12.3.2009 | 18:45
Í mánaskini
Með nóttina í hárinu þínu
og myrkrið á tungunni þinni
svæfir þú sálirnar
svæfir þú nývaknaða þrána
með hrímskurn á auganu þínu
frystir þú þögnina
og allar setningar
sem áttu að brjóta sér leið
gegnum skuggann
sem lá við hlið okkar
og þú grefur gærdagana
í rykinu
sem mánaskinið leikur við
morgundagurinn spólar
upp hæðina
það verður ekki mokað í náinni framtíð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Guðni Már Henningsson

Ég er mikill tónlistarunnandi og líktog einhver sagði einhverntímann, það er bara til tvennskonar tónlist; skemmtileg og leiðinleg! Einnig er ég bókafíkill og er oft á tíðum gestur í hinni frábæru verslun Nytjamarkaður Samhjálpar Stangarhyl 3. Frábær verslun!Ég styð einnig Knattspyrnufélagið Víking og það hefur verið frekar þungbært í gegnum árin! "You gotta serve somebody"
Bloggvinir
-
steina
-
gunnipallikokkur
-
tb
-
jakobsmagg
-
gullilitli
-
gustibe
-
lindagisla
-
gisgis
-
annaeinars
-
kiddirokk
-
kokkurinn
-
hjortur
-
snorris
-
vonin
-
zeriaph
-
baenamaer
-
doralara
-
snorribetel
-
rosaadalsteinsdottir
-
mofi
-
maggib
-
mammzan
-
bergthora
-
blues
-
siggagudna
-
kafteinninn
-
skordalsbrynja
-
rannveigmst
-
skessa
-
hist
-
jensgud
-
hamlet
-
steinibriem
-
sigynhuld
-
valgerdurhalldorsdottir
-
hugs
-
gummigisla
-
totally
-
jabbi
-
konukind
-
eythora
-
saxi
-
siggasin
-
raggipalli
-
possi
-
gudni-is
-
valsarinn
-
hlynurh
-
ylfamist
-
svavaralfred
-
toshiki
-
gtg
-
sax
-
nesirokk
-
sindri79
-
malacai
-
geislinn
-
sigvardur
-
mp3
-
lovelikeblood
-
sverrir
-
kjarrip
-
ellikonn
-
lostintime
-
zunzilla
-
olijoe
-
mal214
-
siggileelewis
-
brandarar
-
fjarki
-
earlyragtime
-
jgfreemaninternational
-
alit
-
mrsblues
-
bestfyrir
-
aslaugh
-
korntop
-
drum
-
arnbje
-
vefritid
-
gattin
-
krist
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Bækur
Bækur
Tónlist
ruv.is/poppland
Heimasíða Popplands á RUV
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 75008
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott!
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 20:08
Sæll og blessaður
Mjög flott hjá þér.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 20:23
fallegt að vanda elsku vinur minn ! vildir að þú sætir hérna með mér í eldhúsinu og drykkur jurtate ú garðinum mínum !! vonandi ekki svo langt þangað til.
ást til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 10:12
Verð að segja að maður saknar þess aðeins að fá ekki ný ljóð frá þér oftar. Þó ég kvitti ekki hérna reglulega, þá kíki ég allaf reglulega hér inn til að lesa falleg vel ort ljóð. Þau eru full af merkingum og meiningum. Þetta er svona ein af síðunum sem maður skoðar til að láta sér líða betur.
Kveðjur og takk fyrir mig
"Maggi Bé"
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2009 kl. 14:26
Þakka ykkur fyrir innlitið og góðu orðin ykkar. Steina mín, ég kem í sumar og fæ hjá þér eplasæder og fíflast í Tappa, meina Lappa. Rósa, takk fyrir innlitið og uppörvunina nú sem alltaf og Maggi, minn gamli vinur, ástæðan fyrir ljóðleysi er kanski sú að ég er að semja texta fyrir nokkuð marga menn út í bæ sem eru að fara í upptökur. Kanski læðist inn hér eitt og eitt og þakka þér fyrir innlitið nú sem alltaf. Ég þyrfti að vera duglegri að láta vita þegar ég kíki á þig...
Guðni Már Henningsson, 24.3.2009 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.