14.11.2007 | 09:36
Málið er....
...að þarna var á ferð reykelsisgerðarmaðurinn Buddu-glam. Hann hefur haft það til siðs undanfarin áttatíu ár að ferðast með logandi reykelsi. Hann fann upp hinn sérstaka Glucose kamrakendi ilm fyrir rúmum áttatíu árum síðan en það verður að halda loganum við því ekki mun vera hægt að tendra hann aftur. Því útbjó hann sér ferðatösku með púströri til að halda við loganum þegar hann fer í söluferðalög en á þessum síðustu og verstu tímum er þetta nokkuð óhagstætt því reykjandi ferðataska er illa séð í flughöfnum. Því má reikna með að þessi sérstaki ilmur sé að syngja sitt síðasta og þar að auki er Buddu-glam orðinn talsvert aldraður og hann mun vera sá eini sem kann uppskriftina að hinum leyndardómsfulla ilmi Glucose kamrakendi.
![]() |
Reyk lagði úr ferðatösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 13:54
Everybody knows this is nowhere

Everybody knows this is nowhere kom út árið 1969. Neil Young fæddist í Toronto í Kanada árið 1945. Ungur að aldri fluttist hann til Winnipeg og þar hófst ferill hans sem tónlistarmaður. Hann spilaði í hinum og þessum bílskúrsböndum og nægir að nefna nafn einsog The Squires en þeir voru frægir fyrir það í Winnipeg að mæta alltaf á æfingar og spilamennsku í 48 módelinu af Buick. Neil Young þreyttist á einangruninni í Winnipeg svo einn daginn hoppaði hann uppí 53 módelið af Pontiac, Buickinn hafði skömmu áður hrunið, og stefnan var tekinn á Los Angeles. Þar hitti hann fyrir gamlan félaga, Stephen Stills og hljómsveitin Buffalo Springfield var stofnuð árið 1966.
Fyrir utan Neil Young og Stephen Stills voru í Buffalo Springfield þeir Richie Furey, Dewey Martin og Bruce Palmer en í staðinn fyrir hann kom svo síðar Jim Messina. En að öðru.
Eftir þrjár stórar plötur og tveggja ára starf, hætti Buffalo Springfield störfum. Í janúar 1969 kom svo út fyrsta sólóplata Neil Young og hét hún einfaldlega í höfuðið áhonum sjálfum. Þetta var þokkalegt start hjá meistaranum og eftirminnilegasta lagið er kanski The Loner. En Neil Young rakst á pöbb band sem hét The Rockets og leist prýðilega á sveinana. Hann fékk þá til að spila með sér á sinni næstu plötu sem varð að Everybody knows this is nowhere og kom út um vorið 1969. Í The Rockets voru þeir Danny Whitten gítarleikari, Billy Talbot á bassa og Ralph Molina á trommum. Neil Young fannst nafnið The Rockets frekar hallærislegt og endurskýrði þá Crazy Horse. Þetta varð upphafið að samstarfi þeirra sem enn sér ekki fyrir endann á. Þessi plata lagði línurnar fyrir það sem á eftir skyldi koma, rokk einsog engir aðrir spila, löng gítarsóló og riff engu lík svosem heyra má í upphafslagi Everybody knows this is Nowhere, Cinnamon Girl.
Þetta lag er enn eitt mest spilaða lag Neil Young í útvarpi og enn tekur hann það á tónleikum. Einsog kom fram áðan er þetta fyrsta platan sem Crazy Horse spiluðu á með Neil Young. Það er einsog þeir nái að draga fram það besta í honum. Háværir gítarar, löng lög og frábærar lagasmíðar. Í næsta lagi, Round and Round (it wont be long) koma fram allir bestu kostir Neil Youngs og Crazy Horse fram. Í hópinn bætist söngkonan Robin Lane.
Einn af hápunktum þessarar plötu er lagið Down by the river. Þar sýnir Neil Young og sannar að hann er rokkskáld á heimsmælikvarða. Lagið er rúmar níu mínútur að lengd og það er sá flöskuháls sem reynist flestum erfiðastur. Þeir eru ekki margir sem geta spilað og samið svona löng lög án þess að áheyrandanum fari að leiðast. Neil Young og Crazy Horse halda athyglinni allan tímann og þegar upp er staðið er lagið of stutt. Neil Young getur undirbúið og farið í hljómaferðalag sem tekur langan tíma án þess að nokkur samferðamanna finni fyrir þreytu eða leiða.
Eitthvert magnaðasta lag Youngs heitir Running dry(Requiem for the Rockets). Þarna er Neil Young á ferðalagi um hina dimmari dali hins mannlega lífs, um hræðslu og örvæntingu. Í upphafslínu textans leggur hann línur fyrir það sem koma skal í laginu, oh please help me, oh please help me, I´m living by myself.........Neil Young syngur lagið með fullvissu þess manns að við séum á hægri niðurleið, og ef einhver lukka er til staðar, útúr drullupollinum. Bobby Notkoff spilar á fíólu.
Síðasta lag þessarar fínu plötu sem tekin var upp á tveimur vikum vorið 1969 er Cowgirl in the sand. Og hvílíkur endapunktur. Cowgirl in the sand hefur allt til að bera sem prýða má lag eftir Neil Young. Rifin sólógítar, góð melódía og fín lagasmíð. Frábær flutningur. Og einsog fyrr sagði virðast Crazy Horse ná að draga fram það besta í Neil Young.
Stuttu eftir útkomu þessarar plötu var Young beðin um að slást í hóp þeirra Crosby, Stills og Nash. Sem hann og gjörði og eyddi næsta ári til skiptist með þeim félögum og Crazy Horse. Enn er hann viðloðandi þessa sveit. Ég leyfi mér að fullyrða það hér og nú að þessi plata á eftir að lifa okkur öll sem göngum hér á þessari guðsvoluðu jörð í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2007 | 12:47
Undarleg fyrirsögn!
![]() |
Útlendingar búa alls staðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2007 | 12:20
Þetta er svindl!!!
Þetta eru örugglega ekki alvöru jólasveinar.Það er bókað og það er klárt að þeir leggja ekki af stað til byggða fyrr en þrettán dögum fyrir jól og þá bara einn í einu. Stekkjarstaur er fyrstur en Kertasníkir sá síðasti. Að það sé hægt að lokka þá fyrr og að láta þá vera lengur í byggð fyrir peninga er bara lygi. Svoleiðis gera ekki alvöru jólasveinar. Annað hvort er þetta plat eða þá að þetta eru low class jólasveinar eins og Leppur, Skreppur Tífill eða Tífall, Tútur, Baggi, Lútur eða Hnútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sledda, Bjálminn eða Bjálfinn sjálfur, Bjálmans eða Bjálfans barnið, Lækjaræsir, Litli-Pungur, Örvadrumbur. Semsagt, bara lélegir jólasveinar..
![]() |
Jólasveinar moka inn milljónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2007 | 16:51
Deep Purple in rock

Deep Purple in Rock
Chris Curtis fyrrum trommari í Searchers fékk bissnessmanninn Tony Edwards til að vera umboðsmaður fyrir sig eftir að hann hætti í The Searchers. Edwards fékk aftur á móti John Coletta, auglúsingahönnuð, til að fjárfesta í Curtis og hljómsveit sem þessi fyrrum trommari ætlaði að stofna. Fyrstur til að ganga í bandið var Jon Lord, sem þá var að störfum með hljómsveitinni Flowerpot Men, en þeir áttu meðal annars smellinn Lets go to San Francisco. Lord tók með sér gítarleikarann Ritchie Blackmore sem um þær mundir starfaði í Þýskalandi. Þetta var árið 1967. í febrúar árið eftir er sveitin formlega stofnuð og voru meðlimir þá Chris Curtis, fyrrum trommari sem söng, Jon Lord á hljómborð, Dave Curtis á bassa og Bobby Woodman á trommum. Þessi hljómsveit fékk nafnið Roundabout. Ekki varð þessi liðsskipan langlíf. Fyrrum trommarinn Curtis hætti sem og nafni hans bassaleikarinn og einnig Woodman trommari. Í staðinn komu Ian Paice trommari og söngvarinn Rod Evans og bassaleikarinn Nick Simper. 20.april 1968 kom hljómsveitin fram í fyrsta skipti og var það í Tastrup í Danmörku. Þá hafði verið skipt um nafn og Deep Purple varð fyrir valinu.
Sagan segir að amma Blackmores hafi haldið mikið uppá lag sem heitir Deep Purple og þess vegna varð nafnið fyrir valinu. Bandaríska hljómsveitin Vanilla Fudge var hin mikla fyrirmynd. Í maímánuði 1968 tóku þeir upp fyrstu stóru plötuna á átján tímum eftir að hafa skrifað undir samning við EMI. Fyrsta smáskífan kom út í september og var það endurgerð á lagi eftir Joe South og nefndist Hush. Lagið komst í fjórða sæti bandaríska listans en englendir sýndu því enga athygli. Mánuði síðar kom svo fyrsta stóra platan og heitir hún Shades of Deep Purple.sú komst í tuttugasta og fjórða sætið hjá Billboard og sem fyrr vissu englendingar lítið um Deep Purple. Í desember sendu þeir frá sér smáskífu með lagi eftir Neil Diamond, Kentucky Woman.
Í febrúar 1969 kom svo önnur stóra platan og nefndist hún The Book of Talysen. Sem fyrr voru enskir ekki tilbúnir fyrir Deep Purple en kanar gripu diskinn fegins hendi. Þegar þriðja stóra platan kom út, en hún nefnist einfaldlega Deep Purple kvöddu þeir Rod Evans söngvari og Nick Simper hljómsveitina. Þá gengu til liðs við Deep Purple bassaleikirinn Roger Clover og söngvarinn Ian Gillan. Í september þetta sama ár tóku þeir upp Concerto for Group and Orchestra eftir Jon Lord með Royal Philharmonig Orchestra í Royal Albert Hall og gáfu þetta síðan út í byrjun árs 1970. þá tóku bretar við sér og platan komst á enska listann og náði hæst 26. sæti. Í ágúst kom svo út stóra platan Deep Purple in Rock.
Platan kom sem sagt út í ágúst mánuði árið 1970 og nú tóku bretar við sér fyrir alvöru. Platan komst í 4. sætið og var heilar 68 vikur á listanum. Platan vakti alveg gífurlega athygli, því þarna var eitthvað alveg nýtt á ferðinni. Svona rokk hafði ekki heyrst áður. Það má segja að með þessari plötu og fyrstu plötu Led Zeppelin hafi þunga rokkið komist á laggirnar. Það var eiginlega Ritchie Blacmore sem á heiðurinn stærstan af tilurð þessarar plötu. Eftir að fyrstu stóru plöturnar höfðu vakið litla athygli, fannst Blackmore nóg komið og gítarrokkið varð lifandi. Ásamt því og kröftugri rödd Gillans svínvirkaði tónlistin.
Á Englandi einu saman seldust yfir milljón eintök. Í kjölfarið fylgdu óteljandi bönd sem vildu gera eins og feta í fótspor þessara nýju goða. Sérstaka athygli vakti lagið Child in Time og segja má að það sé komið í mjög svo þröngan hóp laga sem telja má til ofurklassískra. Lagið byrjar ofur blíðleg og Ian Gillan syngur og þenur raddböndin sem aldrei fyrr né síðar. Lagið vefur síðan uppá sig þartil í lokin að fullnægingunni er náð.Child in time af Deep Purple in Rock, var hin mikla epíska tónsmíð Blackmores, en þeir Deep Purple meðlimir eru reyndar allir skrifaðir fyrir laginu sem og öllum öðrum lögum plötunnar. Flight of the rat heitir næsta lag og er fínt tóndæmi um hinn nýja rokkstíl Deep Purple. Lagið er tæpar átta mínútur að lengd og Blackmore og Jon Lord hljómborðsleikari taka alveg fantafín sóló í þessu mikla rokklagi.
Deep Purple útsetja og pródúsera plötuna sjálfir en upptökumenn voru þeir Andy Knight, Phil McDonald og Tom Bender. Næsta lag er gítarrifflagið Into the Fire og síðan kemur Living wreck en lokalagið heitir Hard loving man
Platan hefur verið endurútgefin ótal sinnum og vegleg útgáfa kom út 1995 á 25.ára afmæli plötunnar. Þar var hellingur af aukalögum og rímixum sem gera gripinn mjög svo áhugaverðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 13:20
Bara eitt lið
Ég held að það sé best að það verði bara eitt lið, Ríkislið. KR er að kaupa það sem til er og var afgangs frá því í fyrra, en þá keyptu þér búðina einsog hún lagði sig. Ég sting því upp á því að KR verði í úrvalsdeild eitt og sér og hin liðin, ef einhverjir verða eftir, eða þá KR b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u keppi í neðri deildum. Þá þarf aldrei að reka þjálfara og vesturbæingar geta andað rólega. KR verður þá áskrifandi að Íslandsmeistaratitlinum og tekur jafnframt þátt í öllum Evrópumótunum þarsem ekki þarf að keppa hérlendis. Útrás er eitthvað sem Björgólfur kann og því ekki í útrás með KR liðið? Ég ætla ekki að stinga uppá því að KR verði flutt alfarið til útlanda, aðrir mega gera það!
![]() |
Jónas Guðni: Erfið ákvörðun að yfirgefa Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.11.2007 | 09:04
Mikið er ég feginn....
![]() |
300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 21:57
Band on the run

Á árinu 1973 var það ljóst að Paul McCartney ætlaði að feta þann sama breiða veg og The Beatles höfðu troðið þau ár sem sú hljómsveit lifði.
Það er, að gefa út hljómplötur með stuttu millibili. Í desember 1973 kom Band on the run út, þremur og hálfu ári eftir að síðasta bítlaplatan hafði komið út. Þetta var fimmta platan með Paul frá þeim tíma og sú þriðja með The Wings. Þannig að afköstin voru gífurleg. Ekki nóg með að stóru plöturnar hafi nánast verið framleiddar á færibandi, heldur komu einnig smáskífur sem ekki var að finna á stóru plötunum. Einnig tóku þeir upp fjöldan allan af lögum sem hafa ekki komið út, fóru í þrjár hljómleikaferðir á skemmri tíma en tveimur árum, gerðu sjónvarpsþátt, tóku upp myndbönd, og fóru í frí. Allt þetta á meðan að Paul og konan hans, Linda McCartney voru að ala upp börnin sín ung. Og útfrá þessu og svo mörgu öðru sem við komum að síðar, var Band on the run plata sem hefði alls ekki átt að gera sig.
Allar aðstæður í kringum gerð þessarar plötu voru semsagt slíkar að platan hefði átt að verða vond. Samt sem áður varð Band on the run sönnun þess að listin getur sigrast á öllum kringumstæðum, sem voru raunar þannig að það var líktog einhver hexa væri fljúgandi á sínu priki yfir öllu, bölsótandi vitlaus og fúl. Platan seldist í milljóna upplagi og Paul McCartney komst aftur á þann stall sem hann á að vera á. Jafnvel John Lennon sagði að Band on the run væri frábær plata. Og Lennon og McCartney voru ekki bestu vinir aðal á þessum tíma.
Jet var einn af Labrador hvolpum McCartneys og því annað lagið sem Paul samdi þarsem hundar hans koma við sögu. Hið fyrra var Martha my dear af hvíta albúmi Bítlanna.
Wings ferðuðust um Bretlandseyjar um vorið og sumarið 1973 til að fylgja eftir plötunni sinni Red Rose Speedway og smáskífunni My love. Þetta var fyrsta ferð Wings um heimaslóðir sem þarsem almenningur átti þess kost að sjá þá. Áður hafði McCartney og hinir nýju spilafélagar hans troðið sér inní sendibíl, ekið uppað hinum og þessum háskólum og boðist til að spila fyrir fimmtíukall á haus. En þessi túr 1973 var hefðbundnari, þeir spiluðu í fimmtán leikhúsum í maí og svo aftur í júlí tilað fylgja eftir smáskífunni, Live and let die úr samnefndri James Bond mynd. Sem skemmtilega á óvart náði sæti 007 hjá New Musical Express. Eftir þetta allt saman fóru þau hjón Paul og Linda heim til Skotlands og stuttu eftir heimkomuna hófu þau í sameiningu að semja efni sem síðar áttí eftir að vera uppistaðan í Band on the run.
Eins og ávallt fengu þau hjón innspýtingu og áhrif úr ýmsum áttum. Þó Band on the run sé að mestu tekin upp utan Englands, eru textarnir að miklu leyti breskir. Það er með skírskotanir til þess sem breskt má kalla, pint af öli, súfragettur og annað slíkt. Þau áttu meiraðsegja Land Rover sem gekk undir nafninu Helen Wheels og eitt lagið heitir einmitt eftir þessu torfærutrölli. En hið alþjóðlega samfélag var einnig til staðar. Þau hjónakorn ortu um eyðimörkina, sveitadómarann bandaríska, Wasingthon og Vanderbilt.
Paul hafði tekið plötuna sína McCartney upp að mestu leiti heima hjá sér í Skotlandi og í London, Ram hljóðritaði hann í New York og Los Angeles en þetta voru eiginlega undantekningar. Abbey Road studíóið í eigu EMI var hans heimavöllur, allt frá Bítlatímum. En þar sem EMI var alþjóðlegt fyrirtæki átti það hljóðver í hinum og þessum heimshornum. Paul vildi taka upp svo hann spurði þá stóru kalla hjá EMI hvar Wings gætu tekið upp nýja plötu og honum var bent á meðal annara borga, Bombay, Rio De Janeiro, Peking og Lagos í Nigeríu. Lagos, Paul sá fyrir sér letilíf, hitabeltisdaga sem myndu líða áfram sem draumur, við trumbuslátt innfæddra á ströndinni og upptökur að nóttu til. En einsog hann sagði síðar, It didn´t turn out quite like that, en sú varð ekki raunin. Það sem þau McCartney hjón vissu ekki var að við völd var herforingjastjórn, byssuglöð mjög, og að það fyrsta sem mætti þeim á flugvellinum yrðu hermenn með alvæpni. Þó að Nigería væri hluti af Breska samveldinu var lífsstandardinn þar mjög ólíkur því sem gerðist heima á Englandi. Frárennslið, sem dæmi var í opnum skurðum og það jafnvel inní höfuðborginni sjálfri, Lagos. Einnig að fátt eitt gekk upp án þess að lauma seeðlabúntum í rétta lófa sem gátu síðan kippt í þræði. Einnig þurftu þau að fá þó nokkuð margar sprautur gegn hinu og þessu áður en óhætt yrði að fara til Nigeríu.
Það var semsagt ákveðið að taka plötuna upp í Lagos höfuðborg Nígeríu. Viku áður en það átti að leggja í hann, buðu McCartney hjónin hinum meðlimunum í Wings til sín til Skotlands þarsem ætlunin var að renna í gegnum lögin sem samin höfðu verið. Meðlimirnir voru þeir Danny Laine, Henry McCullough og Denny Seiwell. Það var vitað að samkomulagið var ekki upp á það besta. Sögusagnir höfðu verið uppi um það á tónleikaferðalaginu fyrr á árinu að Henry McCullough sólógítarleikari hygðist yfirgefa bandið. Í Skotlandi þrefuðu þeir, Paul og hann um eitthvert gítarsóló og Henry gekk á dyr, fann sér síma, hringdi og sagðist vera hættur. Daginn áður en lagt skyldi af stað hringdi svo trommarinn, Denny Seiwell og sagðist einnig vera hættur. Þá voru eftir McCarney hjónin og Denny Laine. Paul sagðist nú hafa unnið áður án þessara manna og að hann gæti það svosem aftur. Hann hafði trommað sjálfur á plötunni McCartney og nokkrum sinnum á tónleikum og nú væri bara að finna kjuðana á ný. Saman gætu þeir Denny Laine og hann tekið þau gítarsóló sem þyrfti að taka.
Mamunia er eitt af lögunum af Band on the run. Nafnið sá hann á skilti utan á húsi í Marrakesh. Nafnið þýðir Öruggur garður eða eitthvað þá áttina. Paul hafði beðið Geoff Emerick að stjórna tólum og tækjum þegar platan skyldi upptekin. Þeir höfðu verið vinir í nokkur ár og Emerick hafði hjálpað við að skapa ekki ómerkari plötur en Revolver, Sgt. Peppers of Abbey Road. Þannig að þar var meistari á ferð. En samt sem áður var Emerick ekki undir það búinn að vinna í Lagos. Mixerinn var bilaður í stúdíóinu og það var einungis eitt segulband á staðnum, átta rása Studer tæki, sem áður hafði verið notað í Abbey Road í Lundúnum. Einnig voru skilrúm í hljóðverinu fá og smá og hljóðnemar fundust eftir langa leit inní kústaskáp. Öryggisgæsla var engin og menn skruppu inn fyrir tilað fá eiginhandaráritun hjá MacCartney og félögum.
Fljótlega komst þó regla á hlutina. Paul vildi fara að synda á hverjum morgni og til að svo gæti orðið varð hann að gerast félagi í sundklúbbi nokkrum í Lagos. Til þess að svo gæti orðið bað formaður félagsins hann að árita mynd af Bítlunum sem hékk upp í sundhöllinni. Þarna var morgnunum venjulega eytt og um klukkan þrjú var haldið í hljóðverið og unnið þar til miðnættis eða svo. Ekki var unnið um helgar, aðallega vegna túrhesta sem vildu skoða hljóðverið. Hljóðversvinnan fór oftast þannig fram að Paul spilaði á trommurnar og Denny Laine á ryþmagítarinn til að búa til grunninn í byrjun. Síðan bættist hljómborðsleiku Lindu við og bassaleikur Pauls og lögin fóru að taka á sig mynd. Paul spilaði flest gítarsólóin og það að missa tvo meðlimi áður en upptökur hófust hafði einungis þau áhrif að hinir þrír meðlimirnir stóðu þéttar saman.
Picassos last words, Drink to me. Það varð til að tilstuðlan þess fræga leikara, Dustin Hoffmans. Eitsinn bað hann Paul McCaartney að semja lag þar sem þeir sátu og spjölluðu saman. Dustin rétti Paul eintak af Time Magazine og benti á grein með yfirskriftinni, Pablo Picassos Last Days and Final Journey og Paul samdi lagið á staðnum.
Sjálfur Ginger Baker spilaði á ásláttarhljóðfæri í þessu lagi en hann hafði áður gert garðinn frægan með Cream. Ginger Baker hafði flust frá Englandi til Nígeríu nokkru áður og opnað þar hljóðver. Baker vildi að McCartney tæki upp alla plötuna hjá sér og til að halda friðinn tók Paul þar upp eitt lag. Um miðjan september 1973 var upptökum lokið og allir meira en viljugir í að halda heim á leið. Þann 23.var lent á Gatwick flugvellinum í Lundúnum og tveimur vikum seinna var haldið í AIR hljóðverið sem George Martin á og strengir teknir upp. Toni Visconti samdi strengi og annað og útsetti, þar á meðal saxófóninn í Jet og brassið í No Words. Það vildi einnig svo til að hann var giftur Mary Hopkin sem Bítlarnir höfðu gefið út á árum áður.
Platan kom út í Desember og náði fyrsta sætinu bæði í Bandaríkjunum og í Englandi. Í Bandaríkjunum var hún 116 vikur á lista og 124 vikur á þeim enska. Hún fór í gullsölu á tólf dögum vestra og var kosinn plata ársins í flestum löndum og af flestum tímaritum. Hún varð einnig fyrsta plata MacCartneys til að vera gefinn út í Sovétríkjunum sálugu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2007 | 11:43
Einhverntímann...
....var sögð sú saga af séra Bjarna dómkirkjupresti að hann þakkaði alvaldinu fyrir að beljurnar hefðu ekki vængi. Það var þegar hann fékk fuglaskít á fína hattinn sinn á göngu eftir Bankastrætinu. Nú er öldin greinilega önnur. Beljur á trippi hist og her. Hvað segir þetta okkur? Aldrei að ferðast með Charles og Lindu Everson.
![]() |
Belja féll af himnum ofan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2007 | 10:09
Í mínu ungdæmi....
![]() |
Leiðrétting og afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)