30.10.2007 | 12:39
200.000 Naglbítar, Hjartagull
Ţriđja plata 200.000 naglbíta nefnist Hjartagull og kom út áriđ 2003. Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ Hjartagull er einnig eyrnagull...eđa konfekt. Ţađ játast hér og nú ađ undirritađur hefur alltaf litiđ á Naglbítana sem eina fremstu, ef ekki allra fremstu rokksveit Íslendinga. Vögguvísur fyrir skuggaprins, önnur plata Naglbítanna kom út áriđ 2000, en sú fyrsta, Neondýrin umt haustiđ 1998. Afraksturinn sem sé ţrír geisaladiskar, hver öđrum betri en ólíkir ţó. Einhverjum finnast ţessi afköst kanski ekki ýkja mikil, ţegar helst ţarf ađ gefa út plötu fyrir hver jól svo nýjungagjarnir tónlistarneytendur stroki ekki nafn viđkomandi listamanns út úr skammtímaminni sínu..en hljómsveitin var stofnuđ á Akureyri 1993 undir nafninu Gleđitríóiđ Ásar. Nafninu var seinna breytt í Ask Yggdrasils en áriđ 1995 keppti hljómsveitin í Músíktilraunum undir núverandi nafni ţar sem hún lenti í 3. sćti. Naglbítarnir féllu ekki í ţá gryfju ađ gefa út á hverju ári, heldur vanda betur ţađ sem ţeir sendu frá sér. Fyrri plöturnar tvćr lifa ţví enn góđu lífi í dag og hafa elst vel og hljóma í eyrum ferskar og fínar. 200. 000 naglbítar er tríó eđa var...ţví líklegast er hljómsveitin hćtt, og var skipađ ţeim Kára Jónssyni bassaleikara, Benedikt Brynleifssyni trommara og söngvaranum og gítarleikaranum Vilhelm Antoni Jónssyni sem jafnframt er ađal laga og textahöfundur sveitarinnar. Axel Árnason var trommari á tveimur fyrstu plötunum en hann starfar nú sem upptökumađur í hljóđverum og tók til dćmis upp ţessa plötu félaga sinna. Hljómur plötunnar er mjög góđur, hreinn og ţéttur og augljóst mál ađ Axel kann vel til verka enda ţekkir hann ţá naglbíta vel og veit hvađ ţeir vilja. Lagasmíđar Vilhelms eru grípandi og jafnframt djarfar og augljóst er ađ hann ţekkir vel til rokksögunnar. Hann hefur greinilega gert sér grein fyrir ţví ađ rokkiđ var ekki fundiđ upp af Nirvana eđa Strokes svo dćmi séu tekin, heldur af bandarískum blökkumönnum um miđja síđustu öld. Einnig er gaman ađ heyra ađ Brian Wilson Beach Boys mađur er tekinn alvarlega af ungum rokkdrengjum í dag. Textar Vilhelms er frekar dökkir en haganlega ortir. Tildćmis verđa honum endalok heimsins ađ yrkisefni í lagi sem nefnist Sól gleypir sćr og ekki er nú sungiđ daglega um ţann atburđ. En ţađ sem meira er, textarnir eru á íslensku og ekki neitt leirbull eđa miđjumođ. Og ţá er bara ađ skella ţessum geisladiski í spilarann og athuga hvort ađ ég hafi fariđ međ tómt bull og stađlausa stafi. Vonandi ađ 200.000 naglbítar taki saman á ný...einhverntímann í framtíđinni
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.