Við getum ekki dansað.

brotinn bátur

Hví skildum við dansa útí niðdimma nótt
er Drottinstími er fjarri og harpan fagra týnd!
Við höfum hér allt þó ekkert sé eftirsótt
og ástin sem var tilreydd var aldrei sýnd.

Það er ekki hægt að heimta svo mikið
að hérumbil allt komi að vörmu spori
við getum hvorki dansað né dustað af rykið
af daunillum vetrum sem komu undan vori.

Því mun það réttast að halda í haustið
sem hér hefur ríkt allar síðustu aldir.
Bátur okkar fúinn við bárum hann í naustið
og bráðum verða allir dagar hans taldir.

Það er talsvert fleira sem bíður brota tíma
við berum samt svo fátt og lítið á torg
haustdag einn kaldan er sólin fer að hríma
hefjumst við handa´ og rústum vora borg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Lára

hæhæ  ég verð eiginlega að gefa þér hagyrðingahrósið mitt....  Ég hef verið að forvitnast annaðslagið á blogginu þínu og þú virðist draga, hægri vinstri, hin svo ótrúlegustu ljóð upp úr buxnavasanaum...

kveðja Guðný Lára

Guðný Lára, 19.2.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Faaaaallegt...

Ylfa Mist Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt elsku vinur minn.

Hafðu fallegan miðvikudag elsku vinur minn og Bless í bili

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 07:15

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er þetta fallegt , yndislegt

Marta B Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bara flottast

knús inn í nóttina

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.2.2008 kl. 01:11

6 identicon

Guðni, ætlaru ekki að fara að gefa út ljóðabók...þetta er bara fallegt

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 14:35

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...liggur þú núna í pestarófétinu sem ég var með í síðustu viku??

Marta B Helgadóttir, 26.2.2008 kl. 20:13

8 Smámynd: Blúshátíð í Reykjavík

Það er gott að hafa fólk eins og þig ,sem gerir  heimin aðeins betri  ekki laust við að það sé smá blús í þessu

Blúshátíð í Reykjavík, 26.2.2008 kl. 22:47

9 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þakka ykkur öllum fyrir falleg orð í minn garð... ekki veit ég hvort ljóðabók er væntanleg, líklegast ekki, það er varla hægt að fá ljóð útgefin. Og það er sannarlega blús í þessu ljóði!!

Guðni Már Henningsson, 27.2.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband