Það er ennþá maí.

blá sól

Enn verð ég að halda áfram

með ókunnum krafti

sem sýnir á sér sínar

 bestu hliðar

á stundum

og ég reisti upp líkamann

lífvana

og fór með snögga bæn

til að blása í mig lífi

og þar sem ég kraup við rúmið

með tunglskinið í augum

var ég spurður hvar ég hefði verið

og ég sagði bara einhversstaðar

þar sem þú ert til

og ég brosti framan í mánann

og kallaði á hann með nafni

þú ert minn

og það er ennþá maí

og það verður alltaf maí því þá er fæðingin

og ég held áfram

innblásinn af krafti sem ég er að verða

ástfanginn af

aðeins ég og þú og fæðingin

þar sem eru afburðafallegar konur

sem heilsa öðruhvoru

í hríðunum

og ég rétti út höndina og

þú býður mér til sólarlandsins

þar sem fallega fólkið er í friði

og spekt

allsgáð sólin nýtur þinnar verndar

þar til allt verður nýtt

og ekkert er lengur

aumur hégómi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Þú ert alveg frábær í ljóðagerðinni Guðni... það er einhver óútskýranleg dýpt í þeim og rosalega gott flæði... þau fá mig til að staldra við og hugsa... oft er líka hellingur sem maður les á milli línanna...

Brattur, 29.3.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Flottur ljóðskapur. Nú lifum við Brattur í voninni að þú semjir ljóð um okkur. Það má sko ekki gera uppá milli vina!!!

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband