13.4.2008 | 17:00
Sá ekki til sólar
Rakst á þetta ljóð í kirnu!! Man ekki hvort ég hef birt það áður, en læt það flakka...
Sá ekki til sólar
né ský á himni
fann ekki frerann
fimbulkaldann
dvaldi ei hjá Drottni
dýrðar ljómans
leit ekki lífið
né leik að kveldi
naut ekki nátta
í niði köldu
uns kom ég kaldur
að krossins tré
kærleikans Kristur
kyssti frerann
sól í suðri
skein á himni
lítill ég laut
lífsins herra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2008 | 00:55
Redemption song
Old pirates, yes, they rob I;
Sold I to the merchant ships,
Minutes after they took i
From the bottomless pit.
But my hand was made strong
By the and of the almighty.
We forward in this generation
Triumphantly.
Wont you help to sing
These songs of freedom? -
cause all I ever have:
Redemption songs;
Redemption songs.
Emancipate yourselves from mental slavery;
None but ourselves can free our minds.
Have no fear for atomic energy,
cause none of them can stop the time.
How long shall they kill our prophets,
While we stand aside and look? ooh!
Some say its just a part of it:
Weve got to fulfil de book.
Wont you help to sing
These songs of freedom? -
cause all I ever have:
Redemption songs;
Redemption songs;
Redemption songs.
---
/guitar break/
---
Emancipate yourselves from mental slavery;
None but ourselves can free our mind.
Wo! have no fear for atomic energy,
cause none of them-a can-a stop-a the time.
How long shall they kill our prophets,
While we stand aside and look?
Yes, some say its just a part of it:
Weve got to fulfil de book.
Wont you help to sing
Dese songs of freedom? -
cause all I ever had:
Redemption songs -
All I ever had:
Redemption songs:
These songs of freedom,
Songs of freedom.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 09:37
Bob Marley
Það hafa komið út næstum óteljandi plötur og geisladiskar með Bob Marley frá fyrstu árum hans sem tónlistarmaður. Útgáfurnar hafa flestar verið illa unnar og upplýsingar sem fylgt hafa með verið rangar og misvísandi. Þetta á sérstaklega við um upptökur sem Bob Marley og hljómsveit hans The Wailers gerðu með hinum dularfulla Lee Scratch Perry, en með honum tóku þeir upp næstum sextíu lög seint á sjöunda áratuginum og snemma á þeim áttunda. Margar ólöglegar útgáfur hafa séð dagsins ljós og því hafa þessar hljóðritanir ekki notið þeirrar virðingar sem þeim ber. Því ber að fagna því að nú loksins hafa þessar hljóðritanir verið gefnar út með þeirri virðingu sem þeim ber. Útgáfufyrirtækið Trojan records hefur farið meistarahöndum um þessa dýrgripi og notað alla nýjustu tækni til að lögin hljómi sem best. Afraksturinn er að finna í sex diska pakka sem ber nafnið The complete Upsetter Collection. Í þessum kassa er að finna allar þær upptökur sem Bob Marley gerði með Lee Perry. Lee Perry var þá með með útgáfu og hljómsveit sem hann kallaði The Uppsetter. Fyrsta lagið sem Perry hljóðritaði með Bob Marley heitir Try me. Þetta lag vakti töluverða athygli á Marley og hans músik og samstarf hans og Perry stóð yfir í all langan tíma. Rétt áður en hljómsveitin Wailers lagði af stað í heimsreisu árið 1972 hljóðrituðu þeir lagið Soul Rebel sem Marley og Perry sömdu saman. Heimurinn var tilbúinn fyrir Bob Marley and The Wailers og framundan var heimsfrægð. Annað gott við þennan kassa frá Marley er að hann kostar lítið meira en venjulegur tvöfaldur diskur. Menn eru ekki að smyrja á góðgætið mörgum aurum og slíkt er orðið fátítt þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2008 | 10:02
Þú ert hér.
Mig langar að
syngja þér söng
héðan
því þú ert hér
síðan líðum við saman
inn dalinn
upp á fjallsbrún
þaðan förum við
með skýjunum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2008 | 21:57
Ei meir.
Ég svara því sem þú sagðir
ég svara því seinna í dag
ég svara því úti bláinn
og svo svara ég aldrei meir.
Ég gaf þér allt sem þú gafst mér
ég gaf þér allt sem var
ég gef þér það sem við áttum
og svo gef ég þér aldrei meir.
Og víst var hún þung mín byrði
að þekkja skil á nóttu sem degi
og þó ég svaraði og þó ég spyrði
yrði það aldrei nokkurs virði.
Ég sendi þér ljóð mín úr laumi
ég lá svo vel við höggi
ég sendi þér geisla frá glösum
og svo geislar þú aldrei meir.
Hvert sem þú ferð þar var ég
og hvar sem þú náttar þar svaf ég
hvar sem þú hvílist þar lá ég
hvar sem þú verður þar var ég.
Og víst var hún þung mín byrði
að þekkja skil á nóttu sem degi
og þó ég svaraði og þó ég spyrði
yrði það aldrei nokkurs virði.
Ég get séð myrkur að morgni
og mánann um bjartan dag
ég heyri en hlusta þó aldrei
ég horfi en sé þig ei meir
Manstu þá morgna er hurfu
manstu það sem ég ekki var
ekkert er heilagt né hlálegt
og hingað kem ég aldrei meir.
Og víst var hún þung mín byrði
að þekkja skil á nóttu sem degi
og þó ég svaraði og þó ég spyrði
yrði það aldrei nokkurs virði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2008 | 16:18
Not dark yet.
Hér er einn snilldartextinn enn frá meistaranum. Ég myndi ekki kvarta þó að hann spilaði þetta í Egilshöllinni....
Shadows are falling and I've been here all day
It's too hot to sleep time is running away
Feel like my soul has turned into steel
I've still got the scars that the sun didn't heal
There's not even room enough to be anywhere
It's not dark yet, but it's getting there
Well my sense of humanity has gone down the drain
Behind every beautiful thing there's been some kind of pain
She wrote me a letter and she wrote it so kind
She put down in writing what was in her mind
I just don't see why I should even care
It's not dark yet, but it's getting there
Well, I've been to London and I've been to gay Paree
I've followed the river and I got to the sea
I've been down on the bottom of a world full of lies
I ain't looking for nothing in anyone's eyes
Sometimes my burden seems more than I can bear
It's not dark yet, but it's getting there
I was born here and I'll die here against my will
I know it looks like I'm moving, but I'm standing still
Every nerve in my body is so vacant and numb
I can't even remember what it was I came here to get away from
Don't even hear a murmur of a prayer
It's not dark yet, but it's getting there.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 19:43
Meiriháttar...
Frábært að einn úr stórmeistaradeildinni í viðbót skuli vera á leiðinni til landsins. Bara í ár erum við að fá Bob Dylan, Eric Clapton, John Fogerty og Paul Simon! Þvílík dýrð!Ekki er langt síðan að Van Morrison hélt frábæra tónleika hérna, Deep purple, Coldplay, James Brown, Ray Davies, Robert Plant og í gær voru Low með tónleika á Nasa. Og við erum orðin svo góðu vön að ég er örugglega að gleyma einhverjum stórstjörnum. Ekki má gleyma frábærum Þursa tónleikum í höllinni, Megas var með stórtónleika svo og Rúni Júl. En frábært að Paul Simon skuli vera að koma. Sjáið hérna lista yfir lög, bara frá sólóferlinum:
1. Mother and Child Reunion
2. Loves Me Like a Rock
3. Me And Julio Down By The Schoolyard
4. Duncan
5. Kodachrome
6. 50 Ways To Leave Your Lover
7. Slip Slidin' Away
8. Gone At Last
9. Something So Right
10. Late In The Evening
11. Hearts And Bones
12. Take Me to the Mardi Gras
13. That Was Your Mother
14. American Tune
15. Peace Like A River
16. Stranded In A Limousine
17. Train In The Distance
18. The Late Great Johnny Ace
19. Still Crazy After All These Years
20. Graceland
21. Diamonds On The Soles Of Her Shoes
22. The Boy In The Bubble
23. You Can Call Me Al
24. Under African Skies
25. The Obvious Child
26. Born At The Right Time
27. The Cool, Cool River
28. Spirit Voices
29. Adios Hermanos
30. Born In Puerto Rico
31. Quality
32. Darling Lorraine
33. Hurricane Eye
34. Father & Daughter
35. Outrageous
36. Wartime Prayers
Paul Simon með tónleika á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.4.2008 | 12:29
So með Peter Gabriel
Sem höfuðpaurinn í Genesis á áttunda áratuginum hjálpaði Peter Gabriel framsæknu rokki í átt að, hvað getum við sagt, leikhúslegri tónlist. Á fyrstu sólóplötu sinni sem kom út 1977 fór hann inná myrkari og erfiðari brautir. Hann fór að gera tilraunir með Avant-garde, electróníska tónlist og heimstónlistarbít. Hann hlaut mikið lof fyrir fjórar fyrstu plöturnar sínar sem allar báru nafnið Peter Gabriel og innihéldu allt þetta sem upp var talið hér að framan. Hann átti sér talsverðan hóp aðdáenda en var samt ekki í hópi með skærustu stjörnum rokksins. Það var ekki fyrr en platan So kom út að Peter Gabriel öðlaðist alheimsviðurkenningu.
