Færsluflokkur: Bloggar

Hefði svosem átt að setja þetta inn í gær....

monday

Ég sit hér einn og skemmti mér vel
og ég sé myrkrið og máninn er fagur
það er enginn sem hringir það má enginn mæla
og á morgun kemur mánudagur.

Glasið er fullt og fagurt á að líta
og fullur máninn langt í frá magur
hann einn er á lofti svo munaðarmjúkur
og á morgun kemur mánudagur.

Askan í hrúgum og glóðin í gleri
og hann geislar máninn svo fagur
ég nýt hans einn í miðaldra myrkri
og á morgun kemur mánudagur.

Ég skála tæpur við sköllóttan mánann
og ég skelf og er dálítið ragur
ég er þó enn einn meiriháttar maður
en á morgun kemur mánudagur.

Svo heyri ég þögnina hún þegir svo hátt
og þvílíkt hve máninn var fagur
hann er að hverfa og missirinn mikill
því á morgun kemur mánudagur.

Glasið er tómt og tunglið að fara
og ég týnist einsog ókveðinn bragur
Ef til væri ósk ég hvíslaði skelfdur
ekki koma mánudagur.


The Lonesome Death Of Hattie Carroll

Hér er einn af magnaðri textum Dylans. lagið er að finna á The Times they are a-changin´

dylan bob 2

William Zantzinger killed poor Hattie Carroll
With a cane that he twirled around his diamond ring finger
At a Baltimore hotel society gath'rin'.
And the cops were called in and his weapon took from him
As they rode him in custody down to the station
And booked William Zantzinger for first-degree murder.
But you who philosophize disgrace and criticize all fears,
Take the rag away from your face.
Now ain't the time for your tears.

William Zantzinger, who at twenty-four years
Owns a tobacco farm of six hundred acres
With rich wealthy parents who provide and protect him
And high office relations in the politics of Maryland,
Reacted to his deed with a shrug of his shoulders
And swear words and sneering, and his tongue it was snarling,
In a matter of minutes on bail was out walking.
But you who philosophize disgrace and criticize all fears,
Take the rag away from your face.
Now ain't the time for your tears.

Hattie Carroll was a maid of the kitchen.
She was fifty-one years old and gave birth to ten children
Who carried the dishes and took out the garbage
And never sat once at the head of the table
And didn't even talk to the people at the table
Who just cleaned up all the food from the table
And emptied the ashtrays on a whole other level,
Got killed by a blow, lay slain by a cane
That sailed through the air and came down through the room,
Doomed and determined to destroy all the gentle.
And she never done nothing to William Zantzinger.
But you who philosophize disgrace and criticize all fears,
Take the rag away from your face.
Now ain't the time for your tears.

In the courtroom of honor, the judge pounded his gavel
To show that all's equal and that the courts are on the level
And that the strings in the books ain't pulled and persuaded
And that even the nobles get properly handled
Once that the cops have chased after and caught 'em
And that the ladder of law has no top and no bottom,
Stared at the person who killed for no reason
Who just happened to be feelin' that way without warnin'.
And he spoke through his cloak, most deep and distinguished,
And handed out strongly, for penalty and repentance,
William Zantzinger with a six-month sentence.
Oh, but you who philosophize disgrace and criticize all fears,
Bury the rag deep in your face
For now's the time for your tears.


The River

the river 

Bruce Springsteen er fæddur 23.september árið 1943 í Freehold, New Jersey í Bandaríkjunum. Eftir að Bruce Springsteen sló loksins í gegn árið 1975 eftir að hafa reynt í áratug, var hann krýndur sem lausnari rokksins og skínandi björt framtíð þess tónlistarforms. Hann gat rokkað einsog Jerry Lee Lewis, textar hans voru jafnflóknir og vel ortir einsog Dylans og tónleikar hans voru með því besta sem gerðist. Hvað vildi fólk meira? Ekki mikið því Bruce Springsteen varð vinsælasti og mesti tónlistarmaður rokksins. Miklar greinar  birtust í byrjun um Bruce Springsteen í tímaritum, aðallega bandarískum í byrjun og einn blaðamannana, Jon Landau, sá sem kom með þá frægu yfirlýsingu, ég sá framtíð rokksins og hún heitir Bruce Springsteen, varð svo hrifin af kappanum að hann hætti hjá Rolling  Stone tímaritinu og gerðist samstarfsmaður Springsteens.

Springsteen hafði spilað með hinum og þessum böndum í New Jersey, áður en hljómsveitin the Bruce Springsteen Band varð til. Seinna fékk hljómsveitin nafnið The E Sreet band. Sá frægi John Hammond hjá CBS bauð Springsteen samning sem einstaklingi, en Hammond hafði fyrr uppgötvað sjálfan Bob Dylan. Sjálfur sá Hammond Springsteen sem arftaka Dylans en Bruce tók ekki mark á þvílíkum pælingum og mætti með allt bandið í upptökur á fyrstu plötunni sem fékk nafnið Greetings from Ashbury park.

Fyrsta platan seldist illa. Þó sáu gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafsins margt gott við þessa plötu. Plata númer tvö, The Wild, The Innocent and the E Street Shuffle kom út aðeins tíu mánuðum eftir að sú fyrsta leit dagsins ljós. Sú var miklu sterkari og innhélt frábær lög einsog Rosalita, Incident on 57th Street og hið undurfallega lag Ashbury park, fourth of July, Sandy, lag sem Hollies tóku síðar. Samt sem áður seldist þessi plata litlu betur en frumburðurinn. Á þessum tíma var það sem Jon Landau viltist inn á tónleika með Bruce og bandinu hans og gaf út þessa frægu yfirlýsingu sína. Þá tók   Bruce Springsteen bandið einnig upp nýtt nafn, The E Street Band. Þeir ferðuðust mikið um Bandaríkin og plöturnar tvær fóru að hreyfast í búðunum. Kanar skildu hvað Springsteen var að syngja um. Hinn venjulega kana, um hans vonir og þrár, ástir og bíla og síðast en ekki síst um verkalýðsstéttina.

Platan Born to Run kom svo út 1975 og Bruce Springsteen vann aðra deildina með henni og fluttist upp í úrvalsdeild.  Þessi frábæra plata innihélt pottþétt lög og frábærar textasmíðar. Og að vonum seldist hún vel. Og síðan var ekki aftur snúið.  Þremur árum síðar kom út   Darkness on the Edge of Town. Frábær plata í alla staði og inniheldur dýrgripi á við Badlands og The Promised land. 1980  kom svo út tvöföld plata sem fékk nafnið The River.

Það má segja að The River sé rökrétt framhald af Darkness on The Edge of Town. Eða að það sé plata innan plötunnar The River. Meðalhröð rokklög sem fjalla um hinn venjulega vinnandi mann og vandamál hans. Fjölskylduvandræði og flækjur.

Meðlimir E Street bandsins á þessari plötu eru þeir Roy Bittan á píanó, sá stórkostlegi Clarence Clemons saxófónleikari, Danny Fedirici á hljómborð, Garry Tlent á bassa, Steve Van Zandt á gítar og Max Weinberg á trommur.

Það má segja að The River sé síðasta platan í trólógíu sem hófst með Born to Run, hélt síðan áfram með Darkness on The Edge of town. Born to Run var í kraftgírnum, Darkness rólegri og The River blanda af hvorutveggja. I Wanna merry you er ein fallegasta ballaða sem Springsteen hefur samið.. Textinn fjallar um unga einstæða móður með tvö börn. Hún brosir aldrei er hún gengur göturnar með barnavagninn sinn. Sögumaður segist vilja giftast henni, en hvort þetta er hans hugsanir eða bein orð hans til konunnar er ekki ljóst. Hann lofar henni hvorki gulli né grænum skógum, ekki að draumar hennar kvikni til lífs, en hann geti hjálpað þeim áleiðis. Það komi þeir tímar er allir finni löngun til fjölskyldulífs og öllu sem því tilheyrir. Og inn í þessa frásögn blandast hans eigin uppvöxtur, þar sem faðir hans var borinn til grafar, nánast með þau orð á vörunum að sönn ást sé ekki til.

Þá er komið að titillaginu sjálfu, The River. Þar er sögumaður að rifja er hann kynntist konunni sinni. Þá var hún aðeins sautján ára gömul og þau bjuggu í litlum bæ. Til gamans gerðu þau sér það til dundurs að aka út fyrir bæinn og synda í ánni. Mary stúlkukindinn varð ólétt og á nítjánda afmælisdegi sögumann giftu þau sig og hann gekk í verkalýðsfélag. Ekki voru mikil hátíðahöld þann daginn. Í dag er ekki mikið um að vera hjá þeim hjónakornum, lítil vinna hjá húsbóndanum og  eiginkonan dauf í dálkinn. Það er greinilegt að hlutirnir urðu ekki eins og þau væntu. Eru draumar ekki sannir þó þeir verði aldrei að veruleika, spyr sögumaður og í huganum hverfur hann aftur til árinnar,jafnvel þó að hann viti að hún sé nú þornuð upp.

Með þessu lagi lauk fyrri plötunni en einsog kom fram áðan er hér um tvöfalt albúm að ræða. Seinni platan hefst á ekki síðra lagi en hinni lauk á. Kanski er hér um framhaldssögu að ræða. Sögumaður sér fyrrum kærustu sín standa í dyragætt til að forðast regnið sem bylur niður. Og honum verður hugsað til þeirra daga sem þau höfðu átt saman. Hún var Júlía og hann ætlaði að verða Rómeó. En hlutirnir eru ekki svo einfaldir. Hún hefur ekki átt sjö dagana sæla. Nú bíður hún í biðröð eftir ávísun frá féló og lífið er langt í frá sæludraumi. Samt segist sögumaður hafa dreymt hana síðustu nótt. Þá hafi þau dansað saman og að hann hafi lofað að fara aldrei frá henni. Þarsem hann sér hana þarna í dyragættinni, snýr hún sér undan og þykist ekki sjá hann.Lagið heitir Poinblank.

Margir eru þeir amerísku tónlistarmennirnir sem hafa ort um hina margfrægu bílasort Cadillac.  Bruce Springsteen er þar engin undantekning. Á the River er að finna lag um þessa merkilegu bílategund, Cadillac Ranch.

Það sem gerir textagerð The River  svo merkilega er kanski það að Bruce Springsteen veltir fyrir sér draumum gærdagsins og sér í dag að þeir munu aldrei rætast. Að draumar fortíðar um betra líf hafi ekki ræst. Springsteen neyðir sögupersónur sínar í naflaskoðun  og að sjá líf sitt einsog það er og einsog það var. Dauði og djörfung er bara venjuleg saga sem aldrei hefði verið sögð ef Bruce Springsteen hefði ekki verið fæddur sögumaður.

Næsta lag er einnig harmsaga hjóna, ekki ósvipuð örlög og sungið er um í titilaginu The River. Þau höfðu gifst ung en smámsaman fjarlægðust þau hvort annað, hann ekur um í stolnum bíl og bíður ávalt eftir því að verða handtekinn. En það gerist aldrei. Eiginkonan spyr hvort hann muni eftir öllum ástarbréfunum, segist hafa vaerið að skoða þau í gærkveldi og hennihafi liðið einsog hún væri hundrað ára gömul. Hann ekur um á stolnum bíl í myrkri og hræðslu. Og aldrei kemur neinn og stöðvar hann. Lagið heitir Stolen car.

Næst síðasta lag plötunnar heitir Drive all night. Lagið er saknaðarsöngur til ástkonu sem að öllum líkindum er horfinn úr þessu jarðlífi. Hann saknar allra stundanna og kanski allramest þessara venjulegu stunda sem mannskepnan er svo fljót að gleyma. Hann myndi keyra alla nóttina bara til að kaupa á ástvinu sína skópar. Saxófónleikarinn Clarence Clemons fer á kostum í þessu lagi.

Síðasta lag plötunnar er einhver magnaðasti endir allrar rokksögunnar. Lagið Wreck on the Highway. Sögumaður er á heimleið úr vinnu er hann kemur að stórslysi þarsem maður liggur á götunni í blóði sínu. Sögumaður horfir á eftir sjúkrabílnum og verður hugsað til konu mannsins og til lögreglunnar sem verður að heimsækja hana og tilkynna lát mannsins. Um nóttina vaknar sögumaður, tekur utan um konuna sína og verður hugsað til slyssins á þjóðveginum. Einföld, sorgleg saga sem segir manni margt.


Ég kallaði á þig Kristur

 kross

 

 

 

 

 

Ég kallaði á þig Kristur
kvöld eitt hér á jörð
mitt bros var freðinn freri
til Frelsarans ég sneri
í bandingjans bænargjörð.

Þú komst til mín minn Kristur
og kysstir enni mitt
þú gafst mér þína gæsku
þú gafst mér eilífa æsku
og eilífa lífið þitt.

Ég nærist á náð þinni Kristur
þitt nafn er heilög lind
þú ert mín eina von
ég trúi á mannsins son
sem dó fyrir mína synd.


Vindlar eru lúxus....

....sem ég er hættur að veita mér. Nú eru liðnir sex mánuðir frá því að ég hætti að reykja vindla. Það fyrsta sem kom upp í hugann við lestur þessarar fréttar var að mikið vildi ég vera þarna. Næsta hugsun var; mikið er ég feginn að vera ekki þarna...

kúbuvindlar


mbl.is Vindlahátíð á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik Ómar

 tóm tunna

Því miður sá ég ekki laugardagslögin á laugardaginn var. Þursaflokkurinn heillaði meira. En ég get fullyrt það hér og nú og væri til í að gera það á fleiri stöðum, að Friðrik Ómar er drengur góður og heilsteyptur ungur maður, enda Dalvíkingur! Honum og þeim sem fara með honum til Serbíu fylgja góðar kveðjur og ég veit að hann gerir sitt besta og það er nógu gott fyrir mig. Og það er víst og rétt að það bylur hæst í tómri tunnu...einnig veit ég að Barði er einstakt ljúfmenni sem og Ceres 4. Öll dýrin í skóginum....


mbl.is Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það birtir um síðir

 cold winds

 

 

 

 

 

Hvað sem á bjátar þá birtir um síðir
þó bölið sé grimmt og dagurinn kaldur
þá verðum við saman tveir spörfuglar fríðir
því friður mun ríkja um allan Guðs aldur.

Þó kaldir vindar kuli nú um stundir
og kærleikur sé dofinn og ástin í felum
þó að allt sé farið þá verða endurfundir
fram í dal eða á útblásnum melum.

Sumt mun lifa eða er dæmt til að deyja
margt er dulið og slíku er ég feginn
og við því er sáralítið að segja
þó sumir efist um mátt þinn og megin


Illt auga?

 

illt auga

 

 

 

 

 

Kæru vinir sem leggið það á ykkur að kíkja hingað inn öðruhvoru; ég hef lítið sem ekkert farið á bloggið að undanförnu einsog þið sjálfsagt vitið. Ástæðurnar eru margar; hef ekki tíma til þess í vinnunni, hef ekki tíma til þess heima, heimilistölvan er á leiðinni á Þjóðminjasafnið og þar að auki gekkst ég undir uppskurð á auga í gær. Ég er með gerviauga hægramegin og það þurfti að skera í augnlok og setja einhverskonar silikon fyllingar að auki þannig að nú lít ég út einsog sannur sjóræningi! Mun samt verða einsog Marilyn Monroe eftir nokkra daga eða Kermit. Veit ekki hvort. Þetta er semsagt ástæðan fyrir skorti á skrifum og einnig að ég hef ekki kíkt á ykkar heimasíður. Reikna ekki með að fara í vinnu í þessari viku en haldið samt endilega áfram að hlusta á Rás 2!! Guð veri með ykkur öllum.


Við getum ekki dansað.

brotinn bátur

Hví skildum við dansa útí niðdimma nótt
er Drottinstími er fjarri og harpan fagra týnd!
Við höfum hér allt þó ekkert sé eftirsótt
og ástin sem var tilreydd var aldrei sýnd.

Það er ekki hægt að heimta svo mikið
að hérumbil allt komi að vörmu spori
við getum hvorki dansað né dustað af rykið
af daunillum vetrum sem komu undan vori.

Því mun það réttast að halda í haustið
sem hér hefur ríkt allar síðustu aldir.
Bátur okkar fúinn við bárum hann í naustið
og bráðum verða allir dagar hans taldir.

Það er talsvert fleira sem bíður brota tíma
við berum samt svo fátt og lítið á torg
haustdag einn kaldan er sólin fer að hríma
hefjumst við handa´ og rústum vora borg.


