Rúnar Júlíusson vinur minn er látinn.

 

runi_3.jpgRúnar Júlíusson tónlistarmađur og útgefandi lést ađfararnótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Útgáfufyrirtćki hans Geimsteinn hélt árlega útgáfukynningu sína á veitingastađnum Ránni fimmtudagskvöldiđ 4. desember ţar sem listafólk útgáfunnar var saman komiđ. Rúnar var ađ fara á sviđ til ađ syngja og var ađ teygja sig eftir gítarnum ţegar hann kenndi sér meins. Hann var fluttur á sjúkrahús ţar sem hann andađist.

Guđmundur Rúnar Júlíusson fćddist í Keflavík 13. apríl 1945, sonur Júlíusar Eggertssonar múrarameistara og Guđrúnar Stefánsdóttur Bergmann. Rúnar varđ kunnur knattspyrnumađur á unglingsárum sínum og lék međ Keflavíkurliđinu ţar til hann sneri sér ađ tónlist. Rúnar var bassaleikari í Hljómum sem varđ landsţekkt eftir ađ sveitin kom fram í fyrsta sinn 5. október 1963 í Krossinum í Innri Njarđvík. Rúnar varđ fljótlega vinsćll söngvari og tónlistarmađur sem vakti ađdáun hvar sem hann kom. Hann starfađi í Hljómum ţar til hann stofnađi Trúbrot međ félögum sínum voriđ 1969. Ţegar Trúbrot hćtti 1973 voru Hljómar endurreistir og stuttu seinna kom Lónlí blú bojs fram á sjónarsviđiđ. Rúnar og Gunnar Ţórđarson stofnuđu Hljóma útgáfuna um ţessar mundir sem gaf m.a. út plötur Lónlí Blú Bojs.

Rúnar og María Baldursdóttir lífstíđarförunautur hans stofnuđu hljómplötuútgáfuna Geimstein áriđ 1976, sem er í dag elsta hljómplötuútgáfa landsins međ samfellda sögu.

Rúnar gerđi nokkrar sólóplötur og starfrćkti nćstu árin hljómsveitina Geimstein. Hann stofnađi Áhöfnina á Halastjörnunni međ Gylfa Ćgissyni 1980 en starfrćkti lengst af Hljómsveit Rúnars Júlíussonar, sem hét undir ţađ síđasta Rokksveit Rúnars Júlíussonar. Hann stofnađi GCD ásamt Bubba Morthens 1991. Sú hljómsveit gaf út ţrjár plötur sem nutu mjög mikilla vinsćlda.

Áriđ 1982 settu Rúnar og María á laggirnar hljóđver á heimili sínu Skólavegi 12 í Keflavík. Ţađ nefndist í daglegu tali Upptökuheimiliđ Geimsteinn. Rúnar starfrćkti hljóđveriđ og útgáfufyrirtćkiđ til hinsta dags. Hann gaf út um 250 hljómplötur međ fjölda listamanna. Ţar á međal má nefna hljómsveitina Geimstein, Áhöfnina á Halastjörnunni, Maríu Baldursdóttur, Bjartmar Guđlaugsson, Ţóri Baldursson, Deep Jimi and the Zep Creams, Hjálma og Baggalút. Fyrir fáeinum dögum kom út ţriggja platna safnútgáfan Söngvar um lífiđ 1966-2008 ţar sem Rúnar flytur 72 ţekktustu lögin frá ferlinum.

Rúnar var einn dáđasti rokkari landsins og kom ćvisaga hans Hr. rokk út 2005, sem Ásgeir Tómasson skrásetti.

Rúnar Júlíusson lćtur eftir sig eiginkonuna Maríu Baldursdóttur, synina Baldur og Júlíus og 6 barnabörn.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

megi engar alheims taka á móti honum og vera stuđningur viđ ţá sem eftir eru.

Kćrleikur til ţín vinur minn !!!

s

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 5.12.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Hann lifđi og andađi fyrir mússíkina. Honum ţótti aldrei leđinlegt ađ spila, sagđi hann einu sinni viđ mig í Kjallaranum í Sjallanum. Ţar sem hann var ađ spila saman međ Jóni Ólafsyni bassaleikara. Flottur kall er farinn. Blessuđ veri minning hans.

Gunnar Páll Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ţađ er mikil eftirsjá í Rúnari Júl. Hann var heill og sannur. Góđmenni og samkvćmur sjálfum sér. Hvíl í friđi.

Kristján Kristjánsson, 5.12.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćll Guđni minn.

Sárt ađ horfa á eftir góđum vinum eins og Rúnar sem fór alltof fljótt. Ég votta ţér samúđ mína.

Megi almáttugur Guđ styrkja ţig og einnig fjölskyldu hans sem nú syrgja traustan og góđan ástvin.

Vertu Guđi falinn.

Kćr kveđja/Rósa

Rósa Ađalsteinsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband