Óveður í nótt.

óveður

Það ýlfraði í súðum í nótt, gluggar svignuðu og svipir fóru á stjá. Kettir kveinuðu og ókennileg hljóð bárust með veðurgnýnum. Ég raulaði þessa gömlu vísu eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson þar til ég hvarf inní  draumheima.

Vindurinn þýtur og veggina ber.
Komdu til hennar Hervarar kveðju frá mér.

Segðu henni Hervöru, að hún sé stúlkan mín,
og biddu hana að geyma vel barnagullin sín.

Segðu henni Hervöru, að ást mín lifi enn,
en hjartað sé að þreytast og hætti víst senn.

Segðu henni Hervöru, að hún hafi það átt
og heyri í stunum þínum þess síðasta slátt.

Og segðu henni Hervöru að signa mína gröf,
það verði mér látnum sú þægasta gjöf.

Ef Hervör mín var draumsjón og hún er ekki til,
kastaðu þá kveðju minni í kolsvartan hyl.

Vindurinn þýtur og veggina ber. -
Bráðum fær hún Hervör mín boðin frá mér.

Vindurinn þýtur og veggina ber. -
Finnið þið ekki kuldann í fótunum á mér?


mbl.is Slæmt ástand í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hálf eitthvað draugalegt ! vinur minn í hjartanu.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband