30.10.2007 | 11:39
Undarlegt!
Íslendingar er enn á því að allt íslenskt sé best í heimi...sem það er efalaust. Nú fyllast menn stolti yfir íslenskum karamellum, súkkulaði og íslenskum hrískúlum! Allt er best sem íslenskt er..nema að ég held að Prince Polo sé og hafi verið undanfarin hundrað ár vinsælasta sælgætið á Íslandi. Og ef ég man rétt er það pólskt nammi!!! Svosem lítið varið í belgískt konfekt við hliðina á íslensku pakkað í skrjáfpoka eða í kassa með mynd af Heklu...en aftur, pólskt súkkulaði og amerískir gosdrykkir eru vinsælastir á Íslandi sem...býr til besta nammi í heimi..... Über alles....
Íslenskt nammi vinsælt vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.