26.9.2007 | 18:16
Faðir hér er ég
Ég er svo óskaplega feginn að eiga mér föður á himni. Því einsog Megas segir, Þótt þú gleymir Guði þá gleymir Guð ekki þér. Ég gleymdi Guði æði oft, en þó var hann alltaf til staðar, ég þurfti bara að kalla einusinni og þá var hann við hlið mér.
Ég leitaði meðal blóma
meðal mislitra steina
leit upp til stjarna
horfði á hafið ólmast
eldinn kalla
sá ekkert heyrði ekkert;
Faðir hér er ég.
Ég leitaði meðal vatna
meðal ókunnra stíga
leit inn í mitt hjarta
horfði á stjörnur hrapa
tunglið hrópa
sá ekkert heyrði ekkert;
Faðir hér er ég.
Ég leitaði til himins
meðal lifandi orða
leit á þinn kross
horfði á þjáningu þína
náðina kalla
sá allt heyrði allt;
Faðir hér er ég.
Athugasemdir
Ljóðið er fallegt.
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 18:24
Ég er guðlaus með öllu en ljóðið er engu að síður fallegt.
Ragga (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:12
Gaman að lesa falleg ljóð. Kemst alltaf í einhvern lagasamningagír þegar ég rek augun í ljóð, og það falleg eins og þín.
Ágúst Böðvarsson, 26.9.2007 kl. 20:38
Takk fyrir falleg orð...og Gústi...gerðu þá eitthvað í því
Guðni Már Henningsson, 27.9.2007 kl. 10:55
segi bara eitt, elskustu vinurinn minn, þú ert dásamlegur
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 13:23
Já, Hann er alltaf með opinn faðminn. Takk fyrir Guðni Már
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 00:40
Þetta er æðislegt ljóð. Hlakka til að heyra það með lagi.
Bryndís Böðvarsdóttir, 4.10.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.