Einn dimmasti dagur RUV

Margir vina minna og starfsfélagar fengu uppsagnarbréf í dag og það var mjög sárt. Að horfa á eftir fólki sem hefur helgað RUV starfskrafta sína í tugi ára ganga út úr húsinu með höfuð hneigð og brotna sál. Það var mjög erfitt og ég er reiður. Reiður út í eitthvað sem ég hef ekki stjórn á og ég veit ekki hvert ég get beint reiði minni. Ég er verulega sár út í peningamenn heimsins, út í peningamenn þessa lands sem eru að eyðileggja fleiri og fleiri fjölskyldur. Megi skömm þeirra mikil vera á meðan land er í byggð.. Þvílík sorg sem ríkir á mörgum heimilum og sjálf fæðingarhátíð frelsarans framundan! Jólin að koma og eitt er víst að það munu ekki allir eiga gleði og friðarjól.  Myrkur hellist yfir landið og dimmasti tími ársins framundan og sorgin heldur innreið sína. Hún grúfir yfir landinu líktog dimm þoka og nær jafnvel að skyggja á Guð sjálfann. Og hlutirnir eiga bara eftir að versna.
Ég finn til með fólki sem misst hefur vinnuna. Ég þekki þetta ástand, ég hef sjálfur misst vinnu. Fólk tekur uppsögn  persónulega sem er skiljanlegt og það spyr sig, af hverju ég? Og við hin sem héldum vinnunni spyrjum einnig, af hverju ekki ég? Og það skrítna við þetta er að við finnum fyrir skömm  yfir því að halda sjálf vinnunni. Mig langar til að blóta þessu öllu í sand og ösku. Veit samt að það bætir ekki neitt. Gerir bara illt verra. Ég þarf að vinna úr þessari reiði minni og beina henni í réttann farveg. Standa upp á afturfæturna og gera eitthvað.. Það fyrsta sem ég get gert er að mótmæla með því fólki sem er svo duglegt að láta í sér heyra.  Einn minn besti vinur Jan Murtomaa var látinn taka pokann sinn eftir góða og mikla þjónustu við RUV. Jan er einhver hæfileikaríkasti tæknimaður sem RUV hefur haft ´á launum, þó ekki háum. Hann er nánast með fullkomnunar áráttu þannig að allt sem hann snerti var gert eins vel og hægt var. Það er ekki hægt að vinna með betri tæknimanni. það fullyrði ég hér og nú. Ég skora á þá sem að málið varðar að draga til baka uppsögn Jans og jafnframt biðja hann afsökunar. Ég vil fá Jan aftur til RUV. Og það strax.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Fær fólk ekki áfallahjálp ?

Guðjón H Finnbogason, 29.11.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það eru víða erfiðir tímar, bænin virkar til að ölast styrk í mótlæti og frið sem ekkert vinnur á

Ég missti heilsuna þegar ég var þrítug það var afar þungbært en svo sættir maður sig við sitt hlutskipti og leitar að nýjum farvegum. Raunveruleg græðsla fyrir anda og sál verður þó aðeins fyrir samfélag við Drottinn Jesú Krist, hann raunverulega styrkir og græðir sálina, heldur en  þegar við í eigin mætti erum að setja hausinn uppí vindinn og bíta á jaxlinn kemur bara hrúður yfir blæðandi sár sem rifnar svo af við næsta áfall.

Ég mæli með bænalífi og lestri Nýja Testamentisins, til að kynnast betur þeim allfumljúkandi læknandi og frelsandi kærleika sem býður eftir að fá að nálgast allar manneskjur Sjálfum Jesú Kristi

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er afskaplega sorglegt.

Svona er þetta í fleiri fyrirtækjum.  Hópuppsagnir í hverri viku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Kæri Guðni!

Ég tel að rótin að öllu þessu ástandi sé komin frá hinum illa,Mammon.

Honum tókst að laða og lokka fólk í þjónustu við sig.Og afleiðingarnar eru 

 þessar! 

                              kveðja

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:11

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku vinur minn !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Samúðarkveðjur til þeirra sem misstu vinnuna og baráttukveðjur til ykkar sem halda áfram baráttunni að halda úti góðu útvarpi. Ég get vel skilið reiðina og sorgina hjá ykkur. Það er rétt hjá þér, það er sorglegt hvað sukk fárra manna og afskiftaleysi þeirra sem voru í vinnu hjá okkur og áttu að passa uppá okkar hagsmuni, brugðust. Nú þarf að hreinsa til og byggja upp að nýju.

Þinn vinur

Kiddi

Kristján Kristjánsson, 30.11.2008 kl. 00:48

7 Smámynd: Linda

Kæri Guðni, mikið er þetta afskaplega sárt, að horfa upp á uppsagnir frá Rúv og öðrum fyrirtækjum, ég vildi að ég hefði lausnarorð fyrir þig, og í þessum skrifuðu orðum var mér bent á 37 Davíðssálm 1-9 (til og með 9)

bk

Linda

Linda, 30.11.2008 kl. 00:57

8 Smámynd: Gulli litli

Get ekkert boðið nema mínu dýpstu samúð og hugheilan stuðning, móralskt. Barattukveðjur....

Gulli litli, 30.11.2008 kl. 10:59

9 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það eru til fleiri lausnir en uppsagnir eins og Jósef Smári bendir á, ætli bílverðið hafi ekki getað gengið upp í árslaun fyrir einn. Palli gæti notað strætó.

Þetta er grafalvarlegt ástand og hræðilega sorglegt og því miður bara byrjunin á ósköpunum.

Ég skil þig vel og sendi þér hlýjar kveðjur og stuðning.

Marta Gunnarsdóttir, 30.11.2008 kl. 11:25

10 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Kæru öll, þakka ykkur fyrir innlitið og ykkar framlag.

Guðjón: Áfallahjálp hefur ekki verið rædd og ég leyfi mér að efast um að fólki sem sagt var upp hafi geð í sér til að þiggja þá hjálp frá fyrrum vinnuveitendum sínum.

Guðrún: Sammála þér, en það þýðir þó ekki að við eigum að sitja aðgerðarlaus, það þarf að mótmæla svona framkomu stjórnarherra.

 Jenný: Því miður hefur þú rétt fyrir þér. Uppsagnir eru ömurlegar og því miður eru fleiri og fleiri fyrirtæki að segja upp fólki. Það er undarlegt til þess að hugsa að ein þjóð skuli missa allt niður um sig á ekki lengri tíma, örfáar vikur!!

 Halldóra: Sammála þér.

 Steina: Ástarkveðjur til þín. Þú ert best!!!

Kiddi: Takk fyrir kveðjuna góði vinur, ég er sammála þér, nú þarf að taka til

Jósef: Rétt hjá þér, það eru til aðrar launir en uppsagnir. 

Linda: Það er alltaf gott að lesa Davíðssálmana, takk fyrir innlitið.

Gulli: Þinn stuðningur er mikils virði og ánægjulegt að letin skuli vera að renna af þér!

Marta: Takk elsku Marta, þú ert frábær!! Verðum í sambandi

Guðni Már Henningsson, 30.11.2008 kl. 16:25

11 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæll Guðni minn.... mig tekur sárt að lesa þennan pistil þinn.

Ég er hrædd um að þessi jól verði ekki gleðirík hjá því blessaða fólki sem misst hefur vinnuna og á eftir að missa hana á næstunni.

Og ekki held ég að þeir, sem neyðast til að segja upp fólki séu heldur vel settir.... ekki vildi ég vera í þeirra skóm!  Það hefur ekki verið ánægjulegt að gera þetta.

En lítið geta orð gert.... nema aðeins tjáð hug okkar og samúð....

Kær kveðja,

Linda

Linda Samsonar Gísladóttir, 30.11.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband