30.10.2007 | 16:52
Þvílík klikkun...
Þessi upphæð er svo stjarnfræðileg að ég næ ekki upp í hana...2634 milljarðar íslenskra króna á einu ári!! Einungis á EINU ári... fyrir utan það sem þessi þjóð eyðir í hernað og vopn!!! Mikið er ég feginn að þurfa ekki að borga skatta í þessu ríki, sagði einn vinur minn áðan er ég las þessa frétt fyrir hann. Ég tek svo sannarlega undir það... Og það er milljónir manna í bandaríkjunum sem lifa undir hungurmörkum, heimilisleysingjar eru óteljandi, læknisþjónusta ekki fyrir hinn almenna borgara og svona mætti lengi telja...þvílík skömm.
Bandaríkin eyða á þriðja þúsund milljarða króna í leyniþjónustu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr. Mikli og mæt orð, eins og runnið úr mínum skolti. Þetta var akkúrat það sem ég hugsaði.
Ef bandaríkin myndu huga meira að innanríkismálum í stað utanríkismála (miðað við öll þau afskipti sem þeir gera út) þá ættu Bandaríkin að geta verið eitt ríkasta ríki heims, þá á ég við auðvitað á mann. Fátækt ætti ekki að vera eins mikil og uppbygging og önnur slík starfssemi ætti að geta verið næg.
Vel mælt.
ViceRoy, 30.10.2007 kl. 18:58
ómanneskjulegt samfélag þarna. BNA hafa aldrei höfðað til mín, hvorki fólkið, kúltúrinn, tungumálið ...
...en svo er ég samt í mótsögn við sjálfa mig því ég elska góðar kvikmyndir og margar þeirra eru vissulega framleiddar í Bandarikjunum.
Marta B Helgadóttir, 31.10.2007 kl. 01:21
Bandaríkin eru líklegast ríkasta land í heimi...Marta, það er rétt þetta með kvikmyndirnar og ekki má gleyma tónlistinni...Bob Dylan!!
Guðni Már Henningsson, 31.10.2007 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.