Færsluflokkur: Bloggar

Rifbeinsbrotinn!!!

Ég hóstaði svo mikið í dag að ég stútaði einu rifi...kemst ekki í vinnu í nokkra dagaSick

rif

Það er talsvert sárt....að hósta..


Pops Staples

Pops Staples hélt áfram að gera tónlist fram í andlátið. Hann lést tæplega níræður. Hér er hann fjörgamall að taka lag Dylans, You gotta serve somebody hjá Jools Holland.

Blóm

 blóm

Það er farið að skyggja

og ég strýk erninum sem sefur aftan á öxlinni þinni

færi þitt ljósa hár frá

og kyssi fuglinn

kveðjukossi

í gær var blómasöludagur

og menn á leið til greftrunar

eða til brúðkaups

gengu blómum hlaðnir

en vegir víxluðust

það er farið að skyggja

og ég yfirgef þessa brúðkaupsveislu

og held til greftrunar.

 


Endalokin

  myrk fjöll

 

Og endalokin fara framhjá

á þessum eyðilega degi

svo undarlegt sem það er

enn á ný var stefnan röng

en ákvörðunarstaðurinn er enn til

og enn er fólkið skrítið

og það gefur mér tækifæri

til að elska

og ég kalla á þig

með öllum styrk mínum

og öllum veikleika mínum

en vonin er svikul

dagurinn eyðilegur

það er komið kvöld

en ég veit að handan við

sjóndeildarhringinn og fjöllin myrku

er Guð að undirbúa nýjan dag

handa mér


Oh sister

Fyrir Hafdísi


Sögulok

Ég breytti þessu kvæði örlítið og því birti ég það aftur...

frostrós

Nú lokar bráðum barinn
þó brjóstið ennþá þurrt
öll fegurð okkar flúin
fyrir löngu eitthvað burt
einusinni var ástin
einsog lítil falleg jurt.


Við sátum oft að sumbli
og skáluðum dauðan við
við áttum allt og ekkert
og engin sjónarmið
nú lokar loksins barinn
þar lýkur okkar bið.


Við áttum eittsinn fegurð
sem alla dreymir um
nú fölnuð er sem frostrós
svo fögur í kuldanum
hún var rifin upp með rótum
í rigningarskúrunum.


Nú elskar enginn lengur
því ekkert verður hér
ég bið að barinn loki
brátt á eftir sér
hér var allt og ekkert
og afgangur af mér.


I gave her my heart but she wanted my soul...


I believe in you eftir Bob Dylan

Hér er eitt af mínum uppáhaldslögum eftir Dylan. Hér er á ferðinni góð söngkona.

Chuck E Weiss

Chuck er stórskemmtilegur fýr og hefur gert magnaðar plötur.

John Prine

John Prine er einn úr stórmeistardeildinni... ásamt Bob Dylan, Tom Waits og Ray Davies og örfáum öðrum. Þeta lag er magnað og textinn að sjálfsögðu frábær. Takið eftir því hversu gamalt fólk er oft fallegt.

 

We had an apartment in the city,
Me and Loretta liked living there.
Well, it'd been years since the kids had grown,
A life of their own left us alone.
John and Linda live in Omaha,
And Joe is somewhere on the road.
We lost Davy in the Korean war,
And I still don't know what for, don't matter anymore.

Chorus:
Ya' know that old trees just grow stronger,
And old rivers grow wilder ev'ry day.
Old people just grow lonesome
Waiting for someone to say, "Hello in there, hello."

Me and Loretta, we don't talk much more,
She sits and stares through the back door screen.
And all the news just repeats itself
Like some forgotten dream that we've both seen.
Someday I'll go and call up Rudy,
We worked together at the factory.
But what could I say if asks "What's new?"
"Nothing, what's with you? Nothing much to do."

Repeat Chorus:

So if you're walking down the street sometime
And spot some hollow ancient eyes,
Please don't just pass 'em by and stare
As if you didn't care, say, "Hello in there, hello."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband