30.10.2007 | 12:39
200.000 Naglbítar, Hjartagull

Þriðja plata 200.000 naglbíta nefnist Hjartagull og kom út árið 2003. Það er skemmst frá því að segja að Hjartagull er einnig eyrnagull...eða konfekt. Það játast hér og nú að undirritaður hefur alltaf litið á Naglbítana sem eina fremstu, ef ekki allra fremstu rokksveit Íslendinga. Vögguvísur fyrir skuggaprins, önnur plata Naglbítanna kom út árið 2000, en sú fyrsta, Neondýrin umt haustið 1998. Afraksturinn sem sé þrír geisaladiskar, hver öðrum betri en ólíkir þó. Einhverjum finnast þessi afköst kanski ekki ýkja mikil, þegar helst þarf að gefa út plötu fyrir hver jól svo nýjungagjarnir tónlistarneytendur stroki ekki nafn viðkomandi listamanns út úr skammtímaminni sínu..en hljómsveitin var stofnuð á Akureyri 1993 undir nafninu Gleðitríóið Ásar. Nafninu var seinna breytt í Ask Yggdrasils en árið 1995 keppti hljómsveitin í Músíktilraunum undir núverandi nafni þar sem hún lenti í 3. sæti. Naglbítarnir féllu ekki í þá gryfju að gefa út á hverju ári, heldur vanda betur það sem þeir sendu frá sér. Fyrri plöturnar tvær lifa því enn góðu lífi í dag og hafa elst vel og hljóma í eyrum ferskar og fínar. 200. 000 naglbítar er tríó eða var...því líklegast er hljómsveitin hætt, og var skipað þeim Kára Jónssyni bassaleikara, Benedikt Brynleifssyni trommara og söngvaranum og gítarleikaranum Vilhelm Antoni Jónssyni sem jafnframt er aðal laga og textahöfundur sveitarinnar. Axel Árnason var trommari á tveimur fyrstu plötunum en hann starfar nú sem upptökumaður í hljóðverum og tók til dæmis upp þessa plötu félaga sinna. Hljómur plötunnar er mjög góður, hreinn og þéttur og augljóst mál að Axel kann vel til verka enda þekkir hann þá naglbíta vel og veit hvað þeir vilja. Lagasmíðar Vilhelms eru grípandi og jafnframt djarfar og augljóst er að hann þekkir vel til rokksögunnar. Hann hefur greinilega gert sér grein fyrir því að rokkið var ekki fundið upp af Nirvana eða Strokes svo dæmi séu tekin, heldur af bandarískum blökkumönnum um miðja síðustu öld. Einnig er gaman að heyra að Brian Wilson Beach Boys maður er tekinn alvarlega af ungum rokkdrengjum í dag. Textar Vilhelms er frekar dökkir en haganlega ortir. Tildæmis verða honum endalok heimsins að yrkisefni í lagi sem nefnist Sól gleypir sær og ekki er nú sungið daglega um þann atburð. En það sem meira er, textarnir eru á íslensku og ekki neitt leirbull eða miðjumoð. Og þá er bara að skella þessum geisladiski í spilarann og athuga hvort að ég hafi farið með tómt bull og staðlausa stafi. Vonandi að 200.000 naglbítar taki saman á ný...einhverntímann í framtíðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 11:39
Undarlegt!
Íslendingar er enn á því að allt íslenskt sé best í heimi...sem það er efalaust. Nú fyllast menn stolti yfir íslenskum karamellum, súkkulaði og íslenskum hrískúlum! Allt er best sem íslenskt er..nema að ég held að Prince Polo sé og hafi verið undanfarin hundrað ár vinsælasta sælgætið á Íslandi. Og ef ég man rétt er það pólskt nammi!!! Svosem lítið varið í belgískt konfekt við hliðina á íslensku pakkað í skrjáfpoka eða í kassa með mynd af Heklu...en aftur, pólskt súkkulaði og amerískir gosdrykkir eru vinsælastir á Íslandi sem...býr til besta nammi í heimi..... Über alles....
![]() |
Íslenskt nammi vinsælt vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 16:38
Afturgöngur skelfa?
Eða hvað? Ætli hann hafi ekki bara verið ánægður yfir því að hitta Lennon í rúminu? Ég skil reyndar ekkert í því afhverju maðurinn hefur kveikt allan sólarhringinn...hann á eftir að hitta Elvis, Morrrison, Brian Jones, Janis Joplin, Jesú Krist, Shakespeare, Harrison, Bowie..nei hann er ekki dauður...Maðurinn er greinilega ekki með fúlle femm en það grunaði mig svosem...ég nefnilega á það til að yfirgefa líkamann og einusinni hitti ég kallinn...og skaut honum skelk í bringu..mér finnst áran hans ekki falleg og ..... bull eretta!!!
![]() |
Liam Gallagher telur afturgöngu Lennons hafa heimsótt sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 13:12
American Pie með Don McLean
American Pie var kosið eitt af fimm eftirminnilegustu dægurlögum síðustu aldar í kosningu sem fram fór í Bandaríkjunum um síðustu aldamót. Hin lögin fjögur voru Over the rainbow með Judy Garland, White Christmas með Bing Crosby, This land is your land með Woody Guthrie og Respect með Arethu Franklin. Ekki slæmur félagsskapur fyrir höfund og flytjanda þessa lags Don Mclean. Þetta lag kom út á smáskífu árið 1972 og fór í fyrsta sæti Billboard listans bandaríska og var inná topp fjörutíu í sautján vikur, lengur en nokkurt annað lag það ár. Viðlagið er grípandi og flestir byrja að raula það með er þeir heyra lagið. En textinn er magnaður, súrrealískt ferðalag gegnum rokksöguna og þar rís Buddy Holly hæst ásamt Bob Dylan sem nefndur er The Jester, eða gosinn, hirðfíflið eða eitthvað álíka, þó ekki neikvætt og Rolling Stones koma einnig við sögu. Annars er textinn það margslunginn að menn eru enn að lesa einhverja nýja speki út úr honum, nú þrjátíu árum síðar. Síðan kom út samnefnd stór plata, það er American Pie, og mörgum yfirsést í dag að hún naut ekki síður velgengni en smáskífan. Hún sat í heilar sjö vikur á toppi Billboard listans fyrrnefnda og lagið Vincent sem er um hollenska listmálarann Van Gogh naut gífurlegrar hylli. Platan hlaut Grammyverðlaunin árið 1972 sem plata ársins. Don Mclean hefur enn ekki getað toppað þessa plötu sína en hann naut þó velgengni í nokkur ár með ágætis lögum og fínum textum. Síðustu árin hafa þó verið mögur og ekki er hægt að segja að hann sé afkastamikill í dag. Stóra platan American Pie var endurútgefin fyrir nokkrum misserum síðan og stafræn endurvinnsla hefur tekist vel. Með plötunni fylgir bæklingur og meðal efnis þar skrifar Don Mclean nokkur orð um hvert lag. Eina lag plötunnar sem ekki er eftir hann sjálfan heitir Babylon og lagið nam hann af Lee Hays sem fyrir margt löngu síðan var í þjóðlagasveitinni The Weavers ásamt ekki ómerkari manni en Pete Seeger. Lee Hays hafði á einhvern hátt komist yfir lagið en það var samið uppúr 1930 í gyðinga gettóinu í Varsjá í Póllandi eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi. Textinn er upphaf hundrað þrítugasta og sjöunda Davíðssálms og er svona í íslenskri þýðingu.
Við Babýlonsfljót sátum vér og grétum
er við minntumst Síonar.
En ég ætla að birta textann við American Pie hér og dæmi nú hver fyrir sig.
A long, long time ago...
I can still remember
How that music used to make me smile.
And I knew if I had my chance
That I could make those people dance
And, maybe, they'd be happy for a while.
But february made me shiver
With every paper I'd deliver.
Bad news on the doorstep;
I couldn't take one more step.
I can't remember if I cried
When I read about his widowed bride,
But something touched me deep inside
The day the music died.
So bye-bye, miss american pie.
Drove my chevy to the levee,
But the levee was dry.
And them good old boys were drinkin' whiskey and rye
Singin', "this'll be the day that I die.
"this'll be the day that I die."
Did you write the book of love,
And do you have faith in God above,
If the Bible tells you so?
Do you believe in rock 'n roll,
Can music save your mortal soul,
And can you teach me how to dance real slow?
Well, I know that you're in love with him
`cause I saw you dancin' in the gym.
You both kicked off your shoes.
Man, I dig those rhythm and blues.
I was a lonely teenage broncin' buck
With a pink carnation and a pickup truck,
But I knew I was out of luck
The day the music died.
I started singin',
"bye-bye, miss american pie."
Drove my chevy to the levee,
But the levee was dry.
Them good old boys were drinkin' whiskey and rye
And singin', "this'll be the day that I die.
"this'll be the day that I die."
Now for ten years we've been on our own
And moss grows fat on a rollin' stone,
But that's not how it used to be.
When the jester sang for the king and queen,
In a coat he borrowed from james dean
And a voice that came from you and me,
Oh, and while the king was looking down,
The jester stole his thorny crown.
The courtroom was adjourned;
No verdict was returned.
And while lennon read a book of marx,
The quartet practiced in the park,
And we sang dirges in the dark
The day the music died.
We were singing,
"bye-bye, miss american pie."
Drove my chevy to the levee,
But the levee was dry.
Them good old boys were drinkin' whiskey and rye
And singin', "this'll be the day that I die.
"this'll be the day that I die."
Helter skelter in a summer swelter.
The birds flew off with a fallout shelter,
Eight miles high and falling fast.
It landed foul on the grass.
The players tried for a forward pass,
With the jester on the sidelines in a cast.
Now the half-time air was sweet perfume
While the sergeants played a marching tune.
We all got up to dance,
Oh, but we never got the chance!
`cause the players tried to take the field;
The marching band refused to yield.
Do you recall what was revealed
The day the music died?
We started singing,
"bye-bye, miss american pie."
Drove my chevy to the levee,
But the levee was dry.
Them good old boys were drinkin' whiskey and rye
And singin', "this'll be the day that I die.
"this'll be the day that I die."
Oh, and there we were all in one place,
A generation lost in space
With no time left to start again.
So come on: jack be nimble, jack be quick!
Jack flash sat on a candlestick
Cause fire is the devil's only friend.
Oh, and as I watched him on the stage
My hands were clenched in fists of rage.
No angel born in hell
Could break that satan's spell.
And as the flames climbed high into the night
To light the sacrificial rite,
I saw satan laughing with delight
The day the music died
He was singing,
"bye-bye, miss american pie."
Drove my chevy to the levee,
But the levee was dry.
Them good old boys were drinkin' whiskey and rye
And singin', "this'll be the day that I die.
"this'll be the day that I die."
I met a girl who sang the blues
And I asked her for some happy news,
But she just smiled and turned away.
I went down to the sacred store
Where I'd heard the music years before,
But the man there said the music wouldn't play.
And in the streets: the children screamed,
The lovers cried, and the poets dreamed.
But not a word was spoken;
The church bells all were broken.
And the three men I admire most:
The father, son, and the holy ghost,
They caught the last train for the coast
The day the music died.
And they were singing,
"bye-bye, miss american pie."
Drove my chevy to the levee,
But the levee was dry.
And them good old boys were drinkin' whiskey and rye
Singin', "this'll be the day that I die.
"this'll be the day that I die."
They were singing,
"bye-bye, miss american pie."
Drove my chevy to the levee,
But the levee was dry.
Them good old boys were drinkin' whiskey and rye
Singin', "this'll be the day that I die."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 12:19
Hvernig endar þetta?
Mikið er ég feginn að ég er ekki að fara að fljúga, hvorki heim frá Tyrklandi, né norður til Akureyrar, þaðan af síður með Dash 80 vél SAS. Mér óar við öllum þessum óhöppum sem hafa dunið á okkur undanfarið...
![]() |
Ísing olli því að ekki náðist fullur jafnþrýstingur í vél Flugfélags Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2007 | 11:34
Einsog ég hef alltaf sagt;
vakan er stórlega ofmetin...líklegast bara bóla sem hverfur. Maður á að sofa eins oft og hægt er og eins lengi og hægt er og hvar sem manni dettur í hug zzzzzzzzzzzzz
![]() |
Svaf af sér utanlandsferðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 23:20
Voru þeir með osti?
Það finnst mér vera stóra spurningin... eða kanski ekki...skiptir kanski ekki máli 103 ostsneiðar á átta mínútum!!! En ég fatta eiginlega ekki hvernig þetta er hægt; þetta er 51 og hálfur hamborgari á fjórum mínútum, 25 og einn fjórði á tveimur mínútum, rétt rúmlega 12 og hálfur á einni mínútu, sex og einn fjórði á hálfri mínútu, rétt rúmlega þrír á fimmtán sekúndum, semsagt einn á hverja fimm sekúndur!!! Og það í átta mínútur. Þetta er vel að verki staðið. En ætli að hann hafi drukkið eitthvað með þessum borgurum? Líklegast hafa þetta verið McDonald því þeir eru jú frekar litlir og hver ekki nema um það bil einn munnbiti. Þó að mér þyki hamborgarar veislumatur, held ég að ég reyni ekki við þetta met, hef náð þremur samt.. á hálftíma.
![]() |
Heimsmet í hamborgaraáti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2007 | 18:28
Einsog fuglarnir.
Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga
flögraði það aldrei að þér
að eg væri að ljúga?
Ég sagði við þig falleg orð á ástarstundu
og alltaf ég beindi að þér spjótunum þínum
sagði þér frá leyndu löndunum sem hrundu
en lágu samt svo nærri rótunum sínum.
Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga
flögraði það aldrei að þér
að eg væri að ljúga?
Ég hélt mér aldrei að þér en hugðist verða þinn
er heimur myndi farast í fyllingu tímans
þú lagðir mér línur sem fóru út og inn
en í lokin þær náðu aldrei til símans.
Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga
flögraði það aldrei að þér
að eg væri að ljúga?
Við áttum stundir og stríð á bardagavöllum
og ég staldraði við í bakgarði þínum
ég kippti´ upp með rótum rósunum öllum
og með reisn þær urðu að blómunum mínum.
Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga
flögraði það aldrei að þér
að eg væri að ljúga?
Og nú bið ég að heilsa börnum sem dreyma
en bráðliggur á til fjarlægra stranda
seinna við förum til framandi heima
er fjöllin þau molast í marflata sanda.
Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga
flögraði það aldrei að þér
að eg væri að ljúga?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 13:02
Abbey Road

Margir telja Revolver bestu plötu The Beatles enda hefur hún undanfarið oft verið kosin besta plata allra tíma. Í svipuðum kosningum fyrri ára var Sgt Peppers Lonely Hearts Club Band, einnig með The Beatles oftast kosin besta platan. En það er álit margra að Abbey Road sé besta plata þessara drengja frá Lifrarpolli.. Ekki ætla ég að leggja mat þar á. Abbey Road var svanasöngur The Beatles, þó hún kæmi ekki út síðust var hún það síðasta sem þeir tóku upp saman þó að Let it Be hafi verið sú sem var gefin út síðast, fyrir utan undarlegar plötur einsog Naked og plötuna sem George Martin setti saman og klippti nokkur Bítlalög í ræmur og skeytti síðan saman. Leyndir þræðir eru á milli Abbey Road og Sgt. Peppers þó að Abbey Road hafi til að bera sterkari lagasmíðar og sé rokkaðri. Þeir voru í stöðugri framför í list sinni, hvert sem litið er. Aldrei höfðu þeir sungið betur og vil ég sérstaklega nefna lagið Because sem er snilldarlega raddað. Þeir fléttuðu saman lögum einsog að drekka vatn og reyndar er seinni helmingur plötunnar ein samfelld flétta, oft kallaður Abbey Road Svítan. Aldrei áður hafði jafn kröftugur rokk hljómur verið í gítar George Harrison, nefni ég lögin I want you (she´s so heavy), Come Together og The End. Sterkustu tónsmíðar Harrisons var að finna á þessari plötu, Here Comes the Sun og hið magnaða lag Something sem var fyrsta smáskífan sem gefin var út af The Beatles þar sem Harrison var höfundur. Meira að segja Ringo Starr átti ágætis lag, Octopus´s garden. Byrjun plötunnar var ótrúleg, snilldarlag Lennons Come Together hljómaði er nálin var sett á byrjunarreit Abbey Road.
Næsta lag var hið magnaða lag Harrisons, Something, á eftir því kemur fremur ómerkilegt lag sem heitir Maxwell silver hammer, þarsem The Beatles reyna að vera fyndnir, líkt og í Yellow Submarine nokkrum misserum áður. Síðan heyrum við lag McCartneys, Oh Darling. Þar á eftir kemur lagasmíð Ringos, Octopus´s Garden og fyrri hliðinni lýkur á mögnuðu blús rokki úr smiðju Lennons, I want you she´s so heavy. Þessi plata kom út 26. September 1969. Þá var hið svokallaða Bítlaæði í rénum, en samt sem áður báru The Beatles höfuð og herðar yfir aðrar hljómsveitir, bæði í vinsældum og sem áhrifavaldar.
Bryan Adams segir um margnefnda plötu,- Mér finnst þetta einfaldlega stórkostleg plata. Uppáhalslag mitt er einmitt að finna á þessari plötu. Because. Það heyrist aldrei í útvarpi en er samt sem áður eitt fallegasta lag sem til er.-
þegar þessi plata kom út voru að sjálfsögðu ekki til geislaplötur. Hlið tvö hefst á Here Comes the Sun síðan var það Because og eftir það ágæta lag kom Abbey Road svítan margfræga.
SUN KING
MEAN MR MUSTARD
POLYTHENE PAM
SHE CAME IN THROUGH THE BEDROOM WINDOW
GOLDEN SLUMBERS
CARRY THE WEIGHT
THE END
Þetta er hin svokallaða Abbey Road svíta. Og þar með lauk þeirri plötu utan hvað örlítill lagstubbur var í restina. Þessi stubbur var óður til Bretadrotningar og heitir einfaldlega Her majesty. Ekki er ég alveg viss um að allir samþykki það sem ég skrifa hér. Tildæmis finnst mörgum Maxwell silver hammer vera hið dægilegasta lag en svona er þetta..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.10.2007 | 11:28
Skemmtileg tilviljun..
...þessar tengingar eru alveg dásamlegar...en...ég hef oft keyrt framhjá höfða en var ekki á þessum fundi... ég hef séð Binga í sjónvarpinu en samt...man eftir því að hafa hlustað á Birgi Ísleif halda ræðu en samt voru Motion Boys ekki á sviðinu... einusinni var Höfði að hruni kominn og þeir lokuðu Sædýrasafninu..
![]() |
Óvæntar tengingar komu í ljós á hátíðarfundi borgarráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)