Í minningu vindsins.

 rauð sól

Þú roðagullna milda sól

sem áður lýstir veginn minn

og undurfagrir litir þínir

voru mínir

nú sé ég þig

með steinauga stilltu

 

hrísla litla við veginn

hjá bröggunum veðurbörðu

þú þekkir norðanvindinn

sem áður umvafði mig

með milljónum snertinga

með órímuðum orðum

hvíldu við sjóndeildarhringinn

í minningu vindsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ást í poka til þín !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðni minn

Takk fyrir mig.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Gulli litli

jå, sæll..

Gulli litli, 8.1.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hvar ertu vinur minn !!!

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 06:00

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll!

Hlustaði á þig á föstudagskvöldið.

Röddin er eins og ljóðin þín,mild

Þátturinn var samt góður!

 Kveðja úr Garðabæ

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæll minn kæri Guðni:)

Falleg eru þau ljóðin þín og veita manni hvíld frá fárviðrinu sem ríkir víðast í vef heimi. Ég hef meira að segja sogast inn í það, hálfpart gegn vilja mínum. En stundum verður meinlausasta fólk að ryðja út úr sér skoðunum sínum.

Ég sendi þér lítið *knús* 

Linda Gísla

Linda Samsonar Gísladóttir, 17.1.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband