Borgarafundurinn í Háskólabíói

 

 háskólabíó

Undanfarnar vikur, jafnvel mánuði hef ég ekki fundið fyrir því stolti sem ég fann hér áður yfir því að vera Íslendingur. En eftir að hafa horft á borgarafundinn sem haldinn var í Háskólabíói í kvöld fann ég að þrátt fyrir allt gæti ég verið stoltur. Leiftrandi gáfumenn héldu ræður og bentu á leiðir sem færar eru. Ræðumennirnir komu sínu miklu betur frá sér heldur en stjórnmálamennirnir sem til svara voru. Ég þakka fyrir að vera af sömu þjóð og þetta fólk og þið sem mættuð á fundinn, þið eruð frábær. Til hamingju Íslendingar fyrir að eiga svona frábært fólk. Ég held að þeir sem ræður fluttu og aðrir álíka myndu stjórna landinu miklu betur en þeir sem kosnir hafa verið til þess. Ég þakka ykkur fyrir, þið sem stóðuð að fundinum og ykkur sem mættuð. Vonandi horfðu hinir á útsendinguna og sannfærðust um að til er fólk hér á landi sem lætur ekki bjóða sér hvað sem og kemur fram og bendir á lausnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta lofar góðu. Þetta tekst að lokum.

Heidi Strand, 24.11.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gott !!!

til hamingju med á morgun vinur minn !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Gulli litli

ég rétt nenni ad vera sammåla....

Gulli litli, 26.11.2008 kl. 02:27

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gulli vinur, ég get útvegað húshjálp...

Guðni Már Henningsson, 26.11.2008 kl. 09:33

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ósköp er Gulli litli orðinn latur. "ég rétt nenni ad vera sammåla...."

Sá bara restina af fundinum og þá var hörku fjör.

Vona að við förum að sjá bjarta tíð í öllum málefnum okkar. Jóhanna er flott að neita að skera niður í sínu ráðuneyti. Það má skera niður annarsstaðar en í velferðarmálum. Það má selja eitthvað af þessum sendiráðum. Þvílíkt bruðl í stjórnartíð Halldórs Ásgrímssonar sem nú er á spena hjá okkur. Ingibjörg Sólrún bruðlaði heilmikið í þetta heimskulega öryggisráð sem við sluppum svo við að vera í. Það má spara í Utanríkisráðuneytinu, Umhverfismálaráðuneyti og á fleiri stöðum.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.11.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk Rósa vinkona, þú kannt að koma orðum að hlutunum, veit samt ekki hvort hægt sé að spara mikið í umhverfismálaráðuneytinu... alla vega þurfum við að ganga með virðingu um landið og miðin..

Guðni Már Henningsson, 26.11.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband