1.1.2008 | 16:58
Gleðilegt ár!
Gleðilegt ár hvar sem þið eruð í heiminum, hvort sem ég þekki ykkur eða ekki. Megi góður Guð vera ykkur öllum nálægur á þessu nýbyrjaða ári, hvort sem þið trúið á hann eða ekki. Áramótin mín voru frábær. Var í góðu matarboði með þeim sem mér þykir vænt um. Góður matur, gott kaffi, góður ís, gott nammi! Og gott fólk. Er hægt að hugsa sér það betra? Ég held ekki. Að vísu blés vindurinn og það hefði verið hægt að láta það fara í taugarnar á sér. En. nei. Ég var frekar þakklátur yfir því að geta haldið uppá áramótin í friði og spekt, á heimili þar sem ástin ræður ríkjum. Hugsið ykkur alla þá sem eru vanir öðruvísi sprengjum en við erum vön á áramótum Biðjum fyrir öllum þeim sem geta ekki um frjálst höfuð strokið, þarsem sprengjuregnið er banvænt og Guð kemst ekki nálægt. Að sjálfsögðu strengdi ég áramótaheit og það meiraðsegja þrjú! Ég ætla ekki að segja ykkur frá þeim núna en lofa því jafnframt að gera þau ljós á næstu áramótum..... ég endurtek óskir mínar um gleðilegt ár, friðsælt og fullt af blessunum almættisins. Njótið lífsins!
Athugasemdir
Tek sannarlega undir með þér Guðni minn, megi góður Guð gefa þér gott og farsælt ár, fullt af friði og hamingju.
Þín bloggvinkona
Gunna Skagakella
Guðrún Jóhannesdóttir, 1.1.2008 kl. 17:16
Guð gefi þér og þínu yndislegt og gæfuríkt nýtt ár, takk fyrir bloggvinskapinn.
Knús.
Linda, 4.1.2008 kl. 05:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.