđur ţrisvar sinnum inn í Rock and Roll Hall of Fame fyrir sólóferil sinn og ţátttöku sína í hljómsveitunum Cream og The Yardbirds. Clapton er 18 faldur Grammy verđlaunahafi og hefur veriđ ađlađur af bresku drottningunni fyrir frammúrskarandi störf á tónlistarsviđinu.
Gćlunafn Claptons er "Slowhand" og er hann jafnan álitinn af ađdáendum og gangrýnendum einn af bestu gítarleikurum allra tíma.
Rolling Stone tímaritiđ setti Clapton í fjórđa sćtiđ yfir bestu gítarleikara allra tíma og einnig á lista yfir áhrifamestu tónlistarmenn allra tíma.
Nýlega kom út tvöfaldi safndiskurinn Complete Clapton. Diskarnir innihalda 36 lög frá rúmlega 40 ára ferli Claptons sem sólólistamanns og međ hljómsveitum eins og: Cream, Blind Faith og Derek and the Dominos. Degi eftir útgáfu disksins kom út ćvisagan "Clapton, The Autobiography".
Á Evróputónleikaferđ sinni í sumar mun Clapton fylgja eftir útgáfu safndisksins og flytja lög einsog: Sunshine Of Your Love, White Room, Layla, I Shot the Sheriff, Knockin ´On Heaven´s Door, Cocaine, Wonderful Tonight, It´s In The Way That You Use It og Tears In Heaven.
Tónleikar Claptons á Íslandi eru gríđarlegur hvalreki á fjörur tónlistaráhugafólks enda um ađ rćđa eitt af stćrstu nöfnunum í tónlistinni í dag og án efa einn af stćrstu listamönnum sem mun hafa sótt landann heim.
Tónleikar Clapton fara fram í Egilshöll og verđur höllinni skipt í tvö svćđi á svipađan hátt og á tónleikum Duran Duran áriđ 2005.
Rúmlega 10.000 ađgöngumiđar verđa í bođi á tónleikana.
Fyrirkomulag forsölu á tónleika Claptons á Íslandi 8. ágúst verđur kynnt í nćstu viku
Clapton međ tónleika á Íslandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
8.2.2008 | 23:57
Hver er hvers?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2008 | 12:24
VONARSTJARNAN.
Ekki minnast á morgundaginn
ekki muna eftir ţví sem gerđist í gćr
viđ erum hér saman í stjörnunnar ljósi
og sjálf nóttin er bćđi gegnsć og tćr.
Sýndu mér heiminn sem áđur var hulinn
ţví hér er vor stund og augnablikiđ
taktu mig í fangiđ og frelsiđ mér gefđu
ţví frostrósabeđiđ er gróskumikiđ.
Ekki gráta ţćr gleymdu stundir
sem gćrdagur deyddi međ berum klóm
vertu mér minning um eilífa ćsku
en ekki um gaddfređiđ frostrósablóm
Ekki minnast á morgundaginn
ekki muna eftir ţví sem gerđist í gćr
viđ erum hér saman í stjörnunnar ljósi
og sjálf nóttin er bćđi gegnsć og tćr.
Nú skuggarnir dansa og dögunin kemur
og draumurinn bráđum úti er
ţú munt sjá ađ ég var til stađar
ţá stund sem helguđ var mér og ţér.
Ekki minnast á morgunn sem kemur
sem munađarfull löngun í huga ţér
komdu í fang mitt og frelsiđ mér gefđu
ţú fegurđ sem ekki ćtluđ var mér.
Ekki minnast á morgundaginn
ekki muna eftir ţví sem gerđist í gćr
viđ erum hér saman í stjörnunnar ljósi
og sjálf nóttin er bćđi gegnsć og tćr.
Bloggar | Breytt 5.2.2008 kl. 15:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2008 | 09:42
Arthur Alexander
Arthur Alexander fćddist 10.maí áriđ 1940 í Florence, Alabamaríki í Bandaríkjunum. Móđir hans og systir sungu í kirkjukór og fađirinn spilađi blues á knćpum og notađi viskýflösku til ađ slćda. Í sjötta bekk gekk hinn ungi Arthur í gospelsveit og ţar međ trúlofađist hann tónlistinni, en sambúđin átti eftir ađ verđa stormasöm.
Í skóla kynntist hann textasmiđ ađ nafni Tom Stafford og saman sömdu ţeir lag sem heitir, She wanna rock. Útúr ţessu spratt hljómsveit og lagiđ Sally Sue Brown var hljóđritađ. Mörgum árum síđar tók Bob Dylan ţetta lag.
Lonely just like me sem kom út 1993 er síđasta plata Alexanders. Á ţeirri plötu endurhljóđritađi hann nokkur af sínum frćgari lögum og bćtti nýjum í safniđ. Platan er hreint eyrnapáskaegg. En snúum okkur aftur ađ upphafinu. Hljómsveitin tók upp You better move on eftir Alexander og lagiđ sló í gegn. Varđ reyndar stćrsti smellur Alexanders. Margt varđ til ţess ađ Arthur fylgdi laginu ekki eftir. Á ţessum tíma var mjög erfitt fyrir svarta og hvíta ađ vinna saman og ţá sérstaklega í Suđurríkjunum. Mörg vandamál komu upp ţegar Arthur Alexander og hljómsveit hans fóru í tónleikaferđalag og Alexander gerđist fráhverfur tónlist ađ sinni.
Arthur Alexander reyndi aftur fyrir sér í kringum 1970 og gaf út plötu sem fór fyrir lítiđ. Hann hóf ţá störf sem strćtisvagnabílstjóri og starfađi sem slíkur í fimmtán ár. Lagiđ You better move on var tekiđ upp í stúdíói sem hann og vinir hans hjálpuđust viđ ađ koma á laggirnar og nefndist Fame. Ţađ var skammstöfun fyrir Florence Alabama Musical Enterprise. Ţeir klćddu veggina međ eggjabökkum og settu eitt segulband inn í eitt horniđ. Ţar voru síđan tekin upp frćg lög međ flytjendum á borđ Arethu Franklin, Percy Sledge og Wilson Pickett.
Eftir ađ hafa starfađ sem strćtóbílstjóri í fimmtán ár réđist hann í ţađ stórvirki ađ hljóđrita plötu á ný. Ţađ var nefnilega ţannig ađ tónlistarmenn og unnendur höfđu ekki gleymt honum, hver annar getur státađ af ţví ađ Rolling Stones. The Beatles og Bob Dylan hafi tekiđ lög eftir ţá. Ţađ getur Arthur Alexander.
Keith Richards gítarleikari í Rolling Stones sagđi eitt sinn; ţegar viđ og The Beaatles fengum fćri á ţví ađ hljóđrita lög ţá tókum viđ lög Arthurs Alexander, ţeir tóku Anna, viđ You better move on. Ţađ ćtti ađ segja nóg. Svo mörg voru orđ Keith Richard.
Tónlist Arthurs er skemmtileg blanda af soul, blues, country og poppi. Textar hans eru angurvćrir og lögin melódísk. Ţegar platan Lonely just like me kom út vakti hún athygli og er almennt talin hans besta plata.
Upphafslag Lonely just like me heitir If its really got to be this way. Sjálfur Robert Plant söng ţađ er gefin var út minningarplata um Arthur Alexander, en hann lést mjög snögglega eftir útkomu Lonely just like me. Međal annarra flytjenda á ţessari minningaplötu má nefna Roger McGuinn, Elvis Costello, Graham Parker, Mark Knopfler, Nick Lowe og Frank Black.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
27.1.2008 | 22:59
Munađarlausar minningar
Eitt er víst ađ vćntingar ţínar
stöđugt versna á tímum sem nú
allt sem ég á, já vonirnar mínar
eru svo miklu minni en ţú.
Munađarlausar minningar ţínar
muna sinn fífil á grösugri hćđ
ég kom sem haustiđ međ heiftingar sínar
sem hamslausar engjast í sinni smćđ.
Gakktu ţví frá mér götuna breiđu
sem gagnslaus reynist manni sem mér
Handan viđ horniđ allt er til reiđu
hamingjan bíđur eftir konu sem ţér.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
26.1.2008 | 01:25
Ég trúđi á mátt minn og megin
Ég trúđi á mátt minn og megin
og meirađsegja á ást
Hér var ţađ öllum ađ óvörum
og ekkert um ţađ ađ fást
ég yfirleitt gáđi allsstađar
en yfir ţig sást.
Langar voru ţćr leitirnar
og lengi ţurfti´ ég ađ kljást
viđ allslags lýđ og ófögnuđ
en aldrei ţú fyrir mér lást
ég yfirleitt gáđi allsstađar
en yfir ţig sást.
Ég ţvćldist um fjöll og firnindi
uns farartćkiđ mitt brást
ég sá ađalinn og almúgann
og alltaf skal ađ ţeim dást
ég yfirleitt gáđi allsstađar
en yfir ţig sást.
Ég hentist yfir hóla og mel
og hélt ađ ég myndi nást
ég skrámađi mig á steinunum
og stundi og fann ţá ţjást
ég yfirleitt gáđi allsstađar
en yfir ţig sást.
Ég kom svo hingađ lafhrćddur
og hélt ég ţyrfti ađ slást
ţá sá ég mátt ţinn og megin
og meirađsegja......ást
nú yfirleitt sé ég ţig allsstađar......
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2008 | 16:04
Joy Division
Hljómsveitin var stofnuđ snemma árs 1977, stuttu eftir ađ Sex Pistols kom fram í fyrsta sinn í Manchester. Bernard Albrecht gítarleikari og Peter Hook bassaleikari höfđu hist á tónleikum Sex Pistols og síđar stofnađ hljómsveitina Stiff Kittens. Eftir ađ hafa auglýst eftir söngvara og trommara, gengu ţeir Ian Curtis söngvari og Steve Brotherdale til liđs viđ ţá tvímenninga. Ţeir skiptu um nafn og kölluđu sig Warsaw eftir samnefndu lagi Bowies. Ţeir komu fram fyrst opinberlega í maímánuđi 1977 í Manchester Electric Circus. Ţeir hituđu ţar upp fyrir Buzzcocks ogg Penetration. Eftir ađ hafa tekiđ upp nokkur demolög hćtti Steve Brotherdale trommari og Stephen Morris tók sćti hans viđ trumburnar. Í ágúst mánuđi skiptu ţeir enn um nafn og Joy Division varđ til. Joy Division fundu ţeir í bók Karol Cetinsky um síđari heimsstyrjöldina, The House of Dolls. Í bók ţeirri voru fangar í útrýmingarbúđum nasista neyddir til ađ kalla hús eitt Joy Division, eđa gleđideildina, en ţar neyddu nasistar fangana til samrćđis.
Snemma árs 1978 spilađi Joy Division víđsvegar um norđur England og vöktu töluverđa athygli. Rob Gretton, plötusnúđur varđ umbođsmađur ţeirra. Ţeir vöktu einnig eftirtekt ţeirra Tonys Wilsons, tónlistarfréttamanns og eiganda Factory records, og Derek Branwood starfsmannns RCA sem seinna hljóđritađi tónlist Joy Division sem átti ađ verđa fyrsta plata sveitarinnar. Á ţessum upptökum má heyra ţađ sem seinna varđ vörumerki Joy Division, eyrđarleysi Ian Curtis, drynjandi bassagang Hooks og hvöss gítarriff Albrecht.
Ţessar upptökur hefđu átt ađ verđa hylltar sem pönkklassík en ţegar tćknimađur nokkur bćtti ofan á upptökurnar synthesćserum hćttu ţeir viđ allt saman. Ţađ hafđi skapast nýtt sánd og ţađ vildu ţeir ekki byggja á ţessum lögum heldur semja ný. Reyndar komu ţessar upptökur svo út tíu árum seinna undir nafninu Warsaw. Fyrsta stóra platan kom út í júlí 1979 og hlaut sú nafniđ Unknown Pleasures. Reyndar hafđi komiđ áđur ep platan An ideal for living. Stóra platan hlaut góđa gagnrýni og dvaldist langddvölum á óháđa vinsćldarlistanum
Tónleikar Joy Division seinni hluta árs 1979 vöktu umtal, sérstaklega vegna bágs heilsufars Ian Curtis. Hann var flogaveikur og átti ţađ til ađ hníga niđur á konsertum. Einnig var undarleg framkoma hans á konsertum farin ađ verđa hluti af hans eigin lífi og brátt varđ erfitt ađ greina ţar á milli. Eftir stutt hlé kringum jól 1979 og hljómleikaferđ um Evrópu hófu Joy Division ađ hljóđrita plötu númer tvö og sendu frá sér smáskífuna ágćtu Love Will Tear us Apart. Sú smáskífa hlaut góđa dóma en samt sem áđur komst hún ekki lengra en inná óháđa listann. Eftir tónleika í maí mánuđi fengu međlimir Joy Division tveggja vikna frí fyrir fyrirhugađa Bandaríkjaferđ. Tveimur dögum fyrir brottför fannst Ian Curtis látinn, hann hafđi hengt sig.
Áđur en Ian Curtis dó höfđu međlimir ákveđiđ ađ ef einhver hćtti í bandinu yrđi ţađ samstundis leyst upp. Kaldhćđnislegt er til ţess ađ hugsa ađ 1980, eftir dauđa Curtis var blómaskeiđ Joy Division. Love will tear us apart var gefiđ út afur og fór ţá í ţrettánda sćti vinsćldalistans. Í ágúst kom svo stóra platan, Closer út og loks fór saman góđ gagnrýni og mikil sala. Closer fór í sjötta sćtiđ.
Closer kom út í ágústmánuđi 1980 og einsog áđur sagđi fékk hún fína gagnrýni. AMG gefur henni tildćmis fimm stjörnur af fimm mögulegum. Closer er ferđalag inní kalda vonlausa veröld fulla af grimmd og söknuđi. Ţađ er lítil sem engin hlýja í tónlistinni, kaldur málmkenndur ryţmi einokar hana. Söngur Ian Curtis er fjarrćnn, en samt sem áđur er nćrvera hans mjög mikil. Beittir gítarar og rifin syntariff fullkomna svo ţetta frystihús, sem ţrátt fyrir allt hefur einhverja hlýju.
Ian Curtis varđ tuttugu og ţriggja ára. Eftir dauđa Curtis stofnuđu eftirlifandi međlimir hljómsveitina New Order en ţađ er allt önnur saga.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 12:17
Kvöldljós
Komdu til mín föla kvöldljós
og kenndu mér ţađ fyrst
sem ég mun lćra´ ađ lifa af
ţví lundin mín er ţyrst
Sýndu mér ljótu lygina
og legđu mér orđ í munn
segđu mér loksins söguna
sem öllum öđrum er kunn
Ég get veriđ einn
ég get veriđ ţú
ég get veriđ allsstađar
en ađeins hér og nú
Sýndu mér syndina einu
og ég skal kyssa ţig
dansađu síđan er dögunin
dađrar viđ ađra en mig
Hver veit um ţá vissu ţína
sem vefst ć fyrir mér
ađ lífiđ sé alltaf liđin tíđ
sem ađ lokum engin sér
Ég get veriđ einn
ég get veriđ ţú
ég get veriđ allsstađar
en ađeins hér og nú
Komdu til mín er kvöldiđ mitt
kallar hátt og snjallt
ég skal greiđa skuldina
og skilja eftir allt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2008 | 09:58
Elton John gefur 120 mótórhjól.
Elton John hefur gefiđ lćknum og hjúkrunarfólki í Lesotho 120 mótórhjól til ađ ferđast um fjallahéruđ landsins. Elton John ásamt félaga sínum David Furnish fór til Lesotho á laugardaginn var, en hann er á tónleikaferđalagi í Suđur Afríku, og afhenti gjöfina. Ţetta á efalaust eftir ađ koma sér vel ţví erfitt er ađ ferđast um fjallasvćđin og fátćktin er gríđarleg. AIDS er mjög útbreitt og allt ađ 23 % fólks á aldrinum frá 15 ára til fimmtugs er smitađ. Heilbrigđisráđherra Lesotho hefur ábyrgst viđhald hjólanna. Elton John stofnađi AIDS sjóđ fyrir nokkrum árum og er afkastamikill í baráttunni gegn ţessum hrođalega vágesti.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)