Transformer með Lou Reed.

  transformer

Þann 23.ágúst 1970 spiluðu Velvet Underground á Max´s Kansas City í New York. Þar spilaði Lou Reed sinn síðasta konsert með Velvet,  þartil þau voru endurreist í skamman tíma áratugum síðar.  Hljómsveitin hafði verið líf hans og yndi frá árinu 1965. Velvet Underground er án nokkurs vafa merkilegasta cult sveit sem starfað hefur hér á okkar guðsvoluðu jörð. Vinsældir hennar  hafa ekki dvínað á þessum rúmum þrjátíu árum frá því hún var leyst upp og áhrifa hennar gætir enn í miklum mæli.

Eftir að bandið var leyst upp flutti Lou Reed heim til foreldra sinna og starfaði um skeið hjá föður sínum sem vélritari en faðirinn var endurskoðandi. Móðir hans hafði lagt hart að honum að læra vélritun og sagði það góðan grunn fyrir lífsbaráttuna. Lou Reed bar ekki á móti því. En hann gerði einnig fleirra en að vélrita reikninga fyrir föður sinn, því hann hélt einnig áfram að skrifa ljóð og texta og semja lög. Ljóðin hans birtust í rokktímaritinu Fusion og greinar hans birtust í bæklingi sem kallaður var No one waved goodbye.

Eftir að hafa skrifað undir samning við RCA plötufyrirtækið flutti Lou Reed til London. Þar hóf hann í janúar mánuði 1972 að taka upp fyrstu sólóplötuna sem heitir einfaldlega Lou Reed. Sú var ekki uppá marga þorskana, þjáðist af offitu, yfirhlaðin og í hana vantaði allan persónuleika. Meðal spilara á henni voru Steve Howe og Rick Wakeman úr Yes.

Samtsemáður fann Lou Reed á Englandi þann meðbyr sem hann vantaði. John Cale, samstarfsmaður hans í Velvet Underground er fæddur í Wales og  Andy Warhol sem var mikill áhrifamaður á þá sveit og reyndar umboðsmaður hennar, hafði átt fund með Paul McCartney og Brian Epstein 1967 til að athuga með tónleikaferð Velvet til Englands. 1971 höfðu þeir hist á Max, Lou Reed og    David Bowie og snætt þar saman ásamt Andy Warhol. David Bowie var þá einnig Ziggy Stardust og á tónleikum hafði hann gjarnan lög frá Velvet á dagskrá sinni. Fyrsta skipti sem Lou Reed kom fram á Englandi var á tónleikum hjá David Bowie í Royal Festival Hall.

Upphafslag plötu  Lou Reed, Transformer heitir Vicious eða ofbeldisfullur. Andy Warhol átti í raun grunnhugmyndina að þessu lagi. Hann sagði við Lou Reed; afhverju semur þú ekki lag sem heitir Vicious, ofbeldishneigður. Lou Reed spurði á móti hverskonar ofbeldi hann ætti við og Warhol svaraði, ja svona ofbeldi einsog ég myndi berja þig með blómi. Lou Reed gerði þetta að fyrstu setningunni á Transformer.

Lagið Andys Chest samdi Lou Reed á Velvet árunum þegar feministi að nafni Valerie Solanas skaut Andy Warhol 1968.  Velvet hljóðrituðu þetta lag en David Bowie og gítarleikarinn hans, Mick Ronson hægðu á laginu sem betur fer og útkoman er fín. Þeir Bowie og Ronson pródúseruðu Transformer og þeir og Lou Reed útsettu lögin saman. Og þar er kanski þáttur Mick Ronson stærstur. Hann útsetti bassaleikinn, sem er stórkostlegur á plötunni en bassaleikararnir eru tveir, Klaus Voorman og Herbie Flowers og strengina sem eru mjög svo sparlega notaðir, einsog heyra má gott dæmi um í næsta lagi, hinu frábæra Perfect day.

Hljóðfæraleikarar á þessari plötu eru einsog fyrr sagði bassaleikararnir tveir, Klaus Voorman og Herbie Flowers, en það er Flowers sem leikur á kontrabassann, Lou Reed og Mick Ronson eru á gíturum og Ronson auk þess á píanói og hann bakraddar einnig ásamt David Bowie. Herbie Flowers spilar á túbu og á baritón saxa er Ronnie Ross. Trommararnir eru þrír, þeir John Halzey, Ritchy Dharma og Barry Desouza.

Það má með sanni segja að Transformer hafi eitthvað upp á að bjóða handa öllum. Þeir þremenningar, Reed, Ronson og Bowie sköpuðu þarna plötu sem er einstök í sinni sögu, Rödd Reeds er flöt og hann næstum raular, eða talar lögin, þarna má heyra tónlist í anda Broadway söngleikjahallanna, kveldverðarjass, gospel kór og rokk og ról. Og svo eru eiturlyfin yfir og allt um kring, en þeir þremenningar voru þá mjög á kafi í þeim óþverra. Mick Ronson lést úr krabbameini um miðjan síðasta áratug.

Walk on the wild side er líklegast enn þann dag í dag frægasta lag Lou Reed.  Það kom út á smáskífu og varð fyrsta lagið sem Lou Reed kom inná topp tuttugu. Árið 1956 kom út skáldsaga eftir Nelson Algren sem heitir A Walk on the Wild Side og fjallar um fíkn og vændi. Árið 1971 var Lou Reed beðinn um að semja lag í leikrit sem átti að gera eftir skáldsögunni. Sú leikgerð varð aldrei neitt annað en hugmynd og síðan þetta stórkostlega lag Lou Reeds. Næsta lag heitir Make up og þar er yrkisefnið ekki ósvipað og í Walk on the wild side. Drag drottning vaknar til dagsins og byrjar á því að mála sig og gera sig sæta, klessir framan í sig  ýmsum kremum og litum og fer síðan útúr skápnum og út á götu.

Transformer er undir miklum áhrifum frá Andy Warhol. Enda kanski ekkert skrítið þar sem Lou hafði lifað og hrærst í heimi þess undarlega listmálara í mörg ár. Glamúrlífið og glysinn var á yfirborðinu og þörfin fyrir að elska það allt saman, en þegar það og eitur lyfin voru  skröpuð í burtu kom löngunin eftir hinni fullkomnu ást í ljós. Það heyrist ákaflega vel í laginu fína Satellite of love sem gekk í endurnýjun lífdaga þegar stórbandið U2 tók það uppá arma sína á Zooropa tímabilinu.

Lou Reed fæddist 2.mars 1942 í Freeport Long Island í New York. Sem unglingur gekk hann í hverja hljómsveitina á fætur annarri áður en bandið The Shades varð til. Lagið þeirra So Blue hlaut nokkra frægð er plötusnúðurinn frægi Murray the K tók ástfóstri við það. Lou Reed fékk vinnu hjá Pickwick Records sem lagahöfundur og átti að einbeita sér að smáskífum sem áttu að þjóta upp listana. Ekki til lítils ætlað. En  Reed gekk vel. Hann samdi fjöldan allan af lögum og minnisstætt er lagið The Ostrich en Lou Reed stofnaði hljómsveit til að fylgja því eftir. Sú sveit hlaut nafnið The Primitives og meðal sveitarmeðlima var sjálfur John Cale sem síðar átti eftir að vera með Lou Reed í Velvet Underground.

Lagið New York Telephone conversation  er stutt og sætt lag um einmanaleikann og slúður sem svo oft byrjar á símtali. Þess má geta að Andy Warhole var síma fíkill. Herbie Flowers leikur á túbu í þessu lagi einsog hann áttu eftir að gera svo snilldarlega síðar í hljómsveitinni Sky.

Næst síðasta lag Transformer heitir I´m so free, ég er svo frjáls. Þar segir af manni sem hangir á Times Square og finnst hann vera sá frjálsasti í heiminum. Hann sé hinn eini sanni sonur náttúrunnar, sé frjáls á morgnana, kvöldin og um miðjan dag og alltaf þess á milli. En klafi þessa frelsis er greinilega til staðar og ýmislegt er falið á milli línanna.

Síðasta lag Transformer heitir Goodnight ladies. Stórglæsilegt lag um glamúrinn og glysið sem óneitanlega umlykur þessa plötu. Glæsilegur endir á fínni plötu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband