Af því að ég er aldrei heima hjá mér...

...set ég enn eitt litið kvæði inn... 

newton_strip

Sjáðu gjafirnar sem Guð minn gaf

sjáðu fjöllin blómin opið haf

sjáðu allt þetta er sprottið af

visku hans og náð.

 

Sjáðu sólina og mánann blá

sjáðu dalina og björgin há

sjáðu læki sjáðu lygna á

ásamt ást og náð.

 

Sjáðu mennina og börnin smá

sjáðu akur sjáðu öxin há

sjáðu himininn sem Guð minn á

ásamt ást og náð.

 

Sjáðu jökla sjáðu sandana

sjáðu sóley sjáðu fíflana

sjáðu vatn og sjáðu klakana

sjáðu ást og náð.

 

Sjáðu trén og sjáðu birtuna

sjáðu grjótið sjáðu steinana

sjáðu orð hins hæsta lifanda

eru ást og náð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

yndislegt

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.9.2007 kl. 00:24

2 identicon

Magnað.....

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 00:28

3 identicon

Takk fyrir mig.

Ragga (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband