12.11.2007 | 13:20
Bara eitt lið
Ég held að það sé best að það verði bara eitt lið, Ríkislið. KR er að kaupa það sem til er og var afgangs frá því í fyrra, en þá keyptu þér búðina einsog hún lagði sig. Ég sting því upp á því að KR verði í úrvalsdeild eitt og sér og hin liðin, ef einhverjir verða eftir, eða þá KR b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u keppi í neðri deildum. Þá þarf aldrei að reka þjálfara og vesturbæingar geta andað rólega. KR verður þá áskrifandi að Íslandsmeistaratitlinum og tekur jafnframt þátt í öllum Evrópumótunum þarsem ekki þarf að keppa hérlendis. Útrás er eitthvað sem Björgólfur kann og því ekki í útrás með KR liðið? Ég ætla ekki að stinga uppá því að KR verði flutt alfarið til útlanda, aðrir mega gera það!
Jónas Guðni: Erfið ákvörðun að yfirgefa Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Guðni Már.
Þér ætti nú ekki að leiðast að hafa eitt ríkislið sjálfur Ríkisstarfsmaðurinn. Ertu ekki sjálfur á spenanum hjá téðum Björgólfi. Mér sýnist fyriræki það sem þú vinnur hjá hafa verið að gera samning um að Björgólfur myndi leggja til nokkur hundrað milljónir í púkkið hjá ykkur ohf mönnum.
Þessi skrif þín dæma sig nú bara sjálf. Skeit nú músin sem ekkert rassgatið hafði.
Og hana nú.
Kveðja,
Bloggi.
Bloggi blaðamaður (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 14:20
Ekki vottar fyrir öfund Guðni Már?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.11.2007 kl. 14:20
Þið megið allsekki misskilja mig. Mér þykir alveg óskaplega vænt um KR, og Bloggi blaðamaður...hingað til hefur Björgólfur ekki borgað annað en afnotagjöld og jú þá er ég á hans spena og væntanlega þínum líka En ertu eitthvað hörundssár? Er eitthvað til að skammast sín fyrir í vesturbænum?
Guðni Már Henningsson, 12.11.2007 kl. 14:32
já menn sólunda milljónum (segi ég) - en hvar eru dollurnar? EN þeir mega svo sem stunda þetta mín vegna þessar elskur, ekki eru þeir að eyða mínum peningum. EN óneitanlega er sjarminn á boltanum að breytast hægt og rólega, en kannski fellur spilaborgin fyrr en síðar.
Gísli Foster Hjartarson, 12.11.2007 kl. 16:03
Hvernig stendur á þaví að allir grenja núna??? Hvar voru þessar væluskjóður þegar Valur keypti titilinn í fyrra. Veit ekki betur en að þeir hafi fengið til sín 9 leikmenn á síðustu 2 árum.
Þráinn (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:39
Sæll aftur Guðni.Nei ég er ekki hörundssár langt því frá. En ég er orðin svolítið leiður heyra menn vera að dissa liðið mitt stöðugt alveg sama hvað við gerum. Og þegar ég heyri þig tjá þig um Björgúlf og peninga hans og útrás hans þá finnst mér þú vera kasta grjóti úr glerhúsi.Ekki dettur mér til hugar að vera setja út á hvað þitt lið Víkingur gerir, ég bara samgleðst ykkur ef þið fáið nýja leikmenn en sé nú samt ekki mikinn áhuga hjá knattspyrnumönnum með metnað að vilja spila í 1 deild.
Jú og ég stend við það að þið hjá RÚV hafið sett ykkur niður með því fá Björgúlf í kostunarhlutverk, en ykkur hjá RUV er kannski vorkunn þegar laun Útvarpsstjóra eru farin að nálgast 2 milljónir á mánuði. Þér væri nær að skrifa um það, eða ertu kannski orðin dofinn eftir að hafa spilað gamlar lummur í gengum árin . Síðan finnst mér alveg makalaust hjá ykkur á RUV 2 að vera trekkja íslenska þjóð í jólagír, þannig að fyrirtæki byrji sem fyrst að auglýsa hjá ykkur. En auðvita þurfið þið peninga í kassann til að geta greitt Palla Magg ofurlaun.
Þannig að þú heyrir að við höfum ekkert að skammast okkur fyrir í vesturbænum. Kveðja,Bloggi.Bloggi blaðamaður (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 19:41
Ég hef haft gaman af greinum þínum um tónlist og sér í lagi þessa löngu um Wings band on the run sem ég las í morgun, en hafi ég haft álit á þér þá er það flogið út um gluggan núna, þessi skrif þín um KR eru kostuleg og eins og FH og Actavis hafi alveg farið fram hjá þér, og veistu eitt að Jónas þessi úr Keflavík sem ákvað að koma til KR fyrr í dag fékk betri til boð bæði frá FH og Val, hvað segirðu um það eða er þetta bara hið gamalkunna KR hatur sem spinnst af minnimáttarkennd ??
Skarfurinn, 12.11.2007 kl. 21:20
Bloggi, af hverju ertu svona reiður? Mér væri nær að skrifa um útvarpsstjóra segirðu og þar afleiðandi að þegja um fótbolta? Er KR friðhelgt? En svona ykkur að segja þá held ég mikið upp á KR og vona svo sannarlega að þeir verði Íslandsmeistarar á næsta ári. Ekki verða mínir menn það. Þeir hafa ekki efni á því. Ég er líka sammála ykkur með Val..og Bloggi, þú verður bara að bíta í það súra epli að menn dissa liðið þitt. Það eru margir sem fíla ekki KR og þannig hefur það verið lengi og mun verða áfram. Og er það ekki lagi? Menn halda með sínum liðum og þannig á það að vera.
Guðni Már Henningsson, 13.11.2007 kl. 11:45
Gleymdi einu Skarfur; Ég get sagt þér eitt, FH, Valur og KR eru líklegast ríkustu lið landsins og þú ert í rauninni að gera það sem þú sakar mig um...að tala illa um önnur lið! Og er það ekki bara í fínu lagi?
Guðni Már Henningsson, 13.11.2007 kl. 11:49
Skil ekki alveg hvað þú ert að fara er þú segir mig tala illa um FH & Val ??ég var að reyna að svara fullyrðingu þinni um að KR væri ríkast og keypti allt, eða þannig skyldi ég þín orð, þá bar ég þessi 3 "ríku" lið saman það var allt og sumt, tel að ég hafi sjaldan verið mildari og alls ekki að skamma neinn, en þér er ég hins vegar mjög ósammála eins og kemur fram. Þegar þú segist svo halda upp á KR sem þú varst búinn að skamma rétt áður veit ég ekki hvort ég get tekið orð þín alvarlega. En rétt er það ekkert lið er sosum hafið yfir gagnrýni satt er það.
Skarfurinn, 13.11.2007 kl. 15:18
Sæll Skarfur aftur. Ég var að lesa greinina mína aftur og ég get ómögulega séð að ég sé að tala illa um KR. Ég held uppá þetta lið, en þó annað lið meira og eini leikurinn sem ég komst á á síðasta móti var á KR vellinum, er þeir tóku á móti Víkingi. Og mér leiddist alls ekki á KR vellinum þá, þó að ég hafi fellt tár í lok keppnistímabilsins. En þróunin er þessi, sum lið verða ríkari en önnur og þetta á sér stað allsstaðar í heiminum. Því er ver og miður.
Guðni Már Henningsson, 13.11.2007 kl. 15:25
Ok. gott og vel kannski er ég að einhverju leyti að misskilja orð þín, en mér hugnaðist ekki þetta um ríkisliðið KR, en sennilega er ég húmorslaus með öllu. Jú satt er það sumir eru ríkari en aðrir og þannig verður það alltaf hvort sem okkur líkar betur en verr. En haltu endilega áfram að upplýsa okkur um músíkina þar ertu greinilega á heimavelli. Með KR-kveðju.....
Skarfurinn, 13.11.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.