Guð minn

Af því að hann Maggi vinur minn kvartaði undan ljóðleysi þá kemur hér eitt einfalt trúarljóð sem ég vona að fólki líki við.

 Guð

GUÐ MINN.

GUÐ MINN.

Þú sást mig er ég gekk um götur

og gæfan virtist aum

þú grést yfir mér, ó Guð

en ég gaf þér ekki gaum

  

Ég heyrði ekki frá himnum

því hér var líf í þögn

ég var sá sem gat allt

samt ekki agnarögn

 

Guð minn, Guð minn, Guð minn

þú varst þar

Guð minn, Guð minn, Guð minn

þú ert allsstaðar

 

þú kallaðir á kaldri nóttu

-komdu vinur minn

ég er Guð þinn eilífur

ég er friðurinn.

 

Og nú geng ég þær götur

sem gengur þú með mér

og þú gafst mér ástina

sem eilíf er hjá þér

 

Guð minn, Guð minn, Guð minn

þú ert allt

Guð minn, Guð minn, Guð minn

ég þakka þúsundfalt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Þú er svakalega góður í ljóðunum Guðni... þetta er fallegt og uppörvandi ljóð... mér finnst ég alltaf vera að lesa klassík þegar ég les ljóðin þín...

Brattur, 24.3.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk Guðni! Það skrítna er að ég ekki trúaður sjálfur. En ólíkt öðrum sem ég hef lesið og fjalla um sína trú ert þú að fjalla um þina upplifun og þinn sannleik án þess að þú sért að reyna að troða því á aðra. Og það sem að maður les er að þú ert búin að finna frið í þinni trú og en og aftur þá líður mér vel að lesa þetta.

Alltaf gott og ég öfunda fólk sem hefur hæfileika til að tjá sig um sig og sínar tilfinningar á svona fallegan hátt. Hef þó lesið líka ljóð hér á síðunni sem eru dálítið dökk líka en samt ort af mikilli natni.

Takk fyrir mig og ég skal reyna að muna að kvitta oftar fyrir mig. Veit að það hlýtur að vera leiðinlegt að leggja höfundarverk sín á vefinn og fólk lætur þig ekki vita að það sé að lesa og njóta þess.

Góðar kveðjur

Maggi Bé

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2009 kl. 22:04

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Góður Guðni!

Hilmar Gunnlaugsson, 24.3.2009 kl. 23:34

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

æææ elsku guðni, ég sakna þín , hvar ertu ????

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 10:08

5 Smámynd: Gulli litli

Jæja kútur.....

Gulli litli, 26.3.2009 kl. 17:06

6 Smámynd: Gulli litli

þú kallaðir á kaldri nóttu

-komdu vinur minn

ég er Guð þinn laugur

ég er friðurinn.

Höf. Guð ni....

Gulli litli, 26.3.2009 kl. 23:23

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mikið lifandi ósköp er ég feginn að sjá þig á kreik um bloggheima á ný Guðni Már. Þín hefur verið sárt saknað, að minnsta kosti af mér. Það er ákveðinn sefjun og hugarró að lesa ljóðin þín, sem ég gerði og geri stundum þegar mikið gengur á mín megin, ekki alltaf en ég vissi alltaf af þér.

Það róar mig talsvert þegar mikið er um athugasemdir mín megin og er ég afar þakklátur fyrir þín skrif að veita mér þann frið og hugarró að halda starfi mínu áfram sem eins konar bloggtrúboði, eða hvað svo sem það kallast.

Ekki hætta að birta ljóðin þín Guðni, því það er stundum þannig að það er margur sem les þau þótt maður geri ekki alltaf athugasemd. Ekki vanmeta þennan miðil og þann áhrifamátt sem ljóðin þín hafa, því áhrif hafa þau og eru áhrifin góð.

Ljóðið sem þú skrifar hér að ofan sannar hversu falleg einföld bæn getur verið, og eru ekki allir sem geta tjáð slíkt án hjálpar. Ræktaðu talentuna sem Guð gaf þér Guðni, því talenta þín er Guðs gjöf sem eigi má grafa niður. Hún á að opinberast og vera öðrum til hjálpar, eins og t.d. einfeldingum eins og mér.

Guð blessi þig geymi kæri Guðni, og ítreka ég og skora á þig að halda ótrauður áfram!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.3.2009 kl. 18:48

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

 takk.

Guðni Már Henningsson, 29.3.2009 kl. 15:00

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki málið Guðni, ég meinti hvert orð sem ég sagði. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.3.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband