Ég held að sé bara spurning hvenær...

munkur með gasgrímu...að þessi herforingjastjórn leggi upp laupana. Munkarnir sýna mikið hugrekki og það sem þarf að gera núna er að styðja þá á allan mögulegan máta. Alþjóðaumhverfið hefur í alltof langan tíma horft framhjá þessu ógnarástandi sem þarna hefur ríkt. Gæti það verið að það sé vegna þess að enginn olía fyrirfinnst í landinu? Bandaríkjastjórn sem lítur á sig sem lögreglu heimsins hefur hingað til gert minna en ekkert. Hvers vegna? Bush er að vísu eitthvað byrjaður að gagga núna en hefði mátt rísa upp á afturfæturnar fyrr. Ekki er ég að mæla með innrás, þvert á móti. En það hefði verið hægt að gera meira, tildæmis á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna, beita viðskiptaþvingunum og öðru álíka. Hvernig er með íslenska ráðamenn? Nú erum við með utanríkisráðherra sem telur sig jafnaðarmann..hvað hefur hún sagt og gert? Hvað hefur íslenska stjórnin gert? Alþingi? Í frétt Morgunblaðsins má lesa eftirfarandi:

Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur fordæmt víðtæk mannréttindabrot í Burma og sakar herstjórnina þar í landi um að valda þúsundum manna mikilli þjáningu með aðgerðum sínum. Skilaboðin eru óvenjuleg því Rauði krossinn reynir yfirleitt að gæta hlutleysis í afstöðu sinni til átaka. Samtökin telja að yfirvöld noti fanga sem burðarmenn fyrir herinn, svelti þá og myrði og fari einnig illa með fólk sem býr við taílensku landamærin.

Það er kominn tími til að íslenskir jafnt sem erlendir ráðamenn láti í sér heyra.


mbl.is Ráðist á munka í Yangon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þetta er allt spurning um hvenær...sama hvað það er

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.9.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband