Færsluflokkur: Bloggar

God is in the house

Nick Cave and the Bad Seeds, þetta nálgast fullkomnun...

How can you refuse him now?

Þetta lag er eftir Hank Williams. Stórkostlegt...

Skuggar

skuggar

þó þú knýir á

verða dyrnar lokaðar

allt þar til yfir líkur

oft hef ég gælt við þig

feimnum höndum

hallað mér í kaldann faðminn þinn

og fundið helfrosinn andardráttinn

leika um hjartað mitt

þó þú kallir nafn mitt

út í svarta nóttina

og flóð og fjara

heilsist með virktum

heyrist ekki hljóð

því tíminn

er

ekki

og þó þú knýir á

verður ljósið alltaf

sterkara

myrkrinu.


Sonny Boy Williamson

Þeir voru reyndar tveir munnhörpumeistararnir sem gegndu þessu nafni, Þetta er sá seinni. Bring it on home..Eyjólfur þú ert væntanlega með betri upplýsingar.....

Berg

perla

Ég get ekki gefið hvað sem er

en þér get ég gefið

hugsun mína og þankagang

ég gæti gengið með þér

slóð Rauðhettu

þar sem þú leiðir systur þína þér við hönd

fléttandi bergperlur í sítt dökkt hárið

ég gæti synt með þér gegn straumnum

allt frá árinu ´62 til dauðadags

og kennt þér hvernig á horfa án þess að sjá

systurnar tvær fléttandi bergperlur

í hár hvor annarar

og ég gæti spilað fyrir þig vals

og ég gæti spilað fyrir þig Dylan

og þú myndir halda að ég væri meistarinn

á sjömílnaskónum þegar staðreyndin er sú

að ég á bágt með gang

þó hugur fljúgi víða og óskipulega

varaðu þig á úlfinum

sem er á eftir litlum telpum

fléttandi bergperlur í hár

og þó að brosið þitt og systur þinnar

sé falslaust og fallegt

get ég ekki gefið þér allt

en glaður skal ég spila fyrir þig bolero

og glaður skal ég spila fyrir Badlands

ef þú sleppir systur þinni

í hendurnar á mér

sem fléttað gæti bergperlur

í hár systur þinnar.


Roy Orbison Windsurfer

Roy Orbison var einn albesti söngvari sem uppi hefur verið. Einhver lýsti rödd hans þannig að hún væri blanda af ketti og flaueli!! Ég tek undir það...þess má geta að Orbison var í Traveling Wilburys með Dylan, Harrison, Petty og Lynne...

Bonnie Prince Billy

 Will Oldham er einn ag furðufuglum og meisturum tónlistarinnar. Hér flytur hann lagið Just to see my holly home

 

 

 

 

 

 

 


Tom Waits - Brother can you spare a dime?

Þetta er snilld, og á vel við á þessum tímum.

Veður

 skýjaður himinn

Það er þreyta í loftinu

hægari vindur norðantil

en spáin þokkaleg hérna á heimamiðum

 

þrútinn himinn af tárum

heiðskýrt fyrir norðan

í afskiptaleysinu

 

vonir berast með vindinum

lognið óútskýranlegt fyrir norðan

í skjóli skáldmenna

 

áttirnar nálgast


John Lee Hooker, Stones og Clapton

Hér eru stórmenni á ferðinni, sjálfur búggakóngurinn, Stones með Bill Wyman innanborðs og Clapton Slowhand...hvað gæti klikkað????

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband