Ég er ekki alveg að kaupa þetta...

elvis p

.......því samkvæmt mínum matreiðslubókum hefur Elvis selt yfir milljarð platna..þaraf yfir 250 milljónir af gospelplötunum sínum og það í Bandaríkjunum einum!  Enn er kappinn að selja plötur þó að tónleikahald hans fari nú einungis fram á himnum. Þannig að... ég held að Brooks komist ekki með táneglurnar þarsem hælafarið hans Elvis er. Hann er kóngurinn og verður alltaf kóngurinn...


mbl.is Garth Brooks orðinn söluhærri en Elvis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nota bene, að þetta er aðeins í USA og auk þess hefur sala á fyrstu plötum Elvis, sem voru gefnar út af Sun Records, aldrei taldar og ekki heldur fyrstu plöturnar hans frá RCA Records (sem hann var hjá til dauðadags).

Það var ekki fyrr en yfirmenn RCA áttuðu sig á því að Elvis og rokkið var komið til að vera - og yrði óhemjuvinsælt að þeir loksins tóku höfuðið úr óæðri endanum og fóru að fylgjast með sölunni.

En svo eru hinsvegar reglur RIAA þannig, að því er mér skilst, að aðeins plötur sem eru 100 mínútur eða lengri eru taldar (sem sagt, bara geisladiskar) en vinyl-plöturnar gömlu rúmuðu víst ekki svo mikið, að því er mér skilst, en alla þrjá áratugina sem Elvis var að í sínu fagi, að þá voru gefnar út vinyl-plötur með honum.

Þannig að þessi frétt er meingölluð, sem og talningaraðferð RIAA; en hinsvegar er vitað mál að enginn kemst með hælana þar sem Elvis var með tærnar

Palli (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband