Undarleg fyrirsögn!

Útlendingar búa allsstaðar! Auðvitað búa útlendingar allsstaðar; útlöndin eru jú svo ógnarstór. En þegar ég komst lengra inn í fréttina þá sá ég að það var átt við Ísland. Þá flaug mér í hug; á nú að fara að fjargviðrast yfir því að útlendingar eru búsettir í öllum landsfjórðungum? Meiri rasismi eða hvað? Nei, það var átt við ólöglegt húsnæði. Sem breytir því ekki að fyrirsögnin var meingölluð. En að innihaldi fréttarinnar; það er fyrir neðan allar hellur að fólk skuli búa í slíku húsnæði, íslendingar eða útlendingar, það skiptir ekki máli. Hestar eiga að vera í hesthúsum, fuglar í fuglabúrum og fiskar í fiskabúrum. menn eiga að búa í mannabústöðum. Svona einfalt á þetta að vera.
mbl.is Útlendingar búa alls staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband