13.6.2009 | 20:10
Hér kemur síðasta færslan.....
Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fannst í hafsins slýi
með hausinn fullann af köldu blýi.
Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er sendur var hann seint í rúmið
og sólin hvarf í dökka húmið.
Elsku Siggi þú ert sætur
sér í lagi um dimmar nætur
ég hef á þér miklar mætur
má ég glenna í sundur fætur?
Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fékk sér fyrst í nös
frosinn útá ystu snös.
Siggi Sigg var ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
erann kýldi einn til dauða
aðeins fyrir blóðið rauða.
Vertu þægur engar þrætur
þú átt engar minnstu bætur
Siggi er ekki lengur sætur
sama hversu mikið grætur.
Siggi Sigg varð ekki gamall
Siggi Sigg var frekar ungur
er hann fannst í hafsins slýi
með hausinn fullann af köldu blýi.
Athugasemdir
Ja hérna... þetta var nú meiri ævin hjá honum Sigga...
Síðasta færslan ???
Brattur, 13.6.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.