21.5.2009 | 15:13
Blogg frá Heiðu B. Heiðars.
Eftirfarandi má lesa á heimasíðu Heiðu. Ég tók mér það bessaleyfi að birta það hér. Heimsækið annars hennar ágætu síðu.;
Auglýsi eftir fólki sem hefur fengið nóg!
Ég er búin að vera í smá sumardvala og lítið látið á mér bera undanfarið. En nú er ég algjörlega gjörsamlega að springa!
Framundan eru gjaldþrot sveitarfélaga...og við erum ekkert bara að tala um þessi litlu útilandistan sem okkur hérna í Reykjavík virðist finnast lítið koma okkur við
Niðurskurður upp á tugi milljarða og þetta "norræna velferðarkerfi" hennar Jóhönnu eru náttúrulega bara blautir draumar.
Hvernig er annars velferðarkerfið á Kúbu?
Heimilin, fyrirtækin að fara yfir um hvert á fætur öðru og í fjöruborðinu bíða viðskiptagúruar eftir því að AGS færi þeim auðlindirnar okkar á silfurfati.
ESB hvað?
Nú auglýsi ég sem sagt eftir fólki sem er búið að fá nóg!
Sendið mér tölvupóst á geislabaugur@gmail.com og skrifið á ykkar eigin bloggsíður
Og ég undirstrika það að það skiptir ekki máli í hvaða flokka þú hefur raðað þér hingað til.... við erum ÖLL að lenda í sama skítnum
Samstaða um betra líf hlýtur að toppa hvað þú hefur kosið
Nú finnum við hvort annað og látum vita af því að við sitjum ekki þegjandi á meðan okkur er fórnað á altari AGS og sett í fátæktargildru næstu áratugina!!
![]() | Ímynd Íslands er sterk |
Athugasemdir
Hægt er að skrá sig inni á facebookgrúppuna:
Tryggjum þjóðareign auðlindanna og höfnum aðkomu IMF.
sjá;
http://www.facebook.com/home.php#/group.php?gid=81540425866&ref=ts
Við krefjumst eftirfarandi:
Að auðlindir okkar séu tryggðar sem þjóðareign og sem slíkar, ekki framseljanlegar á nokkurn máta. Að þjóðinni verði gerð grein fyrir öllum skilyrðum lánsins frá IMF nú þegar. Að allt verði gert til að hreyfa ekki við IMF láninu, skila því sem eftir stendur og hafna frekari aðkomu sjóðsins. -Að ekki verði samið um afborgun á skuldum nema við GETUM borgað þær og við fáum að vita HVERNIG við eigum að gera það.
Eins og Hudson segir, ef við getum ekki borgað, þá er betra að vita það áður en við ákveðum að borga - það sér hver heilvita manneskja. Og eins og Perkins segir, þetta er prófsteinn á fólkið, það er fólkið sem þarf að standa saman gegn IMF, sem þarf að sýna að það verður ekki gengið yfir það og það rænt eignum og æru - stöndum saman!!
Bestu baráttukveðjur
Cilla
Cilla (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.