Og árin líða.

 rautt hár

Ég vakna við hlið þér

á hverjum morgni

og árin líða.....

 

ég sé þig daglega

greiða rauða hárið þitt

og árin líða......

 

ég loka bókinni um lífið

hvert kvöld

og árin líða......

 

ég yfirgef þig daglega

en kalla á þig öll kvöld

og árin líða....

 

ég vildi að þú

værir hér

og mínúturnar líða....

 

Góða nótt ástin mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðni minn

Aldeilis rómó hjá þér.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

eigi veit ég það svo obboðslega gjörla....

Guðni Már Henningsson, 6.4.2009 kl. 01:22

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Hver á hug þinn allan?

Marta Gunnarsdóttir, 6.4.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Marta, þetta er einfalt ljóð.....

Guðni Már Henningsson, 6.4.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Brattur

Einfaldleikinn er oft bestur... góður að vanda... ofsalega ertu afkastamikill ertu að semja á hverjum degi?

Brattur, 6.4.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Brattur, það er misjafnt, stundum mörg á dag og svo líða dagar þar sem ekkert gerist.

Guðni Már Henningsson, 7.4.2009 kl. 10:43

7 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Einfaldleikinn er oft bestur, það er satt og ljóðið er flott. Takk.

Marta Gunnarsdóttir, 7.4.2009 kl. 20:35

8 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll og blessaður!

Þú verður að fá þér alvöru ást til að yrkja til.Leiðin að hjarta konunnar er gegnum ástar ljóðin.Annars vel gert.Það er líka gott fyrir ljóða unnendur að  lesa Ljóðaljóðin.

Kveðja úr Garðabæ

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.4.2009 kl. 11:39

9 Smámynd: Gulli litli

Hér fær maður alltaf gott andlegt fóður...

Gulli litli, 8.4.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband