17.12.2008 | 00:51
Dimmar stundir
Færðu andlitið af öxlinni minni
og brátt verð ég löngu farinn
því hljóð næturinnar
er það eina sem við greinum
fyrir utan andardrátt löngu horfinna
ástmenna sem við getum ekki afneitað
þó tunglið sé fullt
og rakkar næturinnar þekkja ekki muninn
á röngu og vitlausu
ég þarfnast þín meira nú en seinna
en brátt verð ég þó löngu farinn
og þessar dimmu stundir í lifi okkar
og þessi sannleikur sem mun fylla nóttina
mun gera okkur lífið óbærilegt
tunglskinið leikur við berar axlir okkar
og augu mín vökva hárið þitt
dimmt og hrokkið
færðu andlitið af öxlinni minni
því ég vil ekki vekja upp
ástina með fyrstu geislum sólarinnar
því verð ég brátt löngu farinn
á vit þessara hljóða sem fylla nóttina
og síðan mun ég einnig hljóða í nóttinni.
Athugasemdir
Sæll Guðni minn.
Ég vona að það séu ekki dimmar stundir í lífi þínu.
Við þekkjum mátt bænarinnar.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2008 kl. 18:21
Nei Rósa, það eru alls ekki dimmar stundir í mínu lífi. Stundum leyfa blekberar sér að setja sig í annara spor. Takk fyrir kveðjuna.
Guðni Már Henningsson, 17.12.2008 kl. 19:47
Sæll Guðni minn.
Frábært að heyra að allt sé í orden.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 11:04
elsku kallinn minn!
ég elska þig vinurinn minn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 15:36
Sæll Guðni.Var að hlusta á þig áðan í jólalögum og opnum síma það er gaman að þessu sérstaklega þegar kemur að konunni að vestan og maðurinn í Þorlákshöfn.Góður þáttur.
Guðjón H Finnbogason, 19.12.2008 kl. 23:55
Sæll Guðni!
Mér líkar þessi ljóðagerð þín hér á blogginu,og ég er að vona að þú semjir aðeins léttari texta þegar byrtir af degi á ny!
Guð gefi þér gleðilega jólahátíð og blessað nytt ár!
Kveðja úr Garðabænum
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 20.12.2008 kl. 00:27
Kæru vinir, takk fyrir orðin ykkar og Steina ég elska þig líka elsku besti vinur í heimi. halldóra, takk fyrir, það er ekki öll mín kvæðagerð dimm og drungaleg, bendi á ljóðið hér fyrir neðan Ögn tvö. Gleðileg jól kæra vinkona og megi nýtt ár verða þér blessað sem og ykkur öllum sem hér hafa skrifað orðin sín..
Guðni Már Henningsson, 20.12.2008 kl. 01:22
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.12.2008 kl. 14:32
Þú ert töffari...ekki spurning.
Gulli litli, 20.12.2008 kl. 15:33
... alltaf nærandi að lesa ljóðin þín...
Brattur, 20.12.2008 kl. 19:19
Takk drengirnir mínir
Guðni Már Henningsson, 20.12.2008 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.