Um sama leiti og Gabriel hóf sína einherjamennsku kom hann á fót tónleikum þarsem hann hóaði saman heimstónlistarfólki tilað kynna það fyrir vesturlandabúum. Þetta varð að árlegum viðburði og er venjulega kallað WOMAD, World of music, arts and dance. Á meðan Gabriel vann að sinni fimmtu plötu samdi hann einnig tónlist við kvikmyndina frábæru, Birdy. Fyrir það fékk hann mikið lof og einnig Grammy verðlaun. Hann stofnaði einnig útgáfufyrirtækið Real World til þess að brúa bilið á milli tækni og tónlistar. 1985 lauk hann við sína fimmtu plötu sem hlaut nafnið So og fyrsta smáskífan var gefin út.
Það var lagið Sledgehammer. Þetta lag fór víðast hvar í efsta sæti vinsældarlista og það var nýtt og óvænt fyrir Peter Gabriel. Þetta lag er í anda tónlistar sem Stax fyrirtækið var frægt fyrir, soul einsog Otis Redding gæti hafa sent frá sér. Glæsilegt video hjálpaði laginu til mikillar spilunar á MTV og víðar. Fyrir þetta video hlaut hann allskonar viðurkenningar.
Þriðja lag plötunnar átti einnig eftir að koma út sem smáskífa. Þar söng Gabriel með söngkonunni mögnuðu Kate Bush lag sem sýndi ljóslega að hjarta Gabriels er hjá þeim sem minnimáttar eru. Í þessu lagi er það verkalýðsstéttin sem hafði þá og hefur ekki enn alltof mikið að bíta og brenna.
Einsog með Sledgehammer var gert glæsilegt myndband við þetta lag. Þau sungu það í faðmlögum og bak við þau skall á sólmyrkvi. Eftirminnilegt myndband. Elton John sagði um Don´t give up; ég hlustaði á þetta lag aftur og aftur og hugsaði alltaf, þetta verður í lagi þetta verður í lagi, ekki gefast upp.
Mikill fjöldi góðra tónlistarmanna kom við sögu á So. Má nefna P.P. Arnold, Laaurie Anderson, Bush, Steward Copeland, Jim Kerr úr Simple Minds og Nile Rogers. Daniel Lanois stjórnaði síðan herlegheitunum ásamt Gabriel sjálfum. Næsta lag heitir In your eyes og var einnig gefið út sem smáskífa. Það eru margir sem halda því fram að In your eyes sé eitthvert fallegasta ástarlag sem Peter Gabriel hefur samið. Þetta lag var einnig notað í kvikmynd Cameron Crows, Say anything. Youssou N´Dour syngur bakraddir í þessu lagi.
Einsog fyrr sagði kom platan út í lok maímánaðar árið 1986. Ekki tók Gabriel sér frí eftir útkomu plötunnar, heldur fór strax þann fjórða júní í tveggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin á vegum Amnesty Intenational ásamt meðal annara U2, Sting og Lou Reed. Í lok júnímánaðar spilaði Peter Gabriel á miklum tónleikum í London þar sem Apartheid aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku var mótmælt. Meðal annara listamanna á Þeim tónleikum má nefna Elvis Costello, Sade, Boy George, Billy Bragg og Sting. Lagið Mercy Street af So er samið í minningu skáldkonunnar Anne Sexton sem svipti sig lífi árið 1974. Stórkostlegur minnisvarði og flutningur allur er magnaður.
Big Time var fjórða lagið af SO sem gefið var út sem smáskífulag. Einsog með fyrri smáskífulögum af So fylgdi mjög flott myndband með. Á trommunum er Steward Copeland. Þetta lag er í hálfgerðum hipphopp takti og dansvænt. Í textanum gerir Peter Gabriel góðlátlegt grín að frægð og frægðardraumum.
Fyrir smáskífurnar af þessari plötu sópaði Peter Gabriel til sín allslags verðlaunum. Don´t give up var kosið besta lagið hjá Ivor Novello, Sledgehammer fékk 10 verðlaun hjá MTV og tvenn Brit verðlaun að auki. Platan hefur selst í á annan tug milljóna. Næst síðasta lagið heitir We do what we´re told.
Plata Peters Gabriel, SO kom út árið 1986. Þó að þessi ár séu liðin frá útkomunni hljómar hún eins fersk og fín og á útgáfudegi. Það má segja sem svo að eftir So hafi Peter Gabriel ekki verið fyrrum söngvari Genesis, heldur sjálfstæður tónlistarmaður. Í sjálfu sér er Gabriel það merkilegur listamaður að hann ætti skilið miklu ítarlegri umfjöllun en þá sem nú er gerð. Allt það sem hann hefur lagt af mörkum til meira réttlætis í heiminum er svo sérkapítuli útaf fyrir sig.
Það má með sanni segja að So hafi skilið eftir sig spor. Ekki aðeins á tónlistarsviðinu, heldur einnig í myndbandagerð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.3.2008 | 11:14
Vegurinn.
Hann liggur
framhjá jöklunum,fjöllunum, hverunum
framhjá fossum
hraungrýtinu og eyðisöndunum
framhjá regninu og sólstöfunum
framhjá fljótandi eyjum
í sjávarháska
framhjá vegvilltum þjóðverjum
sem ákveðnir stara
í vitlausa átt
framhjá fiðruðum söngvurum
með sól í goggi
og regn í stéli
framhjá niðurgreiddum rollum
í tonnatali
framhjá ráðvilltum hrossum
sem vita ekki lengur neitt í sinn haus
um tilgang þarfasta þjónsins
framhjá þorpum
sem ýmist kúra aða sprikla
framhjá frystihúsum og videoleigum
framhjá kirkjum og
kirkjugörðum
framhjá tröllauknu hóffari
með basalt í augum
framhjá höfnum
sem skarta togurum
af öllum stærðum
litlum bátum og trillum
sem vart þekkja sinn sjó
framhjá hafnarvoginni
með útitekinn pípureykingamann
sem æðstaprest
framhjá loðnudrífu
sem markar veginn
líktog steinarnir hvítu
hjá hans og gretu
framhjá mismunandi
úrsérvöxnum kjarriklæddum útihátíðum
með ótölulegan fjölda
rennblautra íslenskra fána
og dapurlegann sæluvikusöng
sem meiðir hlustir
framhjá ættarmótum með gula bláa rauða græna eða hvíta miða í treyjunni sinni
þarsem menn um stundarsakir eru ættræknir mjög
svo jafnvel jónstóri kallar fiskigunnu frænku
framhjá fjöllum svo ægilegum, skriðum svo bröttum
að jafnvel sólinni
verður um og ó
framhjá geltandi bíltíkum
og gjammandi hundspottum
með rófuna ýmist
í austur eða vestur
framhjá gulum einmana tjöldum
sem flagga handklæðum
og nærbuxum
í hálft stag
með hælana
þarsem tær mínar
aldrei munu
safna sandi sín á milli
framhjá stöðnuðum rútum
og yfirgefnum skódum
með rassinn í næsta landrover
framhjá víghreiðrum
innlendum og erlendum
framhjá brenndum bergþórshvoli
með brókarsótt
framhja hlíðunum
væmnum og grænum
framhjá dauðum klesstum fuglum
og krömdum músum
framhjá veiðivötnum
og lækjarsprænum
framhjá fúlalæk með brennisteinsfnyk
sem minnir á vel heppnað
gamlárskvöld í reykjavík
framhjá snjótoppum og dreifðum sköflum
framhjá traktorum og gröfum
peylóderum og vörubílum
framhjá hvítum risaeðlueggjum
framhjá sögualdabæjum
sem lifað hafa af falsanir
súrheysturnum og minkabúum
bensínsjoppum og hamborgurum
tómum dósum brotnum flöskum
sem muna mega sitt innihald fegurra
framhjá puntstráum og fífu
sóleyjum og fíflum
framhjá beljum og hænum
heimskari en naut
er farmallinn
úrsérgenginn og einskisnýtur
framhjá undarlegri örvænting
dónalegri undanlátssemi
og háttvísi á hæsta stigi
bílaverkstæðum sem
opin eru
allan sólarhringinn
sálarkvöldum manneskjum
og einskærri ást
jafnvel í meinum
uns honum lýkur
einsog deginum
fyrir austan
sól
og vestan
mána.
og bítur loks
í skottið
á sjálfum sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.3.2008 | 23:08
Ekki sammála...
Fokker skoppaði" á brautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)