Færsluflokkur: Bloggar

Otis Redding

Otis er einn mesti ef ekki sá mesti. Frábær söngvari.

Fuglar

  altar

Yfir mig gnæfði faðirinn

í kaldri nóttinni

með brosið reitt til höggs

og í speglinum sá ég dára drekka

líktog væru þeir háfleygir ernir í ætisleit

ég leitaði skjóls

á fórnaraltarinu

og höndin skalf og hugurinn hvarf

brosið reið af

og hópur háfleygra fugla

í grænni kaldri nóttinni

leitaði sér ætis.


Dream lover

Ég hef alveg ótrúlega gaman að svona tónlist. Bobby Darin var flottur söngvari og söng meðal annars hið frábæra lag 18 yellow roses. Kanski er ég bara að skutla þess inn vegna þess að ég nenni ekki sjálfur að skrifa.....

Dean Martin

Dino er einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum Hérna syngur hann hið fína lag Houston sem er reyndar eftir annan af mínum uppáhalds, nefnilega Lee Hazlewood.


Obama.

obama 1Obama 2Obama 3obama 4

Ég held að það sé loksins tími til að heimsbyggð öll fagni.


We are the dead

Eitthvert almagnaðasta lag Bowie´s af þeirri frábæru plötu Diamond Dogs.

 

 


Fóstra mín

 

 ísland

 

Það er svo auðvelt fóstra mín

að leggja höfuðið í skaut þitt

biðja um stroku

biðja um þögn

það er svo auðvelt fóstra mín

að þrá þitt heita hjarta sem slær fyrir okkur öll

að fá að hvíla við hjartarætur þínar

gleyma stund og stað

gleyma nóttinni

gleyma deginum

það er svo auðvelt fóstra mín

að fá að dvelja í myrkri þínu

þar sem stjörnur

norðurljós og dagsljós

finnast ekki

þó þú eigir þetta allt fóstra mín

en ég er ekki tilbúinn enn

ekki tilbúinn enn

en ég veit alltaf af þér fóstra mín.


Vel faldar línur

 myrkur

Rjómalitað myrkrið leikur við mig

blindingsleik í ólgu hversdagsins

í stillu hinna heilögu daga

og við horfumst í augu

þartil ég lít undan

og sé hina grænu grein

hverfa í hnausþykkt vel þeytt myrkrið

 

rjómalitað myrkrið leikur við mig

og hljómmikil ástin

bægslast einhvernveginn áfram

einbeitingarlaus eftir einhverjum

vanhelgum línum sem liggja

vel lagðar og vel faldar

út í rjómalitann buskann

 

rjómalitað myrkrið leikur um mig

líktog dagurinn í dag væri sá síðasti

í rjómalituðum veruleikanum

tveir risar sem öllu vilja ráða leitast ósýnilegir við

að ryðja úr vegi þessum heimum

sem synda í rjómalitaðri tilveru

og ef heimar verða ekki meir

þá standa orð ekki lengur.


Mig þyrstir

 2_krossar_2.jpg

 

 

 

Nú stend ég hér hvernig sem á því stendur
og stari í leiðslu á krossana tvo
ég get ekki hreyft mína gegnumstungnu hendur
sem græddu þau sár sem enginn vildi þvo.

Og vindurinn þýtur og veltir á undan sér
vandamálum næstu tvö þúsund ára
ekki vegna mín, nei vegið ekki að mér
en vökvast mun leiðin milljónum tára.

Ég get ekki efast né augun mín þvegið
og efalaust munið þið síðuna særa
Faðir fyrirgef en ég heyri´ekki hvað þið segið
einsog forðum er þið gáfuð mér gullið tæra.

Og vindurinn þýtur og veltir á undan sér
vandamálum næstu tvö þúsund ára
ekki vegna mín, nei vegið ekki að mér
en vökvast mun leiðin milljónum tára.


Og sem ég stend á spýtunni þeirra
og stari á þá sem að komu fyrstir
mæður og Maríur sem gátu´ekkert fleira
mæli ég uppgefinn og einn; mig þyrstir.

Og vindurinn þýtur og veltir á undan sér
vandamálum næstu tvö þúsund ára
ekki vegna mín, nei vegið ekki að mér
en vökvast mun leiðin milljónum tára.


Málverk

folk.jpg

 

 

 

 

 

 

Ég sá Guð á mikilli mynd
er manninn fyrsta hann skóp
af fallegri jörð og lítilli lind
löngu fyrir Adams angistar óp
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í Þoku.

Ég sá fólk á fallegri mynd
í fínasta pússi og stássi
með augun opin en starandi blind
í einhverju óÞekktu plássi
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í Þoku.

Ég sá Þingvelli í þrívíddarmynd
og Þrastarhjón hjá hreiðri
og afhausaða húskarls synd
hjá Öxará svo breiðri
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í Þoku.

Ég sá eina gamla andlitsmynd
af óÞekktri kaupakonu
hún var órofin uppsprettulind
og ól upp prestsins sonu
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í Þoku.

Ég sá brosandi barnamynd
í brotnum ramma og skökkum
Þetta var sjö ára stúlkukind
sem seinna barðist í bökkum
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í Þoku.

Að lokum ég leit á dómsdagsmynd
af dánu fólki og dýrum
Það eyddist af sinni erfðasynd
að afloknum ævintýrum
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í Þoku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband