Sunnudagskvöld

kvöldljósSunnudagskvöld og helgin að baki. það er orðið dimmt en ljósin í Hafnarfirði eru falleg. Einnig ljósin í Ljósheimum. Mér finnst það fallegasta götunafn á Íslandi. Ljósheimar. Ljósin eru falleg. Stundum þarf ekki nema eitt lítið ljós til að lýsa upp tilveruna. Eitt kerti, einn vinur, eitt bros. Það er gott þegar manni finnst einsog það sé ljós í hjartanu. Ef maður hugsar til baka þá eru það bestu minningarnar, ljósin í tilverunni. Ef maður einsetur sér að sjá ljós þá sér maður ljós. Það er hægt að venja sig á það alveg einsog það er hægt að einbeita sér að myrkrinu. Sumum líður best þegar þeim líður verst! Hrós er betra en aðfinnslur, bros er betra en gretta. Ég er ekki að tala um að það eigi að taka öllu sem að ber með brosi. En að gefa bros er gott. Fólk er fallegt þegar það brosir. Ég var að eignast ljós inn í mitt líf. Fallegt ljós sem lýsir upp líf mitt og gerir það betra. Þegar maður er nálægt einhverju fallegu og leyfir sér að njóta þess verður maður ósjálfrátt betri manneskja. Fyrir nokkrum árum eignaðist ég annað ljós. Það ljós bjargaði lífi mínu. Það var ljós heimsins, vegurinn sannleikurinn og lífið. Sjálfur Guðssonur, Jesús Kristur. Það er ljós sem stendur öllum til boða.En, til eru þeir sem sjá aldrei ljós og er ég þá ekki að tala um blinda því þeir geta séð ljós. Innra með sér. Ég er að tala um þá sem lifa í myrkri fíknar, eða þunglyndis eða einhvers annars. Sendum þeim ljós með bænum okkur, lýsum upp veröldina. Ég hlakka til að vakna á morgun. Góða nótt..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk Dagný og takk fyrir skrifin þín um trúmál. Elsku Anna...takk fyrir!!

Guðni Már Henningsson, 9.9.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

LJÓS TIL THÍN VINUR MINN

STEINA

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband