28.12.2008 | 02:23
Norðanáhlaup
Hingað kom gamla fólkið mitt
með stormbeljandann
frá árhundruðunum
snúðu þér til vesturs og síðan til norðurs
og ég tók fagnandi
á móti óveðrinu
að handan
sneri mér til vesturs og síðan til norðurs
en ég sá að gamla fólkið mitt
í rokinu
var dautt
og ég kastaði rekunum, gerði krossmark
sneri mér til suðurs og faðmaði sólina.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Guðni Már Henningsson
Ég er mikill tónlistarunnandi og líktog einhver sagði einhverntímann, það er bara til tvennskonar tónlist; skemmtileg og leiðinleg! Einnig er ég bókafíkill og er oft á tíðum gestur í hinni frábæru verslun Nytjamarkaður Samhjálpar Stangarhyl 3. Frábær verslun!Ég styð einnig Knattspyrnufélagið Víking og það hefur verið frekar þungbært í gegnum árin! "You gotta serve somebody"
Bloggvinir
- steina
- gunnipallikokkur
- tb
- jakobsmagg
- gullilitli
- gustibe
- lindagisla
- gisgis
- annaeinars
- kiddirokk
- kokkurinn
- hjortur
- snorris
- vonin
- zeriaph
- baenamaer
- doralara
- snorribetel
- rosaadalsteinsdottir
- mofi
- maggib
- mammzan
- bergthora
- blues
- siggagudna
- kafteinninn
- skordalsbrynja
- rannveigmst
- skessa
- hist
- jensgud
- hamlet
- steinibriem
- sigynhuld
- valgerdurhalldorsdottir
- hugs
- gummigisla
- totally
- jabbi
- konukind
- eythora
- saxi
- siggasin
- raggipalli
- possi
- gudni-is
- valsarinn
- hlynurh
- ylfamist
- svavaralfred
- toshiki
- gtg
- sax
- nesirokk
- sindri79
- malacai
- geislinn
- sigvardur
- mp3
- lovelikeblood
- sverrir
- kjarrip
- ellikonn
- lostintime
- zunzilla
- olijoe
- mal214
- siggileelewis
- brandarar
- fjarki
- earlyragtime
- jgfreemaninternational
- alit
- mrsblues
- bestfyrir
- aslaugh
- korntop
- drum
- arnbje
- vefritid
- gattin
- krist
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Bækur
Bækur
Tónlist
ruv.is/poppland
Heimasíða Popplands á RUV
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Smá sem mér datt í hug við lestur þessa kvæðis.
"Annar, úr hópi lærisveinanna, sagði við hann: "Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn."
Jesús svarar honum: "Fylg þú mér, en lát hina dauðu jarða sína dauðu." Matt. 8. 21-22.
"Við annan sagði hann: "Fylg þú mér!" Sá mælti: "Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn."
Jesús svaraði: "Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki."
Enn annar sagði: "Ég vil fylgja þér, herra, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima." Lúk. 9. 59.-61.
Rétt hjá þér, ekkert vesen. Snúðu í suður og faðmaðu sólina og lífið og tilveruna sem bíða þín handan hornsins.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.12.2008 kl. 15:24
Takk Rósa!!
Guðni Már Henningsson, 28.12.2008 kl. 15:33
Fallegt og áhrifamikið ljóð. Mér dettur strax í hug hversu margir sækja í spíritismann i leit sinni að huggun í sorgum. Finnst mér það dapurlegt þar sem Guð mælir gegn slíku, enda margt illt sem getur sótt á menn er þeir leita í andaheiminn. Hann á að vera okkur hulinn. Vissuna um lífið eftir dauðann eigum við að sækja til Jesú Krists. Enda hann sá er gaf okkur þetta líf.
Annars vekur þetta upp margar aðrar hugsanir. Þannig eru góð ljóð. Þau vekja mann til umhugsunar.
Takk fyrir þín fallegu ljóð og blessanir á liðnu ári. Vil nota tækifærið og óska þér og þínum gleðilegs nýs árs og Guðs blessunnar.
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.12.2008 kl. 01:22
takk Guðni minn !
Það eru margir þjóðvegir til Guðs, mikilvægast er Kærleikur í hjarta!
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 08:07
Sæll! Er ekki alveg viss hvernig á að skylja þetta ljóð, en það eru svo margir gagnrynendur búnir að láta í ljós álit sitt. Svo fæst orð hafa minsa ábyrgð, en þegar ég las ljóðið var eitt orð sem kom í hugann "Bíddu"
Ég hlakka líka til þegar byrtir af degi!
Guð veri með þér!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.12.2008 kl. 17:15
þessi er flottur félagi og skemmtilega snúinn
þungarokk með ljúfsárum fiðlum í leik kringum orðin
ég verð bara að prófa kv Biggi
Birgir Henningsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 00:50
Bryndís, þakka þér fyrir þessa hugleiðingu og öll fallegu orðin þín. Guð gefi þér og þínum góð áramót og vellíðan á nýju ári.
Elsku Steina, þú ert best, og kærleikurinn er mestur... án hans værum við ekki neitt!!
Halldóra, þú skilur ljóðið eins og þú vilt skilja það, þannig finnast mér að ljóð ættu að vera. Ég hef minn skilning, þú þinn og aðrir sinn. Guð gefi þér og þínum frábært næsta ár.
Birgir vinur minn, ef þú getur samið lag við þetta þá yrði það frábært. það yrði þá okkar fyrsta sem er órímað... þú leyfir mér að fylgjast með.. Guð geymi þig og Gyðu og alla fjölskylduna, Gleðilegt ár kæri vinur og þakka þér samvinnuna á þessu ári sem er að líða.
Guðni Már Henningsson, 30.12.2008 kl. 23:32
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.