Færsluflokkur: Bloggar
11.9.2008 | 22:04
.......og svo ertu farin.
Út í kvöldkulið sendi ég þig
með gamlar vísur á bakinu
um tvö hjörtu sem slógu
ekki í takt
farðu vel og komdu ekki aftur
því á morgun verður nýr dagur
ný veröld
ný sól
út í kvöldkulið sendi ég þig
en geymi fyrir þig byrðarnar
enn er pláss í skoti mínu
þó kyrnur margar séu yfirfullar
á eftir þér sendi ég ljós
til að ylja þér við
í hinum flóknu dögum sem aldrei
líta dagsljósið
svo aftur verða dagarnir taldir
og aftur verða dagarnir margir
enn á ég lítið ljós
sem er skærara en önnur
út í náttsvalann sendi ég þig
til að dvelja hjá þínum
ég raula fyrir þig gamlan sálm
um þögnina
og svo ertu farin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.9.2008 | 22:43
Ólga
Nú þegar himnarnir bráðum lokast
og eilífðin er að verða miðaldra
er tími kominn
á að hinar rispuðu nætur
leggist á hnén
í ljósaskiptunum
og biðji um sál
og vindarnir blása og regnið lemur
samt sem áður er ekki
svo langt að fara
en gegndrepa verðum við
á leið til hinna horfnu þjóða norðursins
til að ná heim aftur með
hjartað í brjósti
með hinar hreinu nætur
í blóði voru til úthellingar
fyrir framtíð sem
er að verða miðaldra
og himnarnir lokast bráðum
ó hve ég sakna þín
brumhnappur hins horfna norðurs í austrinu
sendu mér æsku þína
áður en miðaldra rispaðar nætur
safna saman ljónunum og koma þeim fyrir
á veginum miðjum
komdu til mín með ólguna
sem bundin er í smækkun og stækkun lands þíns í austri
áður en himnarnir lokast
og hjartað hættir að slá
ó hve ég sakna þín
á hnjánum
biðjandi um ódauðlega sál.Bloggar | Breytt 9.9.2008 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2008 | 23:37
Slepptu sólarlaginu
Gætir þú gert mér þann greiða
að sleppa vorinu úr sólarlaginu okkar
syngdu frekar um myrka heimskautanótt
svo ferðin verði auðveldari og ekki
á brattann að sækja
kanski kemur einhver á eftir okkur
með kærleikann í öskupoka
og nælir með sorgbitnum augum
og stirðum fingrum
í þögninni og kuldanum
öskupokann í frakkalafið
á einhverjum öðrum
sem á það frekar skilið
en við tvö
slepptu vorinu
úr sólarlaginu okkar
því sólin er þegar sest
og óvíst hvort hún birtist á ný.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.8.2008 | 21:16
Vængir
Það var þar sem margur má við engum
og allt var endurtekið
og enginn mátti yfirgefa
hinn sökkvandi sæ í skútuna einu
og ef þetta verður í síðasta sinn sem ég sé andlit þitt
mun ég muna stríðið sem aldrei átti sér stað
lyftum glösum fyrir gamla landinu okkar sem gengið hefur
í endurnýjun dauðdaga
og syfjuð augnablikin með vökustaurana
stara á einhvern sushibar sem enginn þolir
en við áttum þar stað og stund
endur fyrir alltof stuttu
svo stuttu að ég skammast mín
og sendi þér vængi á kveðjum
yfir háhýsin sem hríslast af áfergju undan
ástarbrímanum eintóna
og gripið er ískalt
og sælan var stutt
þar sem margur má við einum
verður ekkert endurtekið
og líklega aldrei bökuð sú kaka
sem átti að skreyta með
heimkomum og tónlist
sem átti að óma fyrir tvítóna eintóninn sem er
reyndar þagnaður að fullu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2008 | 21:23
In my life
There are places i'll remember
All my life though some have changed
Some forever not for better
Some have gone and some remain
All these places have their moments
With lovers and friends i still can recall
Some are dead and some are living
In my life i've loved them all
But of all these friends and lovers
There is no one compares with you
And these memories lose their meaning
When i think of love as something new
Though i know i'll never lose affection
For people and things that went before
I know i'll often stop and think about them
In my life i love you more
Though i know i'll never lose affection
For people and things that went before
I know i'll often stop and think about them
In my life i love you more
In my life i love you more
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.8.2008 | 22:26
Mikið er ég....
...óskaplega feginn að búa ekki í Reykjavík. Þvílíkur hópur af 1/2 vitum...
... er líklega það besta sem völ er á í borginni......og þó víðar væri ....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.8.2008 | 00:08
Þú
Við gluggann gældi máninn
í gærdagsins feluleik
ég sat og syrgði eitthvað
sem einhver eittsinn sveik
hvað það var ég vissi ekki
þig ég veit ég næstum þekki
ég talaði við tunglskinið
um trúnað við ekki neitt
og allt sem þér var ætlað
en ekki af hendi reitt
en hver þú ert það veit ég ekki
og þig held ég að enginn þekki
Bloggar | Breytt 15.8.2008 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.8.2008 | 16:25
Vill einhver selja mér sjónvarp????
Nú er fína 32 widescreen Philips tækið mitt farið í stóra sjónvarpshimnaríkið. Ef einhver vill selja mér álíka tæki, nú eða einhvernveginn öðruvísi tæki þá yrði ég óskaplega glaður og myndi ánægður hækka yfirdráttinn.... Ef einhver býr svo vel að eiga auka sjónvarp þá má hinn sami skilja eftir símanúmer hérna fyrir neðan eða senda mér tölvupóst á gudnimar@talnet.is Þúsund þakkir fyrir að lesa þetta jafnvel þó að þið eigið ekkert aukasjónvarp....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.7.2008 | 21:58
Þar sem ég fer.
þar sem ég fer
sé ég þig tilbiðja vindinn
þar sem ég fer
sé ég þig breyta degi í nótt
sé ég þig með bros sem talar við augun
sem frosin stara á götuna mína
sem leiðir mig að vötnum
þar sem allir eru farmenn
þar sem allir voru brotnir
áður en himininn opnaði sig
þar sem ég fer
án þess í rauninni að kveðja
og skil traustið mitt eftir
sé ég þig með allar samtengingarnar
sem þú hélst eilífar
og blómið sem gréri meðal þyrnanna
er ekki lengur okkar þar sem ég fer
Bloggar | Breytt 27.7.2008 kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.7.2008 | 00:14
Johnny Cash
Þar sem eyðimerkurnar blómstra
og sól og tungl eru víðsfjarri
er leikvöllur allra þeirra
sem eittsinn kunnu ekki að leika sér
og bræður mínir úr nóttinni
og systur mínar úr lyginni
eru ekki lengur klædd svörtu
við fótskör meistarans situr hvítklæddur
maðurinn svartklæddi
með gítarinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)