26.10.2007 | 10:19
Biblían í fyrsta sætið en...
Væntanlega eru flestir búnir að fá nóg af umræðunni um nýju Biblíuna. En mig langar til að velta upp nýjum fleti; Ég var út í Færeyjum í júlímánuði síðastliðnum og einsog alltaf í útlöndum þá valhoppaði ég inn í bókabúð. þar sem ég er áhugasamur um Biblíuna fór ég og kannaði úrvalið hjá frændum vorum. Og ég varð talsvert hissa. Það voru til ýmsar tegundir, þeas. ýmsar útfærslur, litlar stórar harðspjalda leður og þannig mætti lengi upptelja. En verðið á þeim var talsvert lægra en gerist og gengur hérna heima. Algengt verð á Biblíu í Færeyjum var nefnilega frá 100 kr. færeyskum upp í 2-300 krónur. Og færeyska krónan er jöfn þeirri dönsku. Nýja íslenska er til ódýrust á rúmar fimm þúsund krónur! færeyingar eru umþaðbil 47 þúsund talsins en við rúm 300 þúsund! Hvernig geta þeir haft sínar Biblíur svona mikið ódýrari? Gaman væri að fá svör við þessu frá JPV útgáfunni. Mér finnst þetta dálítið undarlegt....
Biblían í fyrsta sæti á metsölulista Eymundsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Its all about money... þegnar þessa lands punga 4 milljörðum í þetta batterí og svo þarf fólk að borga fyri bókina.. .wunderbar
DoctorE (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.